Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2020 14:12 Breiðafjarðarferjan Baldur fer á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Facebook/Sæferðir Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að vel hafi gengið að leysa vandann sem var fyrir hendi. „Það kom upp bilun í annarri túrbínu í vélinni sem gerði það að verkum að við misstum afl. Við fórum að bryggju á eigin vélarafli og þar var bundið. Það var aldrei nein hætta eða slíkt,“ sagði Gunnlaugur í samtali við fréttastofu í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá ástandinu við Flatey í gærkvöldi. Ferjan sat því eftir í Flatey en um borð voru um 80 farþegar og 31 ökutæki auk áhafnarinnar. Gunnlaugur segir að siglt hafi verið út í Flatey á bátnum Særúnu og þeir farþegar sem höfðu áætlað að enda för sína í Brjánslæk ferjaðir yfir Breiðafjörðinn. Að því loknu hafi Særún snúið við og sótt restina af farþegunum og hluta áhafnarinnar og flutt hópinn yfir til Stykkishólms þar sem gisting hafði verið fundin fyrir farþega sem ekki vildu gista í Flatey. „Þetta er auðvitað bara hrikalega leiðinlegt, fólk á leið annaðhvort heim til sín eða í ferðalag með fjölskylduna,“ sagði Gunnlaugur. Þó nokkur fjöldi ökutækja var um borð í Baldri þegar bilunin kom upp en ekki er unnt að ferja bílana yfir með Særúnu. Gunnlaugur segir að unnið sé að því að koma Baldri til baka í Hólminn og þar verði hann af fermdur. Það er gert með aðstoð til þess að reyna ekki á vélina og vonast er til þess að því verði lokið klukkan 16 í dag. Breiðafjarðarferjan Baldur er mikilvæg samgönguleið á milli Stykkishólms á Snæfellsnesi, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Gunnlaugur segir gott að vegir á milli landshlutanna séu greiðfærir þegar bilunin verður en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerð mun taka. „Það er búið að panta nýja túrbínu, það var gert í gærkvöldi, Við höfum góð úrræði við að koma vörum hratt á milli staða. Við erum með væntingar um að þetta verði ekki mjög langt,“ sagði Gunnlaugur og tók fram að Flatey verði þjónustuð með notkun á Særúnu og sömu sögu megi segja um Brjánslæk. Gamli Herjólfur er eitt þeirra skipa sem skilgreint er sem varaskip fyrir Baldur en Gunnlaugur segir erfitt að tjá sig um möguleikann á að hann komi til forfalla þegar ekki liggur fyrir hve lengi Baldur verður frá. „Samkvæmt samningi við Vegagerðina er hann skilgreindur sem eitt af varaskipunum. Vegagerðin er upplýst um stöðu mála.“ Stykkishólmur Samgöngur Reykhólahreppur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að vel hafi gengið að leysa vandann sem var fyrir hendi. „Það kom upp bilun í annarri túrbínu í vélinni sem gerði það að verkum að við misstum afl. Við fórum að bryggju á eigin vélarafli og þar var bundið. Það var aldrei nein hætta eða slíkt,“ sagði Gunnlaugur í samtali við fréttastofu í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá ástandinu við Flatey í gærkvöldi. Ferjan sat því eftir í Flatey en um borð voru um 80 farþegar og 31 ökutæki auk áhafnarinnar. Gunnlaugur segir að siglt hafi verið út í Flatey á bátnum Særúnu og þeir farþegar sem höfðu áætlað að enda för sína í Brjánslæk ferjaðir yfir Breiðafjörðinn. Að því loknu hafi Særún snúið við og sótt restina af farþegunum og hluta áhafnarinnar og flutt hópinn yfir til Stykkishólms þar sem gisting hafði verið fundin fyrir farþega sem ekki vildu gista í Flatey. „Þetta er auðvitað bara hrikalega leiðinlegt, fólk á leið annaðhvort heim til sín eða í ferðalag með fjölskylduna,“ sagði Gunnlaugur. Þó nokkur fjöldi ökutækja var um borð í Baldri þegar bilunin kom upp en ekki er unnt að ferja bílana yfir með Særúnu. Gunnlaugur segir að unnið sé að því að koma Baldri til baka í Hólminn og þar verði hann af fermdur. Það er gert með aðstoð til þess að reyna ekki á vélina og vonast er til þess að því verði lokið klukkan 16 í dag. Breiðafjarðarferjan Baldur er mikilvæg samgönguleið á milli Stykkishólms á Snæfellsnesi, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Gunnlaugur segir gott að vegir á milli landshlutanna séu greiðfærir þegar bilunin verður en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerð mun taka. „Það er búið að panta nýja túrbínu, það var gert í gærkvöldi, Við höfum góð úrræði við að koma vörum hratt á milli staða. Við erum með væntingar um að þetta verði ekki mjög langt,“ sagði Gunnlaugur og tók fram að Flatey verði þjónustuð með notkun á Særúnu og sömu sögu megi segja um Brjánslæk. Gamli Herjólfur er eitt þeirra skipa sem skilgreint er sem varaskip fyrir Baldur en Gunnlaugur segir erfitt að tjá sig um möguleikann á að hann komi til forfalla þegar ekki liggur fyrir hve lengi Baldur verður frá. „Samkvæmt samningi við Vegagerðina er hann skilgreindur sem eitt af varaskipunum. Vegagerðin er upplýst um stöðu mála.“
Stykkishólmur Samgöngur Reykhólahreppur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira