Forseti geti aðeins setið í 12 ár og meðmælendum fjölgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 06:52 Bessastaðir, þar sem forseti mun aðeins geta setið í 12 ár samfellt verði breytingarnar að veruleika. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Meðmælum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika. Þar að auki yrðu breytingar á hlutverki forseta, lengd kjörtímabils hans og lagt til úrræði svo að afstýra megi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp sem forseti hafnar. Forsætisráðuneytið birti drögin, sem unnin voru af Skúla Magnússyni dómara í samráði við formenn stjórnmálaflokanna, í samráðsgátt stjórnvalda í gær og Fréttablaðið gerir sér mat úr í morgun. Samkvæmt drögunum yrði kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex. Aftur á móti myndi forseti aðeins geta setið samfellt í tvö kjörtímabil í embætti, eða samtals 12 ár. Meðmælum fjölgað Þá er lagt til að forsetaframbjóðandi þurfi að afla fleiri meðmæla svo hann geti boðið sig fram. Forsetaefni skal í dag hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, og þarf frambjóðandinn að afla stuðnings úr öllum landsfjórðungum. Yrðu stjórnarskrárbreytingarnar að veruleika þyrfti frambjóðandinn hins vegar að afla sér stuðnings 2,5 prósenta kosningabærra Íslendinga. Samkvæmt kjörskrá fyrir síðustu forsetakosningar þyrfti forsetaefnið meðmæli rúmlega 6 þúsund manns svo framboð þess teljist gilt. Að sama skapi er lagt til að hlutverk forseta við stjórnarmyndun verði skýrt og heimild embættisins til að fella niður saksókn verði fjarlægð. Eru þessar tillögðu sagðar í takt við ríkjandi framkvæmd. Þar að auki myndi aðkoma forseta að setningu Alþingis og frestun funda minnka, yrðu breytingarnar að veruleika. Afstýri þjóðaratkvæði Þær fela jafnframt í sér heimild Alþingis til að fella úr gildi lög sem það hefur áður samþykkt en forseti neitað að undirrita. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti að bera þau lög undir þjóðaratkvæði en með breytingunni gæti Alþingi í raun afturkallað lögin áður en til þess kæmi. Má í raun segja að það sé í takti við núverandi framkvæmd, sé mið tekið af atburðarásinni 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Í stað þess að leggja lögin í dóm þjóðarinnar voru þau dregin til baka, þannig að aldrei kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frestur til að skila inn umsögn um stjórnarskrábreytingarnar rennur út um miðjan júlí. Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Meðmælum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika. Þar að auki yrðu breytingar á hlutverki forseta, lengd kjörtímabils hans og lagt til úrræði svo að afstýra megi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp sem forseti hafnar. Forsætisráðuneytið birti drögin, sem unnin voru af Skúla Magnússyni dómara í samráði við formenn stjórnmálaflokanna, í samráðsgátt stjórnvalda í gær og Fréttablaðið gerir sér mat úr í morgun. Samkvæmt drögunum yrði kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex. Aftur á móti myndi forseti aðeins geta setið samfellt í tvö kjörtímabil í embætti, eða samtals 12 ár. Meðmælum fjölgað Þá er lagt til að forsetaframbjóðandi þurfi að afla fleiri meðmæla svo hann geti boðið sig fram. Forsetaefni skal í dag hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, og þarf frambjóðandinn að afla stuðnings úr öllum landsfjórðungum. Yrðu stjórnarskrárbreytingarnar að veruleika þyrfti frambjóðandinn hins vegar að afla sér stuðnings 2,5 prósenta kosningabærra Íslendinga. Samkvæmt kjörskrá fyrir síðustu forsetakosningar þyrfti forsetaefnið meðmæli rúmlega 6 þúsund manns svo framboð þess teljist gilt. Að sama skapi er lagt til að hlutverk forseta við stjórnarmyndun verði skýrt og heimild embættisins til að fella niður saksókn verði fjarlægð. Eru þessar tillögðu sagðar í takt við ríkjandi framkvæmd. Þar að auki myndi aðkoma forseta að setningu Alþingis og frestun funda minnka, yrðu breytingarnar að veruleika. Afstýri þjóðaratkvæði Þær fela jafnframt í sér heimild Alþingis til að fella úr gildi lög sem það hefur áður samþykkt en forseti neitað að undirrita. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti að bera þau lög undir þjóðaratkvæði en með breytingunni gæti Alþingi í raun afturkallað lögin áður en til þess kæmi. Má í raun segja að það sé í takti við núverandi framkvæmd, sé mið tekið af atburðarásinni 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Í stað þess að leggja lögin í dóm þjóðarinnar voru þau dregin til baka, þannig að aldrei kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frestur til að skila inn umsögn um stjórnarskrábreytingarnar rennur út um miðjan júlí.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira