Flott veiði í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2020 08:06 Fallegar bleikjur úr Hraunsfirði Mynd: Tommi Skúla Hraunsfjörður er eitt vinsælasta veiðisvæðið í Veiðikortinu og það ekki að ástæðulausu því veiðin getur verið mjög fín í vatninu. Yfirleitt er besti tíminn í vatninu frá byrjun júlí og fram eftir sumri en þegar skilyrðin verða rétt getur veislan byrjað fyrr. Það var staðan um helgina. Það var feyknagóð veiði í vatninu meira og minna alla helgina og margir veiðimenn sem gerðu mjög góða daga, sumir með hátt í tuttugu sjóbleikjur á dag. Bleikjan er mjög vel haldin og meðalstærð í kringum tvö pund sem er eins og flestir segja langbesti matfiskur sem hægt er að veiða á Íslandi. Þær flugur sem voru að gefa best eru þær sem líkja eftir marfló og eru að einhverju leiti grænleitar. Síðan veiddist vel á Langskegg og við vitum alla vega um einn veiðimann sem var með hátt í fjörtíu bleikjur eftir veiði á laugardag og sunnudag og hann veiddi allar bleikjurnar nema eina á langskegg. Stangveiði Mest lesið 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði
Hraunsfjörður er eitt vinsælasta veiðisvæðið í Veiðikortinu og það ekki að ástæðulausu því veiðin getur verið mjög fín í vatninu. Yfirleitt er besti tíminn í vatninu frá byrjun júlí og fram eftir sumri en þegar skilyrðin verða rétt getur veislan byrjað fyrr. Það var staðan um helgina. Það var feyknagóð veiði í vatninu meira og minna alla helgina og margir veiðimenn sem gerðu mjög góða daga, sumir með hátt í tuttugu sjóbleikjur á dag. Bleikjan er mjög vel haldin og meðalstærð í kringum tvö pund sem er eins og flestir segja langbesti matfiskur sem hægt er að veiða á Íslandi. Þær flugur sem voru að gefa best eru þær sem líkja eftir marfló og eru að einhverju leiti grænleitar. Síðan veiddist vel á Langskegg og við vitum alla vega um einn veiðimann sem var með hátt í fjörtíu bleikjur eftir veiði á laugardag og sunnudag og hann veiddi allar bleikjurnar nema eina á langskegg.
Stangveiði Mest lesið 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði