Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2020 18:35 Verslanir Bónus eru undir hatti Haga. Vísir/Vilhelm Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta Hagasamstæðunnar en samdráttur var í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Félagið og dótturfélög þess fóru ekki varhluta af áhrifum Covid-19 faraldursins. Í tilkynningu til Kauphallar segir að vörusala fyrstu þrjá mánuði ársins hafi numið 28.241 milljónum króna, samanborið við 28.590 milljónir króna árið áður. Söluminnkun tímabilsins milli ára er 1,2 prósent. Þar munar mikið um söluminnkun hjá Olós en hún var 26 prósent á milli tímabila. Þó varð söluhækkun í verslana- og vöruhúsahluta samstæðunnar um 11 prósent. Framlegð félagsins var 5.829 milljónir króna, samanborið við 6.432 milljónir króna árið áður eða 20,6 prósent framlegð samanborið við 22,5 prósent á fyrra ári. Gengisfall íslensku krónunnar og mikil lækkun á heimsmarkaðsverði olíu á tímabilinu, auk verðhækkana frá birgjum, höfðu mikil áhrif á framlegð, að því er segir í tilkynningunni. Tap tímabilsins eftir skatta nam 96 milljónum króna, sem jafngildir 0,3 prósent af veltu en hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 665 milljónir króna eða 2,3 prósent af veltu. „Fyrstu þrír mánuðir rekstrarársins eru undir áætlunum enda fóru Hagar og dótturfélög þess ekki varhluta af áhrifum COVID-19 faraldursins. Áhrifa fór að gæta í mars en áhrifin á félög innan samstæðunnar eru ólík eftir starfsemi þeirra. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta samstæðunnar en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Gengisfall íslensku krónunnar og sú lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu sem átti sér stað á tímabilinu hafði áhrif á framlegð og þá voru verðhækkanir birgja töluverðar,“ segir í tilkynningunni. Þrátt fyrir þetta sé félagið vel í stakk búið til að takast á við þær aðstæður sem skapast hafa vegna faraldursins, efnahags- og lausafjárstaða félagsins sé sterk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Markaðir Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta Hagasamstæðunnar en samdráttur var í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Félagið og dótturfélög þess fóru ekki varhluta af áhrifum Covid-19 faraldursins. Í tilkynningu til Kauphallar segir að vörusala fyrstu þrjá mánuði ársins hafi numið 28.241 milljónum króna, samanborið við 28.590 milljónir króna árið áður. Söluminnkun tímabilsins milli ára er 1,2 prósent. Þar munar mikið um söluminnkun hjá Olós en hún var 26 prósent á milli tímabila. Þó varð söluhækkun í verslana- og vöruhúsahluta samstæðunnar um 11 prósent. Framlegð félagsins var 5.829 milljónir króna, samanborið við 6.432 milljónir króna árið áður eða 20,6 prósent framlegð samanborið við 22,5 prósent á fyrra ári. Gengisfall íslensku krónunnar og mikil lækkun á heimsmarkaðsverði olíu á tímabilinu, auk verðhækkana frá birgjum, höfðu mikil áhrif á framlegð, að því er segir í tilkynningunni. Tap tímabilsins eftir skatta nam 96 milljónum króna, sem jafngildir 0,3 prósent af veltu en hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 665 milljónir króna eða 2,3 prósent af veltu. „Fyrstu þrír mánuðir rekstrarársins eru undir áætlunum enda fóru Hagar og dótturfélög þess ekki varhluta af áhrifum COVID-19 faraldursins. Áhrifa fór að gæta í mars en áhrifin á félög innan samstæðunnar eru ólík eftir starfsemi þeirra. Tekjuvöxtur var í dagvöruhluta samstæðunnar en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Gengisfall íslensku krónunnar og sú lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu sem átti sér stað á tímabilinu hafði áhrif á framlegð og þá voru verðhækkanir birgja töluverðar,“ segir í tilkynningunni. Þrátt fyrir þetta sé félagið vel í stakk búið til að takast á við þær aðstæður sem skapast hafa vegna faraldursins, efnahags- og lausafjárstaða félagsins sé sterk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Markaðir Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira