Fylkir vann 8-0 stórsigur á 4. deildarliði ÍH í gær og nafnarnir Arnór Borg Guðjohnsen, Arnór Gauti Ragnarsson og Arnór Gauti Jónsson fóru mikinn í liði Fylkis.
Fylkismenn náðu ekki að opna ÍH mikið til að byrja með en mark úr aukaspyrnu frá Arnóri Borg Guðjohnsen á 26. mínútu opnaði allar flóðgáttir.
Það endaði með því að Arnór Borg og Arnór Gautarnir tveir skoruðu sex af átta mörkum Fylkis í leiknum í gær. Guðjohnsen gerði þrjú, Ragnarsson tvö og Jónsson eitt.
Fylkir eru þar af leiðandi komnir í 16-liða úrslitin en dregið verður í 16-liða úrslitin annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Sex marka syrpu Arnórs sinnum þrír má sjá í spilaranum hér að neðan sem og hin mörkin tvö.