Uppsagnirnar áfall fyrir allt samfélagið fyrir norðan Sylvía Hall skrifar 25. júní 2020 16:11 Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir uppsagnir PCC-Bakka vegna framleiðslustöðvunar þungt högg fyrir samfélagið fyrir norðan. Hann segir ákvörðun félagsins um að stöðva framleiðsluna tímabundið hafa keðjuverkandi áhrif í atvinnulífinu. „Hugur manns er hjá starfsfólki og fjölskyldum þeirra sem sagt hefur verið upp á þessum vinnustað. Þetta er einn af okkar lykilvinnustöðum og lykilfyrirtæki í okkar atvinnulífi. Þetta eru auðvitað vonbrigði, að þessi staða sem er uppi í heiminum vegna Covid sé að hafa þessi þungu áhrif hér á okkar samfélag,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að framleiðslustöðvunin muni vara í einhverja mánuði en bindur vonir við það að markaðurinn nái sér á strik sem fyrst. Það sé mikilvægt að sem flestir geti fengið vinnu á ný, enda skipti PCC-Bakki miklu máli fyrir samfélagið. „Það eru væntanlega þarna 80 til 90 manns sem eru búin að missa vinnuna við þetta. Svo eru fjölmörg fyrirtæki hér á svæðinu sem hafa stólað á að þjónusta PCC og svo önnur eitthvað minna. Þetta hefur mikil áhrif á allt atvinnulífið á svæðinu og samfélagið í heild,“ segir Kristján Þór. „Það er mikilvægt að horfa til þess að þetta eru tímabundin áhrif og allir verða að leggjast á eitt með að komast í gegn. Á það einblínum við.“ Norðurþing Vinnumarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir uppsagnir PCC-Bakka vegna framleiðslustöðvunar þungt högg fyrir samfélagið fyrir norðan. Hann segir ákvörðun félagsins um að stöðva framleiðsluna tímabundið hafa keðjuverkandi áhrif í atvinnulífinu. „Hugur manns er hjá starfsfólki og fjölskyldum þeirra sem sagt hefur verið upp á þessum vinnustað. Þetta er einn af okkar lykilvinnustöðum og lykilfyrirtæki í okkar atvinnulífi. Þetta eru auðvitað vonbrigði, að þessi staða sem er uppi í heiminum vegna Covid sé að hafa þessi þungu áhrif hér á okkar samfélag,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að framleiðslustöðvunin muni vara í einhverja mánuði en bindur vonir við það að markaðurinn nái sér á strik sem fyrst. Það sé mikilvægt að sem flestir geti fengið vinnu á ný, enda skipti PCC-Bakki miklu máli fyrir samfélagið. „Það eru væntanlega þarna 80 til 90 manns sem eru búin að missa vinnuna við þetta. Svo eru fjölmörg fyrirtæki hér á svæðinu sem hafa stólað á að þjónusta PCC og svo önnur eitthvað minna. Þetta hefur mikil áhrif á allt atvinnulífið á svæðinu og samfélagið í heild,“ segir Kristján Þór. „Það er mikilvægt að horfa til þess að þetta eru tímabundin áhrif og allir verða að leggjast á eitt með að komast í gegn. Á það einblínum við.“
Norðurþing Vinnumarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira