Kynntu 15 nýjar aðgerðir og 35 prósenta losunarsamdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 15:27 Fjórtán af fimmtán nýjum aðgerðum má sjá hér á glærunni. Undir handlegg Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra vantar fimmtánda markmiðið; Kortlagning á ástandi lands. Vísir/Vilhelm Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Með aðgerðunum er gert ráð fyrir að Ísland nái 35 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, sem er talsvert meiri samdráttur en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 2018. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Ráðherrarnir samankomnir á fundinum.vísir/vilhelm „Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt og gott betur, eða 35%. Til viðbótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11%, eða samtals 40-46% samdrætti,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í uppfærðri aðgerðaáætlun er aðgerðunum skipt í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands. Þeir eru: Bein ábyrgð Íslands (ESR) (flokkar A-G): 40 aðgerðir Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) (flokkur H): 3 aðgerðir Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) (flokkur I): 5 aðgerðir Skiptingu á árlegri losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu eftir flokkum samkvæmt aðgerðaáætluninni má svo sjá á myndinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem fær aukið vægi í áætluninni nú eru breyttar ferðavenjur, til að mynda almenningssamgöngur og rafknúin ökutæki, og úrgangsmál og sóun. Þá voru kynntar aðgerðir til að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði. 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. „Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hægt verður að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefsvæðinu co2.is. Fundinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrir neðan má skoða glærukynningu frá fundinum. Tengd skjöl adgerdaraaetlun_i_loftslagsmalum_2020PDF3.3MBSækja skjal Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Með aðgerðunum er gert ráð fyrir að Ísland nái 35 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, sem er talsvert meiri samdráttur en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 2018. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Ráðherrarnir samankomnir á fundinum.vísir/vilhelm „Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt og gott betur, eða 35%. Til viðbótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11%, eða samtals 40-46% samdrætti,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í uppfærðri aðgerðaáætlun er aðgerðunum skipt í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands. Þeir eru: Bein ábyrgð Íslands (ESR) (flokkar A-G): 40 aðgerðir Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) (flokkur H): 3 aðgerðir Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) (flokkur I): 5 aðgerðir Skiptingu á árlegri losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu eftir flokkum samkvæmt aðgerðaáætluninni má svo sjá á myndinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem fær aukið vægi í áætluninni nú eru breyttar ferðavenjur, til að mynda almenningssamgöngur og rafknúin ökutæki, og úrgangsmál og sóun. Þá voru kynntar aðgerðir til að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði. 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. „Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hægt verður að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefsvæðinu co2.is. Fundinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrir neðan má skoða glærukynningu frá fundinum. Tengd skjöl adgerdaraaetlun_i_loftslagsmalum_2020PDF3.3MBSækja skjal
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira