Rígmontinn af humarlistaverki við Hafið bláa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júní 2020 19:15 Hjónin Hannes og Þórhildur á Hrauni í Ölfusi og eigendur af veitingastaðnum Hafinu Bláa í Ölfusi við humarlistaverkið á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem eiga leið um Ölfusið fram hjá Hafinu bláa ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir sjá risa humar á þurru landi einn og yfirgefinn. Ástæðan er sú að hér er um sex metra mannhæðarháan humar að ræða, sem er listaverk eftir skipstjóra úr Þorlákshöfn og tileinkað hetjum hafsins. Listaverkið sem heitir „Humar við hafið“ var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á 17. júní að viðstöddu fjölmenni. Verkið er allt hið glæsilegasta en hugmyndin að því áttu hjónin á Hrauni í Ölfusi, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson, eigendur Hafsins bláa. Listamaðurinn er sjómaður í Þorlákshöfn en verkið heitir „Humar við hafið“. „Verkið er mótað úr hvítu einangrunarplasti og svo járngrind inn í og svo er þetta trefjaplast og svo málaði ég humarinn. Það tók mig fjóra mánuði að vinna verkið en það var skemmtilegt og krefjandi,“ segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri í Þorlákshöfn og listamaður verksins. Humarinn er sex metrar og mannhæðarhár. Verkið heitir „Humar við hafið“ og var unnið af listamanninum og skipstjóranum Kjartani B. Sigurðssyni í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Humarinn er tileinkaður íslenska sjómanninum, en af hverju er það? „Okkur finnst það bara eðlilegt, við erum hér við Hafið bláa, veitingastað, sem stendur hér á fjörukambinum við Skötubótina og Selvogsbankann framundan og mikil humarmið voru hér á árum áður og hér er örstutt til Eyrarbakka. Þar var reyndar fyrsta humarútgerð á Íslandi, sem að heitið gat 1954,“ segir Hannes. Hannes segist vera mjög stoltur af nýja listaverkinu. „Já, ég er alveg rígmontinn, þetta er glæsilegt og handverkið ber listamanninum vott um snilli. Ég er alveg viss um að margir munu láta mynda sig við verkið í sumar enda er það afbragðs mótíf,“ bætir Hannes við. Ölfus Styttur og útilistaverk Handverk Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Þeir sem eiga leið um Ölfusið fram hjá Hafinu bláa ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir sjá risa humar á þurru landi einn og yfirgefinn. Ástæðan er sú að hér er um sex metra mannhæðarháan humar að ræða, sem er listaverk eftir skipstjóra úr Þorlákshöfn og tileinkað hetjum hafsins. Listaverkið sem heitir „Humar við hafið“ var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á 17. júní að viðstöddu fjölmenni. Verkið er allt hið glæsilegasta en hugmyndin að því áttu hjónin á Hrauni í Ölfusi, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson, eigendur Hafsins bláa. Listamaðurinn er sjómaður í Þorlákshöfn en verkið heitir „Humar við hafið“. „Verkið er mótað úr hvítu einangrunarplasti og svo járngrind inn í og svo er þetta trefjaplast og svo málaði ég humarinn. Það tók mig fjóra mánuði að vinna verkið en það var skemmtilegt og krefjandi,“ segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri í Þorlákshöfn og listamaður verksins. Humarinn er sex metrar og mannhæðarhár. Verkið heitir „Humar við hafið“ og var unnið af listamanninum og skipstjóranum Kjartani B. Sigurðssyni í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Humarinn er tileinkaður íslenska sjómanninum, en af hverju er það? „Okkur finnst það bara eðlilegt, við erum hér við Hafið bláa, veitingastað, sem stendur hér á fjörukambinum við Skötubótina og Selvogsbankann framundan og mikil humarmið voru hér á árum áður og hér er örstutt til Eyrarbakka. Þar var reyndar fyrsta humarútgerð á Íslandi, sem að heitið gat 1954,“ segir Hannes. Hannes segist vera mjög stoltur af nýja listaverkinu. „Já, ég er alveg rígmontinn, þetta er glæsilegt og handverkið ber listamanninum vott um snilli. Ég er alveg viss um að margir munu láta mynda sig við verkið í sumar enda er það afbragðs mótíf,“ bætir Hannes við.
Ölfus Styttur og útilistaverk Handverk Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira