Ríkisstjórnin styður við endurnýjun björgunarbáta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. júní 2020 07:00 Þrettán björgunarbátar eru hringinn í kringum landið. Sá elsti þeirra er fjörutíu og þriggja ára. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Nú er hægt að byrja að yngja upp í flotanum „Þetta þýðir það fyrst og fremst að nú getum við yngt upp úr flotanum. Meðal aldur í flotanum er rétt rúm 35 ár, elsta skipið er 43 ára og við getum hafið þá vegferð að endurnýja þessa þörfu bjargir sem eru allt í kringum landið,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Tillögurnar sem samþykktar voru byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Örn segir að þrátt fyrir háan aldur núverandi flota sé staðan nokkuð góð. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Sigurjón Vonar að fyrsta skipið verði komið seint á næsta ári „Þau eru í góðu standi en þau eru tæknilega úreld að einhverju leiti. Þau eru hönnuð nítján hundruð sextíu og eitthvað, flest þessara skipa sem við erum að vinna með og löngu orðið þarft að færa okkur í nútímann,“ segir Örn. Þrettán björgunarskip eru hringinn í kringum landið en ekki hefur verið ákveðið hvar nýju skipin verða staðsett. Næsta skref er að ljúka við útboðslýsingu í samvinnu við Ríkiskaup. Hversu stutt er í að nýtt skipi komi? „Ég mun byrja að smíða á næsta ári og ég treysti því að þú komir og skoðir nýtt skip seint á næsta ári,“ segir Örn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg um kaup á þremur nýjum björgunarbátum.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Nú er hægt að byrja að yngja upp í flotanum „Þetta þýðir það fyrst og fremst að nú getum við yngt upp úr flotanum. Meðal aldur í flotanum er rétt rúm 35 ár, elsta skipið er 43 ára og við getum hafið þá vegferð að endurnýja þessa þörfu bjargir sem eru allt í kringum landið,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Tillögurnar sem samþykktar voru byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Örn segir að þrátt fyrir háan aldur núverandi flota sé staðan nokkuð góð. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Sigurjón Vonar að fyrsta skipið verði komið seint á næsta ári „Þau eru í góðu standi en þau eru tæknilega úreld að einhverju leiti. Þau eru hönnuð nítján hundruð sextíu og eitthvað, flest þessara skipa sem við erum að vinna með og löngu orðið þarft að færa okkur í nútímann,“ segir Örn. Þrettán björgunarskip eru hringinn í kringum landið en ekki hefur verið ákveðið hvar nýju skipin verða staðsett. Næsta skref er að ljúka við útboðslýsingu í samvinnu við Ríkiskaup. Hversu stutt er í að nýtt skipi komi? „Ég mun byrja að smíða á næsta ári og ég treysti því að þú komir og skoðir nýtt skip seint á næsta ári,“ segir Örn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg um kaup á þremur nýjum björgunarbátum.Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira