Ólafía og Axel Íslandsmeistarar í holukeppni Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 16:19 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson sköruðu fram úr á Jaðarsvelli á Akureyri. myndir/seth@golf.is Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttur urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Axel vann mótið í annað sinn þegar hann hafði betur gegn Hákoni Erni Magnússyni í spennandi úrslitaleik á Jaðarsvelli á Akureyri, en Ólafía hefur nú unnið mótið í þrígang. Axel vann leikinn við Hákon 1/0 eftir sveiflukennda viðureign. Axel vann fyrstu tvær holurnar en Hákon náði svo forystunni. Axel vann 15. og 16. holu og jafnaði metin, og komst svo yfir með því að vinna 17. holu. Axel hafði slegið Ólaf Björn Loftsson út í undanúrslitum, 2/1, og hann vann Andra Þór Björnsson með sama hætti í átta manna úrslitum. Í riðlakeppninni vann Axel alla þrjá leiki sína af öryggi. Guðmundur Ágúst varð í 3. sæti karla en hann vann Ólaf Björn Loftsson 4/3. Ólafía Þórunn komst í úrslitaleikinn af miklu öryggi og sýndi sama öryggi þegar hún vann þar Evu Karen Björnsdóttur, 4/3. Ólafía hafði áður unnið Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur 5/3 í undanúrslitum og 5/4 sigur gegn Sögu Traustadóttur í átta manna úrslitum. Hún vann sömuleiðis örugga sigra í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Ólafía Þórunn er Íslandsmeistari kvenna 2020 eftir 4/3 sigur gegn Evu! Hún spilaði frábært golf frá fyrsta leik og fór aldrei lengra en á 15. holu í öllu mótinu, yfirburðir. Til hamingju Ólafía #holukeppni20 pic.twitter.com/mLCsmeEn1p— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 Ólafía vann mótið einnig árin 2011 og 2013 en aðeins Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir hafa unnið mótið þrisvar eða oftar. Ragnhildur Kristinsdóttir vann 5/4 sigur á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í leiknum um 3. sæti í dag. Golf Tengdar fréttir Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00 Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttur urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Axel vann mótið í annað sinn þegar hann hafði betur gegn Hákoni Erni Magnússyni í spennandi úrslitaleik á Jaðarsvelli á Akureyri, en Ólafía hefur nú unnið mótið í þrígang. Axel vann leikinn við Hákon 1/0 eftir sveiflukennda viðureign. Axel vann fyrstu tvær holurnar en Hákon náði svo forystunni. Axel vann 15. og 16. holu og jafnaði metin, og komst svo yfir með því að vinna 17. holu. Axel hafði slegið Ólaf Björn Loftsson út í undanúrslitum, 2/1, og hann vann Andra Þór Björnsson með sama hætti í átta manna úrslitum. Í riðlakeppninni vann Axel alla þrjá leiki sína af öryggi. Guðmundur Ágúst varð í 3. sæti karla en hann vann Ólaf Björn Loftsson 4/3. Ólafía Þórunn komst í úrslitaleikinn af miklu öryggi og sýndi sama öryggi þegar hún vann þar Evu Karen Björnsdóttur, 4/3. Ólafía hafði áður unnið Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur 5/3 í undanúrslitum og 5/4 sigur gegn Sögu Traustadóttur í átta manna úrslitum. Hún vann sömuleiðis örugga sigra í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Ólafía Þórunn er Íslandsmeistari kvenna 2020 eftir 4/3 sigur gegn Evu! Hún spilaði frábært golf frá fyrsta leik og fór aldrei lengra en á 15. holu í öllu mótinu, yfirburðir. Til hamingju Ólafía #holukeppni20 pic.twitter.com/mLCsmeEn1p— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 Ólafía vann mótið einnig árin 2011 og 2013 en aðeins Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir hafa unnið mótið þrisvar eða oftar. Ragnhildur Kristinsdóttir vann 5/4 sigur á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í leiknum um 3. sæti í dag.
Golf Tengdar fréttir Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00 Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00
Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11