Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 12:06 Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg. Getty/Thierry Monasse Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. Það er, að brugðist sé við breytingunum með jafn miklum krafti segir Greta í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Fólk er að byrja að fatta að við getum ekki horft fram hjá þessum hlutum,“ segir Greta og vísar í bæði loftslagsvána og málefni líkt og Black Lives Matter hreyfinguna. „Við getum ekki haldið áfram að sópa þessu óréttlæti undir teppið.“ Þá segir hún að samkomubann hafi gefið henni tíma til að slaka á og litið á málin frá öðru sjónarhorni. Mikilvægt hafi verið fyrir hana að fá að verja tíma úr sviðsljósinu. Greta kynnti einnig hlaðvarp sem fór í loftið í morgun hjá ríkisútvarpi Svíþjóðar. Þar fjallar hún meðal annars um upplifun sína á því að verða einn frægasti aðgerðarsinni síðasta árs og í raun stórstjarna. Greta vakti fyrst athygli þegar hún hætti að mæta í skólann í hádegi á föstudögum til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þá hefur hún ferðast víða til að tala um loftslagsmál og sigldi hún meðal annars yfir Atlantshafið til að tala á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál sem haldin var í New York í Bandaríkjunum í september síðastliðnum. Hún lýsir því hvernig það var þegar þjóðarleiðtogar biðu í röðum til að ná með henni mynd, þar á meðal Angela Merkel Þýskalandskanslari sem spurði hana um leyfi til að birta af þeim mynd á samfélagsmiðlum. Lesa má viðtalið í heild sinni hér. Loftslagsmál Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. Það er, að brugðist sé við breytingunum með jafn miklum krafti segir Greta í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Fólk er að byrja að fatta að við getum ekki horft fram hjá þessum hlutum,“ segir Greta og vísar í bæði loftslagsvána og málefni líkt og Black Lives Matter hreyfinguna. „Við getum ekki haldið áfram að sópa þessu óréttlæti undir teppið.“ Þá segir hún að samkomubann hafi gefið henni tíma til að slaka á og litið á málin frá öðru sjónarhorni. Mikilvægt hafi verið fyrir hana að fá að verja tíma úr sviðsljósinu. Greta kynnti einnig hlaðvarp sem fór í loftið í morgun hjá ríkisútvarpi Svíþjóðar. Þar fjallar hún meðal annars um upplifun sína á því að verða einn frægasti aðgerðarsinni síðasta árs og í raun stórstjarna. Greta vakti fyrst athygli þegar hún hætti að mæta í skólann í hádegi á föstudögum til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þá hefur hún ferðast víða til að tala um loftslagsmál og sigldi hún meðal annars yfir Atlantshafið til að tala á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál sem haldin var í New York í Bandaríkjunum í september síðastliðnum. Hún lýsir því hvernig það var þegar þjóðarleiðtogar biðu í röðum til að ná með henni mynd, þar á meðal Angela Merkel Þýskalandskanslari sem spurði hana um leyfi til að birta af þeim mynd á samfélagsmiðlum. Lesa má viðtalið í heild sinni hér.
Loftslagsmál Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39
Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01
Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30