Það að vera í sambandi hentar ekki öllum. Margir njóta þess að vera einhleypir og finnast frelsið sem fylgir því að vera ekki háður neinum nema sjálfum sér vera betri kostur en að vera í sambandi. Svo eru það aðrir sem óttast fátt meira en að vera eða enda einir eða að finna aldrei ástina.
Þessi ótti getur verið tímabundinn og saklaus en svo getur hann líka verið fóbía. Monophobia er heiti á fóbíu sem nær meðal annars yfir þennan ótta. Óttinn getur verið ýmisskonar. Sumir sem haldnir eru þessari fóbíu hræðast það að vera aðskilnir ástvinum. Sumir óttast það jafnvel að vera einir heima eða vera einir á almannafæri og er þessi ótti yfirleitt algjörlega órökréttur.
Út frá þessum pælingum kemur spurning vikunnar.