Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 11:00 Kolbeinn Sigþórsson skoraði þrjú mörk fyrir íslenska landsliðið í fyrrahaust. VÍSIR/GETTY AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. Kolbeinn hefur komið inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en hann glímdi mikið við meiðsli í vetur. Hann lék tuttugu mínútur í 2-0 útisigri gegn Örebro í fyrsta leik og kom svo inn á í upphafi seinni hálfleiks gegn Norrköping, þegar AIK var þegar lent 4-0 undir, en Norrköping vann leikinn 4-1. Rikard Norling, þjálfari AIK, segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliði AIK frá tapinu gegn Norrköping. Á vef Fotbollskanalen er hann spurður hvort að Kolbeinn geti byrjað leikinn, miðað við líkamlegt ástand stjörnuframherjans: „Nei, ekki eins og útlitið er núna,“ sagði Norling. Kolbeinn var í byrjunarliði AIK í 12 deildarleikjum á síðustu leiktíð en það var fyrsta alvöru tímabil hans frá árinu 2016, en meiðsli og deilur við forseta franska félagsins Nantes ollu því að hann spilaði sáralítinn fótbolta í hálft þriðja ár. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra, og þrjú mörk í síðustu sex leikjum Íslands í undankeppni EM en þar með jafnaði hann markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Þeir hafa hvor um sig skorað 26 mörk fyrir Ísland. Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn setur markið hærra | EM draumur allra Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. 15. febrúar 2020 11:26 Tvær síðustu landsliðsferðir afdrifaríkar fyrir Kolbein Sigþórsson Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. 20. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. Kolbeinn hefur komið inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en hann glímdi mikið við meiðsli í vetur. Hann lék tuttugu mínútur í 2-0 útisigri gegn Örebro í fyrsta leik og kom svo inn á í upphafi seinni hálfleiks gegn Norrköping, þegar AIK var þegar lent 4-0 undir, en Norrköping vann leikinn 4-1. Rikard Norling, þjálfari AIK, segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliði AIK frá tapinu gegn Norrköping. Á vef Fotbollskanalen er hann spurður hvort að Kolbeinn geti byrjað leikinn, miðað við líkamlegt ástand stjörnuframherjans: „Nei, ekki eins og útlitið er núna,“ sagði Norling. Kolbeinn var í byrjunarliði AIK í 12 deildarleikjum á síðustu leiktíð en það var fyrsta alvöru tímabil hans frá árinu 2016, en meiðsli og deilur við forseta franska félagsins Nantes ollu því að hann spilaði sáralítinn fótbolta í hálft þriðja ár. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra, og þrjú mörk í síðustu sex leikjum Íslands í undankeppni EM en þar með jafnaði hann markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Þeir hafa hvor um sig skorað 26 mörk fyrir Ísland.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn setur markið hærra | EM draumur allra Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. 15. febrúar 2020 11:26 Tvær síðustu landsliðsferðir afdrifaríkar fyrir Kolbein Sigþórsson Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. 20. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
Kolbeinn setur markið hærra | EM draumur allra Kolbeinn Sigþórsson segist horfa jákvæðum augum á síðasta ár og er staðráðinn í að skora fleiri mörk á komandi leiktíð fyrir AIK í Svíþjóð. 15. febrúar 2020 11:26
Tvær síðustu landsliðsferðir afdrifaríkar fyrir Kolbein Sigþórsson Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. 20. febrúar 2020 12:15