Segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum: „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 17:45 Erla hefur búið á Siglufirði í rúm fimmtíu ár og hefur upplifað marga jarðskjálfta á þeim tíma. Vísir/Egill Erla Guðný Svanbergsdóttir, íbúi á Siglufirði, segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum, sem var af stærðinni 5,6 og reið yfir stuttu eftir klukkan 15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um 20 km norðvestur af Siglufirði á kílómetra dýpi. „Ég sat bara svona á eldhússtól en ég tek alltaf mest eftir hávaða sem fylgir svona. Það var mikill hávaði. Svo er ég með litla sonardóttur mína hérna hjá mér í heimsókn og hún var hérna úti á stórum sólpalli hjá mér og var að dansa og skemmta sér þar. Hún stoppar allt í einu og segir að pallurinn titri. Hún hefur aldrei upplifað þetta, hún er af suðurlandinu,“ segir Erla. „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka,“ segir Erla. „Ég flýtti mér svo mikið út að ég fann ekkert rosalega mikið fyrir sjálfri hreyfingunni. Ég sá samt að nágrannar mínir hlupu út á götu og svona.“ Erla býr við hliðina á íbúðablokk eldri borgara og hún segir íbúana þar hafa fundið greinilega fyrir skjálftanum. Þau sitji nú úti og sóli sig. Erla segist ekki geta sagt að hún hafi fundið fyrir eftirskjálftunum eða skjálftunum sem riðu yfir í nótt en sá stærsti þeirra mældist 3,6 að stærð og fundu einhverjir íbúar á Akureyri fyrir honum. „En þetta var svolítið högg, ég viðurkenni það,“ segir Erla. Hún segist þó hafa upplifað enn stærri skjálfta á svæðinu árið 1963 og hafi skjálftinn í dag ekki verið neitt í líkingu við hann. Sá skjálfti var segir hún um 7 að stærð. „Mér finnst [þessi] ekki vera neitt á við það. Það var rosalegt.“ Erla hefur búið á Siglufirði í yfir fimmtíu ár en er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún segir ekkert hafa fallið niður úr hillum hjá sér í dag. Kunningjar hennar hafi þó orðið varir við það að myndir hafi hreyfst á veggjum. „Ég hef gengið hér um húsið og það eru engar myndir og enginn hlutur sem hefur færst úr stað.“ „Manni er verst við þetta högg og hávaðann. Það er leiðinlegt,“ segir Erla. „Það koma rosa drunur og undirgangur og þetta svona hvín í fjöllunum. Maður heldur að þetta sé eins og stór vindhviða.“„Ég gæti trúað meira að segja að ég hefði vaknað við svona hefði ég verið sofandi. Ég gæti trúað því,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftunum sem mældust á svæðinu í gærkvöldi á áttunda tímanum en sá stærsti mældist 3,8. „Mér var hugsað til þess þegar ég heyrði einhvern tíma snemma í vor að einhverjir hefðu fundið einhvern smáskjálfta á Húsavík, þá hugsaði ég með mér: jæja, þetta fer að byrja núna á Tjörnesbeltinu, þá færist það hingað kannski. Svona hugsar maður hérna.“ Óvissustigi almannavarna var lýst yfir nú á fimmta tímanum vegna jarðskjálftanna. Fólk er hvatt til að grípa til varúðarráðstafana til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58 Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07 Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Erla Guðný Svanbergsdóttir, íbúi á Siglufirði, segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum, sem var af stærðinni 5,6 og reið yfir stuttu eftir klukkan 15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um 20 km norðvestur af Siglufirði á kílómetra dýpi. „Ég sat bara svona á eldhússtól en ég tek alltaf mest eftir hávaða sem fylgir svona. Það var mikill hávaði. Svo er ég með litla sonardóttur mína hérna hjá mér í heimsókn og hún var hérna úti á stórum sólpalli hjá mér og var að dansa og skemmta sér þar. Hún stoppar allt í einu og segir að pallurinn titri. Hún hefur aldrei upplifað þetta, hún er af suðurlandinu,“ segir Erla. „Svo horfir hún á rúðurnar á húsinu og segir að þær titri líka,“ segir Erla. „Ég flýtti mér svo mikið út að ég fann ekkert rosalega mikið fyrir sjálfri hreyfingunni. Ég sá samt að nágrannar mínir hlupu út á götu og svona.“ Erla býr við hliðina á íbúðablokk eldri borgara og hún segir íbúana þar hafa fundið greinilega fyrir skjálftanum. Þau sitji nú úti og sóli sig. Erla segist ekki geta sagt að hún hafi fundið fyrir eftirskjálftunum eða skjálftunum sem riðu yfir í nótt en sá stærsti þeirra mældist 3,6 að stærð og fundu einhverjir íbúar á Akureyri fyrir honum. „En þetta var svolítið högg, ég viðurkenni það,“ segir Erla. Hún segist þó hafa upplifað enn stærri skjálfta á svæðinu árið 1963 og hafi skjálftinn í dag ekki verið neitt í líkingu við hann. Sá skjálfti var segir hún um 7 að stærð. „Mér finnst [þessi] ekki vera neitt á við það. Það var rosalegt.“ Erla hefur búið á Siglufirði í yfir fimmtíu ár en er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún segir ekkert hafa fallið niður úr hillum hjá sér í dag. Kunningjar hennar hafi þó orðið varir við það að myndir hafi hreyfst á veggjum. „Ég hef gengið hér um húsið og það eru engar myndir og enginn hlutur sem hefur færst úr stað.“ „Manni er verst við þetta högg og hávaðann. Það er leiðinlegt,“ segir Erla. „Það koma rosa drunur og undirgangur og þetta svona hvín í fjöllunum. Maður heldur að þetta sé eins og stór vindhviða.“„Ég gæti trúað meira að segja að ég hefði vaknað við svona hefði ég verið sofandi. Ég gæti trúað því,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftunum sem mældust á svæðinu í gærkvöldi á áttunda tímanum en sá stærsti mældist 3,8. „Mér var hugsað til þess þegar ég heyrði einhvern tíma snemma í vor að einhverjir hefðu fundið einhvern smáskjálfta á Húsavík, þá hugsaði ég með mér: jæja, þetta fer að byrja núna á Tjörnesbeltinu, þá færist það hingað kannski. Svona hugsar maður hérna.“ Óvissustigi almannavarna var lýst yfir nú á fimmta tímanum vegna jarðskjálftanna. Fólk er hvatt til að grípa til varúðarráðstafana til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58 Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07 Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Jarðskjálftahrina norðaustur af Siglufirði Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. 20. júní 2020 07:58
Um 160 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu frá hádegi Fjórir stórir skjálftar urðu á milli klukkan sjö og átta í kvöld. Sá stærsti fannst á Siglufirði. 19. júní 2020 21:07
Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá. 19. júní 2020 15:14
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent