Heilbrigðisráðherra fyrirmyndarríkisins segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 06:25 David Clark, fyrir miðju, tilkynnti um afsögn sína í nótt. Ap/Mark Mitchell Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum. Hann hafði áður boðist til að segja skilið við ráðherrastólinn en var beðinn um að sitja áfram vegna farsóttarinnar. Ráðherrann, David Clark, sætti gagnrýni fyrir að hafa gerst brotlegur við sóttvarnalög og ferðatakmarkanir. Þannig ók hann fjölskyldu sinni um 20 kílómetra leið á ströndina, þegar samlöndum hans var gert að halda sig heima meðan faraldurinn var í hvað mestu vexti í aprílmánuði. Þar að auki fór hann í fjallahjólreiðatúr, sem þó er ekki talið jafn skýrt brot á sóttvarnareglum og strandferðin að sögn þarlendra miðla. Nýja-Sjáland hefur verið talið fyrirmyndarríki í baráttunni við kórónuveiruna. Þar hafa greinst rúmlega 1500 smit sem dregið hafa 22 til dauða. Nýsjálendingar sögðust sjálfir hafa lagt veiruna að velli í upphafi júní eftir að ekkert nýtt smit greindist dögum saman. Veiran lét þó aftur á sér kræla þegar Nýsjálendingar opnuðu landamæri sín. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni vegna þess hvernig þau hafa staðið að opnuninni og aðbúnaði í sérstökum landamæra- og einangrunarstöðvum sem komið var á laggirnar vegna hennar. Í einu tilfelli fengu tveir einstaklingar að yfirgefa slíka stöð, án þess að hafa lokið tveggja vikna einangrun, til þess að heimsækja foreldri á dánarbeðinum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Síðar kom á daginn að báðir voru þeir með veiruna. Fyrrnefndur Clark segist bera fulla ábyrð á því hvernig þjóð hans tókst á við veiruna. Nú sé rétti tíminn til að róa á önnur mið. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögn hans og mun menntamálaráðherra taka yfir stjórn heilbrigðismála fram að kosningum í september. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum. Hann hafði áður boðist til að segja skilið við ráðherrastólinn en var beðinn um að sitja áfram vegna farsóttarinnar. Ráðherrann, David Clark, sætti gagnrýni fyrir að hafa gerst brotlegur við sóttvarnalög og ferðatakmarkanir. Þannig ók hann fjölskyldu sinni um 20 kílómetra leið á ströndina, þegar samlöndum hans var gert að halda sig heima meðan faraldurinn var í hvað mestu vexti í aprílmánuði. Þar að auki fór hann í fjallahjólreiðatúr, sem þó er ekki talið jafn skýrt brot á sóttvarnareglum og strandferðin að sögn þarlendra miðla. Nýja-Sjáland hefur verið talið fyrirmyndarríki í baráttunni við kórónuveiruna. Þar hafa greinst rúmlega 1500 smit sem dregið hafa 22 til dauða. Nýsjálendingar sögðust sjálfir hafa lagt veiruna að velli í upphafi júní eftir að ekkert nýtt smit greindist dögum saman. Veiran lét þó aftur á sér kræla þegar Nýsjálendingar opnuðu landamæri sín. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni vegna þess hvernig þau hafa staðið að opnuninni og aðbúnaði í sérstökum landamæra- og einangrunarstöðvum sem komið var á laggirnar vegna hennar. Í einu tilfelli fengu tveir einstaklingar að yfirgefa slíka stöð, án þess að hafa lokið tveggja vikna einangrun, til þess að heimsækja foreldri á dánarbeðinum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Síðar kom á daginn að báðir voru þeir með veiruna. Fyrrnefndur Clark segist bera fulla ábyrð á því hvernig þjóð hans tókst á við veiruna. Nú sé rétti tíminn til að róa á önnur mið. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögn hans og mun menntamálaráðherra taka yfir stjórn heilbrigðismála fram að kosningum í september.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent