Aldrei spurning eftir að Olympiacos kom inn í myndina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2020 14:25 Ögmundur á eftir að leika tvo leiki með AEL Larissa áður en hann fer til Olympiacos. getty/Nicolas Economou Grikklandsmeistarar Olympiacos gengu í dag frá kaupunum á markverðinum Ögmundi Kristinssyni frá AEL Larissa. Hann lék með Larissa í tvö ár og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með liðinu. „Þetta er búið að eiga sér smá aðdraganda. Ég hef heyrt af áhuga þeirra í einhvern tíma og það er gott að þetta gekk eftir,“ sagði Ögmundur í samtali við Vísi í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Olympiacos. Markvörðurinn er á leið til risa félags sem er það langsigursælasta í grískum fótbolta með 45 meistaratitla og 27 bikartitla. Þá er Olympiacos fastagestur í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er mjög stórt skref upp á við og viðurkenning fyrir það hversu vel hefur gengið hjá mér í Grikklandi. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Ögmundur. Hann hafði úr nokkrum kostum að velja en Olympiacos heillaði mest. Það hefur verið mikið um þreifingar og áhuga en ekkert sem ég velti mikið fyrir mér eftir að ég heyrði af áhuga Olympiacos. Þá vissi ég alveg hvert ég vildi fara. Þetta er það stórt félag með stóra sögu. Þeir leikmenn sem ég hef talað við um Olympiacos tala mjög vel um félagið. Jafnaldri hans og félagi í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, lék sem lánsmaður með Olympiacos fyrri hluta tímabilsins 2015-16. Hann skoraði m.a. eftirminnilegt sigurmark fyrir Olympiacos gegn Arsenal í Meistaradeildinni. „Við þekkjumst vel og ég heyrði aðeins í honum og spurði hann álits. Hann talaði mjög vel um félagið og allt í kringum það,“ sagði Ögmundur. Hann hlakkar til að spila með Olympiacos á stærsta sviðinu. „Auðvitað, þetta er lið sem er alltaf í Evrópukeppni. Það spilaði inn í ákvörðunina og eitthvað sem mig langaði að gera. Það er mjög spennandi.“ Ögmundur hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2014.getty/Nicolas Economou Eftir að hafa leikið í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi færði Ögmundur sig um set til Grikklands 2018 þar sem honum hefur gengið allt í haginn. „Þetta var greinilega heillaskref. Ég sé ekki eftir þessu í dag. Planið var að stimpla mig inn á þessum tveimur árum og vonandi komast í stærra lið. Og það gekk eftir,“ sagði markvörðurinn. Portúgalinn José Sá hefur varið mark Olympiacos undanfarin tvö ár. Svo gæti farið að Ögmundi tæki við markvarðarstöðunni hjá grísku meisturunum af honum. „Markvörðurinn þeirra, sem hefur staðið sig frábærlega, hefur verið orðaður við hin og þessi lið og þeir þá að taka mig í staðinn. Ef það gerist hlýtur maður að fá tækifæri. En þetta er Olympiacos þannig ég geri ráð fyrir því að það verði samkeppni þarna,“ sagði Ögmundur. Tímabilið í Grikklandi stendur enn yfir og Ögmundur klárar það með Larissa. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Lamia 11. júlí og Xanthi viku seinna. Ögmundur segir ekki ljóst hvenær tímabilið 2020-21 hefst og þá flæki það málin að Olympiacos sé enn í Evrópudeildinni. Henni lýkur í ágúst en Ögmundur á ekki von á því að mega spila með Olympiacos þar. Ögmundur á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm Að sögn Ögmundar var ákvörðunin um að fara til Olympiacos ekki tekin með það í huga að auka möguleika hans á að verða aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. „Ég get ekki sagt að það hafi spilað inn í ákvörðunina að fara til Olympiacos. Ég fór bara í Olympiacos því það er risa félag sem sýndi mér áhuga og bauð mér góðan samning. En klárlega eykur þetta möguleika mína í landsliðinu en það verður að koma í ljós,“ sagði Ögmundur að endingu. Fótbolti Grikkland Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Grikklandsmeistarar Olympiacos gengu í dag frá kaupunum á markverðinum Ögmundi Kristinssyni frá AEL Larissa. Hann lék með Larissa í tvö ár og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með liðinu. „Þetta er búið að eiga sér smá aðdraganda. Ég hef heyrt af áhuga þeirra í einhvern tíma og það er gott að þetta gekk eftir,“ sagði Ögmundur í samtali við Vísi í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Olympiacos. Markvörðurinn er á leið til risa félags sem er það langsigursælasta í grískum fótbolta með 45 meistaratitla og 27 bikartitla. Þá er Olympiacos fastagestur í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er mjög stórt skref upp á við og viðurkenning fyrir það hversu vel hefur gengið hjá mér í Grikklandi. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Ögmundur. Hann hafði úr nokkrum kostum að velja en Olympiacos heillaði mest. Það hefur verið mikið um þreifingar og áhuga en ekkert sem ég velti mikið fyrir mér eftir að ég heyrði af áhuga Olympiacos. Þá vissi ég alveg hvert ég vildi fara. Þetta er það stórt félag með stóra sögu. Þeir leikmenn sem ég hef talað við um Olympiacos tala mjög vel um félagið. Jafnaldri hans og félagi í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, lék sem lánsmaður með Olympiacos fyrri hluta tímabilsins 2015-16. Hann skoraði m.a. eftirminnilegt sigurmark fyrir Olympiacos gegn Arsenal í Meistaradeildinni. „Við þekkjumst vel og ég heyrði aðeins í honum og spurði hann álits. Hann talaði mjög vel um félagið og allt í kringum það,“ sagði Ögmundur. Hann hlakkar til að spila með Olympiacos á stærsta sviðinu. „Auðvitað, þetta er lið sem er alltaf í Evrópukeppni. Það spilaði inn í ákvörðunina og eitthvað sem mig langaði að gera. Það er mjög spennandi.“ Ögmundur hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2014.getty/Nicolas Economou Eftir að hafa leikið í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi færði Ögmundur sig um set til Grikklands 2018 þar sem honum hefur gengið allt í haginn. „Þetta var greinilega heillaskref. Ég sé ekki eftir þessu í dag. Planið var að stimpla mig inn á þessum tveimur árum og vonandi komast í stærra lið. Og það gekk eftir,“ sagði markvörðurinn. Portúgalinn José Sá hefur varið mark Olympiacos undanfarin tvö ár. Svo gæti farið að Ögmundi tæki við markvarðarstöðunni hjá grísku meisturunum af honum. „Markvörðurinn þeirra, sem hefur staðið sig frábærlega, hefur verið orðaður við hin og þessi lið og þeir þá að taka mig í staðinn. Ef það gerist hlýtur maður að fá tækifæri. En þetta er Olympiacos þannig ég geri ráð fyrir því að það verði samkeppni þarna,“ sagði Ögmundur. Tímabilið í Grikklandi stendur enn yfir og Ögmundur klárar það með Larissa. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Lamia 11. júlí og Xanthi viku seinna. Ögmundur segir ekki ljóst hvenær tímabilið 2020-21 hefst og þá flæki það málin að Olympiacos sé enn í Evrópudeildinni. Henni lýkur í ágúst en Ögmundur á ekki von á því að mega spila með Olympiacos þar. Ögmundur á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm Að sögn Ögmundar var ákvörðunin um að fara til Olympiacos ekki tekin með það í huga að auka möguleika hans á að verða aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. „Ég get ekki sagt að það hafi spilað inn í ákvörðunina að fara til Olympiacos. Ég fór bara í Olympiacos því það er risa félag sem sýndi mér áhuga og bauð mér góðan samning. En klárlega eykur þetta möguleika mína í landsliðinu en það verður að koma í ljós,“ sagði Ögmundur að endingu.
Fótbolti Grikkland Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira