„Verulegur skortur“ á formfestu og utanumhaldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 13:47 Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma. Vísir/vilhelm Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan Upphafs fasteignafélags, sem er að fullu í eigu fjárfestingasjóðsins Gamma: Novus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og félagsins. Þá hafa stjórnendur Gamma tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því í mars síðastliðnum að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að stjórnendur GAMMA hafi í dag haldið fund með eigendum hlutdeildarskírteina í Gamma: Novus, þar sem kynnt var úttekt sérfræðinga Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og Upphafs fasteignafélags á árunum 2013-2019. „Tilefni úttektarinnar var að síðastliðið haust kom í ljós, við skoðun nýs teymis hjá GAMMA, að virði GAMMA: Novus var verulega ofmetið,“ segir í tilkynningu. Þetta var einnig umfjöllunarefni í umræddum Kveiksþætti, þar sem fram kom að virði sjóðsins hefði rýrnað óhemjulega síðan í upphafi árs 2018. Niðurstöður Grant Thornton um starfsemi Upphafs fasteignafélags eru að „verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan félagsins,“ segir í tilkynningu. „Þetta birtist m.a. í því að oftar en ekki var það einn einstaklingur sem sat við stjórnvölinn og stýrði framkvæmd félagsins, án virkar aðkomu eða eftirlits frá stjórn og/eða öðrum aðilum. Þá lágu í sumum tilfellum ekki til grundvallar verkum skriflegir samningar og ákvarðanir og rökstuðningur fyrir þeim voru ekki skjalfestar.“ Virði eigna sjóðsins var jafnframt metið með mismunandi hætti milli ára og óljóst hvernig forsendur að baki verðmati voru fundnar í sumum tilfellum, að því er segir í tilkynningu. „Eftirstöðvar verka í eigu sjóðsins voru verulega vanmetnar, sem var leiðrétt haustið 2019 líkt og greint var í tilkynningu frá félaginu á þeim tíma. Þessi staða hefur leitt til algerrar endurskipulagningar á umgjörð félagsins.“ Þá segjast stjórnendur Gamma jafnframt hafa tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra til héraðssaksóknara, á grundvelli upplýsinga sem fram komu við rannsókn Grant Thornton. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir í samtali við Vísi að umræddar greiðslur hafi verið tilkynntar til saksóknara í framhaldi af Kveiksþættinum í mars. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki tjáð sig frekar um greiðslurnar, hvorki um fjölda þeirra né fk+arhæðir. Fréttastofa hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá héraðssaksóknara. GAMMA Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan Upphafs fasteignafélags, sem er að fullu í eigu fjárfestingasjóðsins Gamma: Novus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og félagsins. Þá hafa stjórnendur Gamma tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því í mars síðastliðnum að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að stjórnendur GAMMA hafi í dag haldið fund með eigendum hlutdeildarskírteina í Gamma: Novus, þar sem kynnt var úttekt sérfræðinga Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og Upphafs fasteignafélags á árunum 2013-2019. „Tilefni úttektarinnar var að síðastliðið haust kom í ljós, við skoðun nýs teymis hjá GAMMA, að virði GAMMA: Novus var verulega ofmetið,“ segir í tilkynningu. Þetta var einnig umfjöllunarefni í umræddum Kveiksþætti, þar sem fram kom að virði sjóðsins hefði rýrnað óhemjulega síðan í upphafi árs 2018. Niðurstöður Grant Thornton um starfsemi Upphafs fasteignafélags eru að „verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan félagsins,“ segir í tilkynningu. „Þetta birtist m.a. í því að oftar en ekki var það einn einstaklingur sem sat við stjórnvölinn og stýrði framkvæmd félagsins, án virkar aðkomu eða eftirlits frá stjórn og/eða öðrum aðilum. Þá lágu í sumum tilfellum ekki til grundvallar verkum skriflegir samningar og ákvarðanir og rökstuðningur fyrir þeim voru ekki skjalfestar.“ Virði eigna sjóðsins var jafnframt metið með mismunandi hætti milli ára og óljóst hvernig forsendur að baki verðmati voru fundnar í sumum tilfellum, að því er segir í tilkynningu. „Eftirstöðvar verka í eigu sjóðsins voru verulega vanmetnar, sem var leiðrétt haustið 2019 líkt og greint var í tilkynningu frá félaginu á þeim tíma. Þessi staða hefur leitt til algerrar endurskipulagningar á umgjörð félagsins.“ Þá segjast stjórnendur Gamma jafnframt hafa tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra til héraðssaksóknara, á grundvelli upplýsinga sem fram komu við rannsókn Grant Thornton. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir í samtali við Vísi að umræddar greiðslur hafi verið tilkynntar til saksóknara í framhaldi af Kveiksþættinum í mars. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki tjáð sig frekar um greiðslurnar, hvorki um fjölda þeirra né fk+arhæðir. Fréttastofa hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá héraðssaksóknara.
GAMMA Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira