Að brosa til viðskiptavina Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2020 10:00 Þér getur gengið betur og liðið betur ef þú brosir til viðskiptavina. Vísir/Getty Við þekkjum það öll af eigin raun að það skiptir máli hvernig við upplifum starfsfólk fyrirtækja sem við eigum viðskipti við eða verslum hjá og þá ekki síst hversu jákvæð sú upplifun er. Sem aftur þýðir að það hvernig viðskiptavinir upplifa okkur sem starfsfólk fyrirtækja getur skipt sköpum. Eitt af því sem getur hjálpað mikið til við að fólk upplifi okkur á jákvæðan hátt er bros. Já, það að við brosum til viðskiptavina getur aukið ánægju þeirra svo um munar og það á við bæði um það þegar við hittum viðskiptavini eða ræðum við viðskiptavini í síma. Það besta við brosið er að það gerir okkur sjálfum svo gott. Þannig hafa rannsóknir sýnt að það að brosa getur peppað sjálfsöryggið okkar upp um 10%. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölu getur þetta atriði eitt og sér verið mjög mikilvægt. Þá er það vitað að viðskiptavinir leitast frekar við að fá þjónustu eða mynda tengsl við starfsfólk sem það upplifir sem jákvæða einstaklinga. Að brosa til viðskiptavina er þar lykilatriði. Ekki er það síðan verra að þegar að við brosum þá komumst við ósjálfrátt í betra skap. Að brosa sem oftast er því partur af okkar eigin vellíðan. Í starfi getur brosið líka skilað okkur meiri velgengni því það sem við gerum sjálfkrafa þegar fólk brosir til okkar, er að brosa á móti. Viðskiptavinur sem smitast af okkar eigin ánægju er líklegri til að versla meir eða vilja vera í viðskiptum við okkur. En hvers vegna skiptir bros líka máli símleiðis? Þegar að við tölum við fólk í síma heyrum við það vel hvort viðkomandi er brosandi eða jákvæð/ur í fasi eða ekki. Að sama skapi erum við fljót að átta okkur á því ef viðkomandi er frekar fýldur eða alvarlegur. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölumennsku, fer mikil vinna fram símleiðis. Að brosa á meðan talað er hjálpar okkur að virka jákvætt á viðskiptavininn. Jafn auðvelt og það er að brosa, getur það líka verið hægara sagt en gert því auðvitað er dagsformið okkar mismunandi. Fyrsta skrefið er þó að taka ákvörðun um það að brosa meira og oftar í vinnunni og finna leiðir til að þjálfa okkur í að brosa oftar. Góðu ráðin Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Við þekkjum það öll af eigin raun að það skiptir máli hvernig við upplifum starfsfólk fyrirtækja sem við eigum viðskipti við eða verslum hjá og þá ekki síst hversu jákvæð sú upplifun er. Sem aftur þýðir að það hvernig viðskiptavinir upplifa okkur sem starfsfólk fyrirtækja getur skipt sköpum. Eitt af því sem getur hjálpað mikið til við að fólk upplifi okkur á jákvæðan hátt er bros. Já, það að við brosum til viðskiptavina getur aukið ánægju þeirra svo um munar og það á við bæði um það þegar við hittum viðskiptavini eða ræðum við viðskiptavini í síma. Það besta við brosið er að það gerir okkur sjálfum svo gott. Þannig hafa rannsóknir sýnt að það að brosa getur peppað sjálfsöryggið okkar upp um 10%. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölu getur þetta atriði eitt og sér verið mjög mikilvægt. Þá er það vitað að viðskiptavinir leitast frekar við að fá þjónustu eða mynda tengsl við starfsfólk sem það upplifir sem jákvæða einstaklinga. Að brosa til viðskiptavina er þar lykilatriði. Ekki er það síðan verra að þegar að við brosum þá komumst við ósjálfrátt í betra skap. Að brosa sem oftast er því partur af okkar eigin vellíðan. Í starfi getur brosið líka skilað okkur meiri velgengni því það sem við gerum sjálfkrafa þegar fólk brosir til okkar, er að brosa á móti. Viðskiptavinur sem smitast af okkar eigin ánægju er líklegri til að versla meir eða vilja vera í viðskiptum við okkur. En hvers vegna skiptir bros líka máli símleiðis? Þegar að við tölum við fólk í síma heyrum við það vel hvort viðkomandi er brosandi eða jákvæð/ur í fasi eða ekki. Að sama skapi erum við fljót að átta okkur á því ef viðkomandi er frekar fýldur eða alvarlegur. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölumennsku, fer mikil vinna fram símleiðis. Að brosa á meðan talað er hjálpar okkur að virka jákvætt á viðskiptavininn. Jafn auðvelt og það er að brosa, getur það líka verið hægara sagt en gert því auðvitað er dagsformið okkar mismunandi. Fyrsta skrefið er þó að taka ákvörðun um það að brosa meira og oftar í vinnunni og finna leiðir til að þjálfa okkur í að brosa oftar.
Góðu ráðin Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira