Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Sylvía Hall skrifar 25. júní 2020 15:39 Fyrirtækið mun þurfa að segja starfsmönnum upp en stefnt er að því að endurráða þá þegar framleiðsla hefst á ný. Vísir/vilhelm Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. Faraldurinn er sagður hafa haft verulega neikvæð áhrif á verð og eftirspurn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PCC þar sem kemur jafnframt fram að þetta séu tímabundnar aðgerðir þar til markaðurinn nær sér aftur á strik. Starfsmannafundur stendur nú yfir en hann hófst klukkan 15. Slökkt verður á báðum ofnum verksmiðjunnar í lok júlí og hafa starfsmenn og trúnaðarmenn þeirra verið upplýstir um þessa stöðu. Ljóst er að uppsagnir verða vegna framleiðslustöðvunarinnar en félagið stefnir á að endurráða starfsfólkið þegar framleiðsla fer af stað á ný. Félagið er sagt hafa leitað allra leiða til þess að halda framleiðslunni gangandi undanfarið en of mikil óvissa sé í heimshagkerfinu til þess að halda áfram. Því þurfi að grípa til þessara úrræða. „Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og hefðum við fundið raunhæfa leið til að forðast uppsagnir hefðum við farið hana. Ég er hins vegar viss um að heimsmarkaðurinn muni taka við sér að nýju. Þegar það gerist munum við setja uppgerða verksmiðjuna aftur í gang og ráða aftur eins mikið af fólkinu okkar og við getum,“ er haft eftir Rúnari Sigurpálssyni í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni segir að þessi tími verði nýttur í viðhald og endurbætur á hreinsivirki verksmiðjunnar og er stefnt að því að ljúka viðhalds- og endurbótavinnu í ágústlok. Hluti þaksins verður fjarlægður og nýjum tækjabúnaði komið fyrir. Norðurþing Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. Faraldurinn er sagður hafa haft verulega neikvæð áhrif á verð og eftirspurn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PCC þar sem kemur jafnframt fram að þetta séu tímabundnar aðgerðir þar til markaðurinn nær sér aftur á strik. Starfsmannafundur stendur nú yfir en hann hófst klukkan 15. Slökkt verður á báðum ofnum verksmiðjunnar í lok júlí og hafa starfsmenn og trúnaðarmenn þeirra verið upplýstir um þessa stöðu. Ljóst er að uppsagnir verða vegna framleiðslustöðvunarinnar en félagið stefnir á að endurráða starfsfólkið þegar framleiðsla fer af stað á ný. Félagið er sagt hafa leitað allra leiða til þess að halda framleiðslunni gangandi undanfarið en of mikil óvissa sé í heimshagkerfinu til þess að halda áfram. Því þurfi að grípa til þessara úrræða. „Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og hefðum við fundið raunhæfa leið til að forðast uppsagnir hefðum við farið hana. Ég er hins vegar viss um að heimsmarkaðurinn muni taka við sér að nýju. Þegar það gerist munum við setja uppgerða verksmiðjuna aftur í gang og ráða aftur eins mikið af fólkinu okkar og við getum,“ er haft eftir Rúnari Sigurpálssyni í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni segir að þessi tími verði nýttur í viðhald og endurbætur á hreinsivirki verksmiðjunnar og er stefnt að því að ljúka viðhalds- og endurbótavinnu í ágústlok. Hluti þaksins verður fjarlægður og nýjum tækjabúnaði komið fyrir.
Norðurþing Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira