Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2020 18:45 Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar, þrátt fyrir að vísindafólk haldi öðru fram. Í lok aprílmánaðar úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun svokölluðum tíðniheimildum svo að veita megi 5G-þjónustu á Íslandi. Úthlutunin var til þriggja fjarskiptafyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet; Símans, Nova og Sýnar. Hópur Íslendinga hefur kært þessa úthlutun og er aðalkrafa hans að úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála felli hana úr gildi. Til vara er þess krafist að úthlutuninni verði frestað meðan kannað er hvort hún þurfi að sæta umhverfismati þar sem hópurinn telur „þráðlausa tækni fjalla um umhverfismál vegna þeirrar víðtæku líffræðilegu áhrifa sem sem þessi geislun hefur á umhverfi og líf fólks.“ Finnur fyrir óþægindum vegna geislunar Andrína Guðrún Jónsdóttir er ein kærenda og segir hópinn hafa ráðist í kæruferlið til að spyrna við fótum. „Við erum meðvituð um að þetta er mengun, skaðar heilsu fólks og það hefur ekki verið tekið tillit til heilsufarslegra þátta. Okkur þykir mikilvægt að þetta fari í eðlilegt ferli,“ segir Andrína. Í því samhengi megi nefna að hópnum þykir gagnrýnivert að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að úthlutun tíðniheimildanna, engin umræða hafi átt sér stað um þessa þróun hérlendis auk þess að úthlutunin sætti ekki umhverfismati sem fyrr segir. Andrína segist hafa fundið fyrir óþægindum vegna rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ segir Andrína. „Ég lenti í miklum hremmingum með heilsu mína og hef lært að það skiptir máli að ég sé þar sem er lítil rafmengun.“ Vísindamenn áhyggjulausir Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa reynt að slá á áhyggjur af áhrifum 5G á heilsu fólks. Lektor í geislafræði við Háskóla Íslands segir þannig að nær enginn munur sé á líffræðilegum áhrifum 5G og eldri tækni og Alþjóðaheilbirgðisstofnunin býst ekki við að 5G ógni lýðheilsu. Geislavarnir Ríkisins segja að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnarráðsins, sem gilda hér á landi. Evrópusambandið tekur í sama streng, eins og reifað er í kynningarmyndbandi ESB hér að neðan: Hvers vegna efast hópurinn um þessar niðurstöður? „Í fyrsta lagi finnum við það á eigin skinni. Við höfum fundið það á eigin heilsu að það skiptir máli að við séum ekki í mikilli geislun,“ segir Andrína. „Svo höfum við líka kynnt okkur alls konar rannsóknarniðurstöður sem að benda til annars. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til þess líka að vísindamenn eru ekki sammála.“ Andrína telur því mikilvægt að tekin verði umræða um „alla þætti þessa máls,“ áður en frekari þróun verður í þessa átt. „Því að þetta snertir alla, ekki bara mig.“ Sýn rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Fjarskipti Tækni Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar, þrátt fyrir að vísindafólk haldi öðru fram. Í lok aprílmánaðar úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun svokölluðum tíðniheimildum svo að veita megi 5G-þjónustu á Íslandi. Úthlutunin var til þriggja fjarskiptafyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet; Símans, Nova og Sýnar. Hópur Íslendinga hefur kært þessa úthlutun og er aðalkrafa hans að úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála felli hana úr gildi. Til vara er þess krafist að úthlutuninni verði frestað meðan kannað er hvort hún þurfi að sæta umhverfismati þar sem hópurinn telur „þráðlausa tækni fjalla um umhverfismál vegna þeirrar víðtæku líffræðilegu áhrifa sem sem þessi geislun hefur á umhverfi og líf fólks.“ Finnur fyrir óþægindum vegna geislunar Andrína Guðrún Jónsdóttir er ein kærenda og segir hópinn hafa ráðist í kæruferlið til að spyrna við fótum. „Við erum meðvituð um að þetta er mengun, skaðar heilsu fólks og það hefur ekki verið tekið tillit til heilsufarslegra þátta. Okkur þykir mikilvægt að þetta fari í eðlilegt ferli,“ segir Andrína. Í því samhengi megi nefna að hópnum þykir gagnrýnivert að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að úthlutun tíðniheimildanna, engin umræða hafi átt sér stað um þessa þróun hérlendis auk þess að úthlutunin sætti ekki umhverfismati sem fyrr segir. Andrína segist hafa fundið fyrir óþægindum vegna rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ segir Andrína. „Ég lenti í miklum hremmingum með heilsu mína og hef lært að það skiptir máli að ég sé þar sem er lítil rafmengun.“ Vísindamenn áhyggjulausir Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa reynt að slá á áhyggjur af áhrifum 5G á heilsu fólks. Lektor í geislafræði við Háskóla Íslands segir þannig að nær enginn munur sé á líffræðilegum áhrifum 5G og eldri tækni og Alþjóðaheilbirgðisstofnunin býst ekki við að 5G ógni lýðheilsu. Geislavarnir Ríkisins segja að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnarráðsins, sem gilda hér á landi. Evrópusambandið tekur í sama streng, eins og reifað er í kynningarmyndbandi ESB hér að neðan: Hvers vegna efast hópurinn um þessar niðurstöður? „Í fyrsta lagi finnum við það á eigin skinni. Við höfum fundið það á eigin heilsu að það skiptir máli að við séum ekki í mikilli geislun,“ segir Andrína. „Svo höfum við líka kynnt okkur alls konar rannsóknarniðurstöður sem að benda til annars. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til þess líka að vísindamenn eru ekki sammála.“ Andrína telur því mikilvægt að tekin verði umræða um „alla þætti þessa máls,“ áður en frekari þróun verður í þessa átt. „Því að þetta snertir alla, ekki bara mig.“ Sýn rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar
Fjarskipti Tækni Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira