Rúmlega 20.000 hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 12:30 Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á þremur stöðum – á 1. og 2. hæð í Smáralind í Kópavogi og undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Vísir/Jóhann k. Forsetakosningar fara fram eftir viku. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar þegar þessi frétt er skrifuð. Fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri enn sem komið er, er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið árið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá daga fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði.Vísir/Sigurjón Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir ýmsa þætti valda því að margir kjósi nú utan kjörfundar. „Faraldur kórónuveirunnar hefur sjálfsagt eitthvað um þetta að segja. Einnig virðist vera að landinn ætli að vera úti á landi um kosningahelgina,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning utan kjörfunar atkvæðagreiðslu hafi eflaust áhrif, en hún fer meðal annars fram í Smáralind líkt og áður hefur komið fram. „Það er staður sem margir koma á og það virðist vera að fólki líti svo á að auðvelt sé að koma við og ljúka þessu af,“ sagði Bergþóra. Fram að föstudeginum 26. júní er hægt að kjósa utan kjörfundar frá klukkan tíu til 22. „Á laugardeginum þann 27. júní geta þeir sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins komið og kosið í Smáralind á fyrstu hæð frá klukkan 10-17,“ sagði Bergþóra. Sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Hún brýnir þó fyrir þeim sem búa í Norðaustur kjördæmi og ætla að kjósa utan kjörfundar að koma fyrir klukkan hálf þrjú á kjördag þar sem síðasta flug norður er um klukkan 17. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið styðja alls um 92 prósent Guðna Th. Jóhannesson en um átta prósent Guðmund Franklín Jónsson. Í könnuninni var einnig spurt hversu ólíklegt eða líklegt fólk væri til að kjósa. 92 prósent svarenda telja líklegt að öruggt að þeir kjósi. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 18. júní. Í úrtakinu voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 50,5 prósent samkvæmt Fréttablaðinu. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Forsetakosningar fara fram eftir viku. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar þegar þessi frétt er skrifuð. Fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri enn sem komið er, er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið árið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá daga fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði.Vísir/Sigurjón Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir ýmsa þætti valda því að margir kjósi nú utan kjörfundar. „Faraldur kórónuveirunnar hefur sjálfsagt eitthvað um þetta að segja. Einnig virðist vera að landinn ætli að vera úti á landi um kosningahelgina,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning utan kjörfunar atkvæðagreiðslu hafi eflaust áhrif, en hún fer meðal annars fram í Smáralind líkt og áður hefur komið fram. „Það er staður sem margir koma á og það virðist vera að fólki líti svo á að auðvelt sé að koma við og ljúka þessu af,“ sagði Bergþóra. Fram að föstudeginum 26. júní er hægt að kjósa utan kjörfundar frá klukkan tíu til 22. „Á laugardeginum þann 27. júní geta þeir sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins komið og kosið í Smáralind á fyrstu hæð frá klukkan 10-17,“ sagði Bergþóra. Sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Hún brýnir þó fyrir þeim sem búa í Norðaustur kjördæmi og ætla að kjósa utan kjörfundar að koma fyrir klukkan hálf þrjú á kjördag þar sem síðasta flug norður er um klukkan 17. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið styðja alls um 92 prósent Guðna Th. Jóhannesson en um átta prósent Guðmund Franklín Jónsson. Í könnuninni var einnig spurt hversu ólíklegt eða líklegt fólk væri til að kjósa. 92 prósent svarenda telja líklegt að öruggt að þeir kjósi. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 18. júní. Í úrtakinu voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 50,5 prósent samkvæmt Fréttablaðinu.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54