Magnaður Messi kominn með 700 mörk á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2020 12:30 Messi skorar sitt 700. mark með þægilegri ´chippu´í leiknum gegn Atletico Madrid í gær. David Ramos/Getty Images Argentínumaðurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Í gær skoraði hann sitt 700. mark á ferlinum. Markið kom af vítapunktinum, líklega eini staðurinn þar sem Messi á það til að vera mannlegur - spyrjið bara Hannes Þór Halldórsson. Reyndar er það svo að Messi hefur klúðrað 26 vítum á ferlinum. Messi brást hins vegar ekki bogalistin í gær þegar hann kom Barcelona 2-1 yfir gegn Atletico Madrid. Sýndi hann mikla yfirvegun er hann tók svokallað Panenka-víti og ´chippaði´ á mitt markið á meðan Jan Oblak, af mörgum talinn einn besti markvörður í heimi, skutlaði sér til hliðar. Allt kom þó fyrir ekki og Atl. Madrid jafnaði metin í leiknum. Lokatölur 2-2 og Börsungar allt í einu dottnir úr bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Messi niðurlútur í leikslok í gær.David Ramos/Getty Images Var þetta 32. markið sem Messi skorar á ferlinum gegn Atletico. Honum líður best gegn sterkustu liðum deildarinnar en hann hefur skorað 37 mörk gegn Sevilla, 32 gegn Atletico, 28 gegn Valencia og 27 gegn Real Madrid. Markið í gær þýðir að Messi er nú kominn í hóp með Josef Bican, Romario, Pelé, Ferenc Puskas, Gerd Muller og Cristiano Ronaldo. Eru það einu leikmenn sögunnar sem hafa skorað yfir 700 mörk á ferlinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað Bican og Pelé skoruðu nákvæmlega mörg en óstaðfestar heimildir herma að báðir hafi skorað yfir þúsund mörk. Tók það Messi 111 leiki minna en Ronaldo – hans helsta keppinaut þegar kemur að einstaklingsverðlaunum undanfarin ár – að ná 700 mörkum. Leo #Messi scores 700th pro goal— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2020 Sá argentíski var í gær að spila sinn 724. leik í treyju Barcelona. Í þeim hefur hann skorað 630 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 247 mörk. Messi hefur skorað 70 mörk í 138 leikjum fyrir argentíska landsliðið. Alls hefur hann skorað þrennu í 54 leikjum. Undanfarin 11 ár, janúar til desember, hefur Messi skorað meira en 40 mörk. Níu af þessum ellefu árum hefur hann skorað yfir 50. Hann hefur aldrei toppað árið 2012 þegar hann skoraði hvorki meira né minna en 91 mark, 79 fyrir Barcelona og 12 fyrir Argentínu. Ef Messi heldur áfram á sömu braut eru allar líkur að leikmaðurinn rjúfi þúsund marka múrinn áður en skórnir fara á hilluna frægu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Í gær skoraði hann sitt 700. mark á ferlinum. Markið kom af vítapunktinum, líklega eini staðurinn þar sem Messi á það til að vera mannlegur - spyrjið bara Hannes Þór Halldórsson. Reyndar er það svo að Messi hefur klúðrað 26 vítum á ferlinum. Messi brást hins vegar ekki bogalistin í gær þegar hann kom Barcelona 2-1 yfir gegn Atletico Madrid. Sýndi hann mikla yfirvegun er hann tók svokallað Panenka-víti og ´chippaði´ á mitt markið á meðan Jan Oblak, af mörgum talinn einn besti markvörður í heimi, skutlaði sér til hliðar. Allt kom þó fyrir ekki og Atl. Madrid jafnaði metin í leiknum. Lokatölur 2-2 og Börsungar allt í einu dottnir úr bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Messi niðurlútur í leikslok í gær.David Ramos/Getty Images Var þetta 32. markið sem Messi skorar á ferlinum gegn Atletico. Honum líður best gegn sterkustu liðum deildarinnar en hann hefur skorað 37 mörk gegn Sevilla, 32 gegn Atletico, 28 gegn Valencia og 27 gegn Real Madrid. Markið í gær þýðir að Messi er nú kominn í hóp með Josef Bican, Romario, Pelé, Ferenc Puskas, Gerd Muller og Cristiano Ronaldo. Eru það einu leikmenn sögunnar sem hafa skorað yfir 700 mörk á ferlinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað Bican og Pelé skoruðu nákvæmlega mörg en óstaðfestar heimildir herma að báðir hafi skorað yfir þúsund mörk. Tók það Messi 111 leiki minna en Ronaldo – hans helsta keppinaut þegar kemur að einstaklingsverðlaunum undanfarin ár – að ná 700 mörkum. Leo #Messi scores 700th pro goal— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2020 Sá argentíski var í gær að spila sinn 724. leik í treyju Barcelona. Í þeim hefur hann skorað 630 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 247 mörk. Messi hefur skorað 70 mörk í 138 leikjum fyrir argentíska landsliðið. Alls hefur hann skorað þrennu í 54 leikjum. Undanfarin 11 ár, janúar til desember, hefur Messi skorað meira en 40 mörk. Níu af þessum ellefu árum hefur hann skorað yfir 50. Hann hefur aldrei toppað árið 2012 þegar hann skoraði hvorki meira né minna en 91 mark, 79 fyrir Barcelona og 12 fyrir Argentínu. Ef Messi heldur áfram á sömu braut eru allar líkur að leikmaðurinn rjúfi þúsund marka múrinn áður en skórnir fara á hilluna frægu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira