Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2020 19:09 Björn Bjarnason vann skýrsluna ásamt Jónu Sólveigu Elínardóttur. Vísir/Baldur Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Björn Bjarnason var í haust fenginn til að skrifa skýrslu um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Skýrslan hefur nú verið afhent utanríkisráðherrum ríkjanna. „Nú er spurningin hvað verður gert með skýrsluna, hvað verður gert með þessar fjórtán tillögur. Þær fjalla um loftslagsmál, þær fjalla um netöryggismál og allt sem varðar upplýsingatæknina og öryggi hennar og það er fjallað um fjölþjóðasamskipti og alþjóðalög,“ segir Björn. Meðal annars er lagt til að Norðurlöndin móti sér sameiginlega afstöðu til umsvifa Kínverja á Norðurslóðum. Hafa þessi ríki ekki verið að ganga í takt hvað það varðar? „Þau hafa gengið í takt í höfuðatriðum, hins vegar þarf að greina vel og átta sig á því hvað er að gerast á norðurslóðum. Við erum þarna að fjalla um þetta undir merkjum loftslagsbreytinganna, hvernig Kínverjar koma inn á svæðið í rannsóknir og áhuga á siglingum, hvað gerist næst,“ segir Björn. Þá leggur Björn til að ríkin móti sér sameiginlegar reglur hvað lítur að lýðræði á internetinu og óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á skoðanamyndun. „Þetta er mikið til umræðu. Og var mikið til umræðu 2016 í kosningunum í Bandaríkjunum og það er mikið til umræðu. Er verið að nota samfélagsmiðlana til að hafa áhrif og er verið að miðla upplýsingum inn í samfélög, opin samfélög, sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á skoðanamyndun,“ segir Björn. Hann vísar til þess að á vegum þjóðaröryggisráðs sé nú starfandi hópur sem rannsakar upplýsingaóreiðu. „Við göngum kannski skrefi lengra í þessa átt og teljum nauðsynlegt að Norðurlöndin móti sér helst sameiginlega stefnu,“ segir Björn. „Því að ef að svona árásir eru gerðar þá er mjög vandasamt að finna sökudólginn. En ef að ríki taka sig saman og lýsa einhverju yfir, því enginn vill kannast við að hann sé að beita þessum aðferðum, en ef að ríki komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhvern aðila sem standi að baki slíkum aðferðum að þá styrkir það stöðu þeirra sem að vilja berjast gegn þeim,“ segir Björn. Hann telji raunhæft að Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega stefnu í þeim efnum. Ítarlegra viðtal við Björn um efni skýrslunnar er að finna í spilaranum hér að neðan. Utanríkismál Varnarmál Netöryggi Norðurslóðir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Björn Bjarnason var í haust fenginn til að skrifa skýrslu um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Skýrslan hefur nú verið afhent utanríkisráðherrum ríkjanna. „Nú er spurningin hvað verður gert með skýrsluna, hvað verður gert með þessar fjórtán tillögur. Þær fjalla um loftslagsmál, þær fjalla um netöryggismál og allt sem varðar upplýsingatæknina og öryggi hennar og það er fjallað um fjölþjóðasamskipti og alþjóðalög,“ segir Björn. Meðal annars er lagt til að Norðurlöndin móti sér sameiginlega afstöðu til umsvifa Kínverja á Norðurslóðum. Hafa þessi ríki ekki verið að ganga í takt hvað það varðar? „Þau hafa gengið í takt í höfuðatriðum, hins vegar þarf að greina vel og átta sig á því hvað er að gerast á norðurslóðum. Við erum þarna að fjalla um þetta undir merkjum loftslagsbreytinganna, hvernig Kínverjar koma inn á svæðið í rannsóknir og áhuga á siglingum, hvað gerist næst,“ segir Björn. Þá leggur Björn til að ríkin móti sér sameiginlegar reglur hvað lítur að lýðræði á internetinu og óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á skoðanamyndun. „Þetta er mikið til umræðu. Og var mikið til umræðu 2016 í kosningunum í Bandaríkjunum og það er mikið til umræðu. Er verið að nota samfélagsmiðlana til að hafa áhrif og er verið að miðla upplýsingum inn í samfélög, opin samfélög, sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á skoðanamyndun,“ segir Björn. Hann vísar til þess að á vegum þjóðaröryggisráðs sé nú starfandi hópur sem rannsakar upplýsingaóreiðu. „Við göngum kannski skrefi lengra í þessa átt og teljum nauðsynlegt að Norðurlöndin móti sér helst sameiginlega stefnu,“ segir Björn. „Því að ef að svona árásir eru gerðar þá er mjög vandasamt að finna sökudólginn. En ef að ríki taka sig saman og lýsa einhverju yfir, því enginn vill kannast við að hann sé að beita þessum aðferðum, en ef að ríki komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhvern aðila sem standi að baki slíkum aðferðum að þá styrkir það stöðu þeirra sem að vilja berjast gegn þeim,“ segir Björn. Hann telji raunhæft að Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega stefnu í þeim efnum. Ítarlegra viðtal við Björn um efni skýrslunnar er að finna í spilaranum hér að neðan.
Utanríkismál Varnarmál Netöryggi Norðurslóðir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira