Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Andri Eysteinsson skrifar 3. júlí 2020 23:18 Bolsonaro, hér með grímu, hefur verið lítið fyrir það að bera andlitsgrímur vegna faraldursins. Getty/NurPhoto Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. Frumvarpið sem varð að lögum tók þó nokkrum breytingum til þess að forsetinn myndi samþykkja það. Alls hafa nú 1.539.081 íbúar Brasilíu greinst með kórónuveirusmit og þar af hafa 61.884 látið lífið af völdum veirunnar. Ríkisstjórn Brasilíu hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við veirunni og hefur forsetinn, Jair Bolsonaro, ítrekað gert lítið úr faraldrinum og virt sóttvarnartilmæli að vettugi. Það er einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa látist og greinst með kórónuveirusmit. Nú hefur Bolsonaro samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu úti á meðal almennings. Sé einhver uppvís um að nota ekki andlitsgrímu á sá hinn sami yfir höfði sér myndarlega sekt. Forsetinn krafðist þess þó að grímuskyldan myndi ekki gilda alls staðar. Ákvæði laganna sem gerðu kröfu um að grímur skyldu notaðar í verslunum, skólum og bænastöðum voru felldar með neitunarvaldi Bolsonaro. Þá má sömu sögu segja af ákvæði sem hefði gert dreifingu andlitsgríma til fátækra að skyldu stjórnvalda. Brasilíska þjóðþingið hefur nú þrjátíu daga til þess að fella neitun Bolsonaro úr gildi. Bolsonaro hefur ítrekað sagt að fjarlægðarreglur og sóttkví séu ekki nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við faraldurinn og muni eingöngu hafa neikvæð áhrif á brothætt efnahagslíf Brasilíu. Hann hefur neitað að bera grímu og hlaut hann skammir frá dómstólum fyrir það í júní. Ríki Brasilíu hafa þó að einhverju leiti reynt að hefta útbreiðslu faraldursins með aðgerðum. Nú í vikunni varð börum í Ríó de Jainero heimilt að hefja starfsemi aftur. Yfir 6.600 hafa látist í faraldrinum í borginni. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. Frumvarpið sem varð að lögum tók þó nokkrum breytingum til þess að forsetinn myndi samþykkja það. Alls hafa nú 1.539.081 íbúar Brasilíu greinst með kórónuveirusmit og þar af hafa 61.884 látið lífið af völdum veirunnar. Ríkisstjórn Brasilíu hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við veirunni og hefur forsetinn, Jair Bolsonaro, ítrekað gert lítið úr faraldrinum og virt sóttvarnartilmæli að vettugi. Það er einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa látist og greinst með kórónuveirusmit. Nú hefur Bolsonaro samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu úti á meðal almennings. Sé einhver uppvís um að nota ekki andlitsgrímu á sá hinn sami yfir höfði sér myndarlega sekt. Forsetinn krafðist þess þó að grímuskyldan myndi ekki gilda alls staðar. Ákvæði laganna sem gerðu kröfu um að grímur skyldu notaðar í verslunum, skólum og bænastöðum voru felldar með neitunarvaldi Bolsonaro. Þá má sömu sögu segja af ákvæði sem hefði gert dreifingu andlitsgríma til fátækra að skyldu stjórnvalda. Brasilíska þjóðþingið hefur nú þrjátíu daga til þess að fella neitun Bolsonaro úr gildi. Bolsonaro hefur ítrekað sagt að fjarlægðarreglur og sóttkví séu ekki nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við faraldurinn og muni eingöngu hafa neikvæð áhrif á brothætt efnahagslíf Brasilíu. Hann hefur neitað að bera grímu og hlaut hann skammir frá dómstólum fyrir það í júní. Ríki Brasilíu hafa þó að einhverju leiti reynt að hefta útbreiðslu faraldursins með aðgerðum. Nú í vikunni varð börum í Ríó de Jainero heimilt að hefja starfsemi aftur. Yfir 6.600 hafa látist í faraldrinum í borginni.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira