„Á ekki að þykja gagnrýnisvert að maki forseta vinni úti“ Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2020 22:11 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands Vísir/Vilhelm „Það á ekki að þykja gagnrýnisvert að maki forseta vinni úti. Sú tíð er liðin að húsfreyjan á Bessastöðum eigi að vera ósýnileg nema þá sjaldan að tigna gesti beri að garði og hún er þá við hlið mannsins síns,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. Andstæðingar Guðna hafa í kosningabaráttunni bent á það að eiginkona forsetans, Eliza Reid, starfi í launuðu starfi hjá Íslandsstofu en makar forseta fortíðarinnar hafa að mestu sinnt embættisskyldum sínum. Einar Þorsteinsson spyrill spurði Guðna út í störf Elizu og hvernig hann myndi svara þeirri gagnrýni. „Á síðustu ellefu árum höfum við Íslendingar trónað á toppi mælikvarða um kynjajafnrétti og trúi ég að við ætlum ekki að krefjast þess að nái karl kjöri sem forseti Íslands skal konan hans að hætta að vinna,“ sagði Guðni og hafði þá bent á að nú er 21. öldin. Guðni sagði þá að eftir að hann tók við embætti hefði fyrirtæki Elizu þurft að hætta viðskiptum við ýmsa aðila vegna nýja starfsins. Farið var víða í viðtalinu við Guðna og hann spurður út í erfið mál sem komið hafa upp á fjögurra ára embættistíð hans sem hófst eftir kosningasigurinn í miðju EM-fárinu 2016. Forsetinn fór yfir Landsréttarmálið svokallaða og „uppreist æru málið“. Í umræðum um Landsréttarmálið minnti Guðni á að forsetaembættið sé ekki stjórnlagadómstóll og sé ekki til þess fallið að kveða upp lokadóm yfir því hvernig Alþingi hagar sínum málum. Framkvæmd atkvæðagreiðslu Alþingis vegna málsins var gagnrýnd en greidd voru atkvæði um alla dómarana í einu í stað þess að greiða atkvæði um hvern fyrir sig. Það þótti brjóta í bága við mannréttindasáttmála. „Hver sem er, hvenær sem er, hvaða þingmaður á Alþingi gat beðið um að atkvæðagreiðslan færi fram með ákveðnum hætti eða ekki. Guð forði okkur frá því að forseti fari að banna þingmönnum að greiða atkvæði eins og þeir sjálfir hafa ákveðið,“ sagði forsetinn. Þá gekkst forsetinn við því að hafa gert mistök í uppreist æru málinu en ferlinu sem snýr að þessum málaflokki hefur nú verið breytt. „Ég var ekki fyrsti forsetinn til að skrifa undir svona ákvörðun ráðuneytis, en ég verð sá síðasti,֧“ sagði Guðni kvaðst hafa fundið eftir gagnrýni að hann ætti ekki að skýla sér á bakviðþað að vera ábyrgðarlaus samkvæmt stjórnarskrá. „Geri maður mistök gengst maður við þeim og heldur áfram,“ sagði forsetinn og kvaðst þakklátur fyrir það að njóta enn mikils stuðnings þrátt fyrir að hafa gert mistök í starfi. Þá minnti forseti á þá afstöðu sína að hentugt væri að í stjórnarskrá yrði komið fyrir ákvæði sem tryggði það að hægt yrði að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu sé það vilji stórs hluta þjóðarinnar. Sagðist Guðni þá telja að nauðsynlegt væri að á meðan undirskrift forseta er þörf til að veita lögum staðfestingu, að málskotsréttur hans yrði tryggður, þó að ákvæðinu sem um ræðir yrði komið í stjórnarskrá. Minntist hann þá þeirrar afstöðu Vigdísar Finnbogadóttur sem kvaðst aldrei munu skrifa undir lög sem heimiluðu dauðarefsingar. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hvorki Guðni né Guðmundur halda kosningavöku Hvorki Guðmundur Franklín Jónsson né Guðni Th. Jóhannesson, frambjóðendur í forsetakosningnum, munu halda opinberar kosningavökur að kvöldi kjördags, næstkomandi laugardagskvöld, líkt og venja er. 24. júní 2020 13:33 Rúmlega 39 þúsund búin að greiða atkvæði Rúmlega 39 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu vegna forsetakjörs. Einungis tveir dagar eru í kjördag og dagskrá frambjóðenda því þétt. 25. júní 2020 12:17 Eliza búin að kjósa Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun. 22. júní 2020 11:26 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
„Það á ekki að þykja gagnrýnisvert að maki forseta vinni úti. Sú tíð er liðin að húsfreyjan á Bessastöðum eigi að vera ósýnileg nema þá sjaldan að tigna gesti beri að garði og hún er þá við hlið mannsins síns,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. Andstæðingar Guðna hafa í kosningabaráttunni bent á það að eiginkona forsetans, Eliza Reid, starfi í launuðu starfi hjá Íslandsstofu en makar forseta fortíðarinnar hafa að mestu sinnt embættisskyldum sínum. Einar Þorsteinsson spyrill spurði Guðna út í störf Elizu og hvernig hann myndi svara þeirri gagnrýni. „Á síðustu ellefu árum höfum við Íslendingar trónað á toppi mælikvarða um kynjajafnrétti og trúi ég að við ætlum ekki að krefjast þess að nái karl kjöri sem forseti Íslands skal konan hans að hætta að vinna,“ sagði Guðni og hafði þá bent á að nú er 21. öldin. Guðni sagði þá að eftir að hann tók við embætti hefði fyrirtæki Elizu þurft að hætta viðskiptum við ýmsa aðila vegna nýja starfsins. Farið var víða í viðtalinu við Guðna og hann spurður út í erfið mál sem komið hafa upp á fjögurra ára embættistíð hans sem hófst eftir kosningasigurinn í miðju EM-fárinu 2016. Forsetinn fór yfir Landsréttarmálið svokallaða og „uppreist æru málið“. Í umræðum um Landsréttarmálið minnti Guðni á að forsetaembættið sé ekki stjórnlagadómstóll og sé ekki til þess fallið að kveða upp lokadóm yfir því hvernig Alþingi hagar sínum málum. Framkvæmd atkvæðagreiðslu Alþingis vegna málsins var gagnrýnd en greidd voru atkvæði um alla dómarana í einu í stað þess að greiða atkvæði um hvern fyrir sig. Það þótti brjóta í bága við mannréttindasáttmála. „Hver sem er, hvenær sem er, hvaða þingmaður á Alþingi gat beðið um að atkvæðagreiðslan færi fram með ákveðnum hætti eða ekki. Guð forði okkur frá því að forseti fari að banna þingmönnum að greiða atkvæði eins og þeir sjálfir hafa ákveðið,“ sagði forsetinn. Þá gekkst forsetinn við því að hafa gert mistök í uppreist æru málinu en ferlinu sem snýr að þessum málaflokki hefur nú verið breytt. „Ég var ekki fyrsti forsetinn til að skrifa undir svona ákvörðun ráðuneytis, en ég verð sá síðasti,֧“ sagði Guðni kvaðst hafa fundið eftir gagnrýni að hann ætti ekki að skýla sér á bakviðþað að vera ábyrgðarlaus samkvæmt stjórnarskrá. „Geri maður mistök gengst maður við þeim og heldur áfram,“ sagði forsetinn og kvaðst þakklátur fyrir það að njóta enn mikils stuðnings þrátt fyrir að hafa gert mistök í starfi. Þá minnti forseti á þá afstöðu sína að hentugt væri að í stjórnarskrá yrði komið fyrir ákvæði sem tryggði það að hægt yrði að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu sé það vilji stórs hluta þjóðarinnar. Sagðist Guðni þá telja að nauðsynlegt væri að á meðan undirskrift forseta er þörf til að veita lögum staðfestingu, að málskotsréttur hans yrði tryggður, þó að ákvæðinu sem um ræðir yrði komið í stjórnarskrá. Minntist hann þá þeirrar afstöðu Vigdísar Finnbogadóttur sem kvaðst aldrei munu skrifa undir lög sem heimiluðu dauðarefsingar.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hvorki Guðni né Guðmundur halda kosningavöku Hvorki Guðmundur Franklín Jónsson né Guðni Th. Jóhannesson, frambjóðendur í forsetakosningnum, munu halda opinberar kosningavökur að kvöldi kjördags, næstkomandi laugardagskvöld, líkt og venja er. 24. júní 2020 13:33 Rúmlega 39 þúsund búin að greiða atkvæði Rúmlega 39 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu vegna forsetakjörs. Einungis tveir dagar eru í kjördag og dagskrá frambjóðenda því þétt. 25. júní 2020 12:17 Eliza búin að kjósa Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun. 22. júní 2020 11:26 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Hvorki Guðni né Guðmundur halda kosningavöku Hvorki Guðmundur Franklín Jónsson né Guðni Th. Jóhannesson, frambjóðendur í forsetakosningnum, munu halda opinberar kosningavökur að kvöldi kjördags, næstkomandi laugardagskvöld, líkt og venja er. 24. júní 2020 13:33
Rúmlega 39 þúsund búin að greiða atkvæði Rúmlega 39 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu vegna forsetakjörs. Einungis tveir dagar eru í kjördag og dagskrá frambjóðenda því þétt. 25. júní 2020 12:17
Eliza búin að kjósa Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun. 22. júní 2020 11:26
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent