Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-3 | Fylkir með verðskuldaðan sigur í Vesturbæ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 18. júní 2020 22:20 Fylkiskonur unnu í kvöld 3-1 sigur á KR í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Leikurinn var spennandi allan tímann en Margrét Björg Ástvaldsdóttir lokaði leiknum þegar hún skoraði þriðja mark Fylkis en þá voru KR að gera sig líklegar til að jafna. Leikurinn var rétt svo byrjaður þegar Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Fylki yfir með þrumufleyg utan af velli. Fylkir byrjuðu leikinn betur og voru að halda boltanum vel fyrsta korterið. KR byrjuðu að pressa meira þegar leið á leikinn og það riðlaði sóknarleik Fylkis. Ingunn Haraldsdóttir kom boltanum í netið á 27. mínútu fyrir KR en var rangstæð. KR áttu þarna flottan kafla út fyrri hálfleikinn þar sem þær voru að sækja á fullu. KR voru betra liðið síðasta hálftímann í fyrri hálfleik en Fylkisliðið hætti að ná að tengja saman sendingar eins og þær voru að gera vel í upphafi leiks. Fylkir fékk tvö ansi góð færi í fyrri hálfleik eftir að Hulda Hrund stal boltanum af KR vörninni. Full mikið kæruleysi hjá KR vörninni og þær bara heppnar að Hulda hafi ekki komið boltanum í netið. Fylkir vildu síðan fá víti í uppbótartíma þegar Stefanía Ragnarsdóttir féll niður í teignum en Gunnar Oddur dómari leiksins var ósammála og leikurinn hélt áfram. KR voru mjög nálægt því að jafna á 55. mínútu þegar boltinn kom að Thelmu Lóu Hermannsdóttur fyrir framan mark Fylkis. Hún ekki boltann nægilega vel en á þessum tímapunkt í leiknum voru KR að sækja meira. Fylkir var almennt að treysta mikið á skyndisóknir í seinni hálfleik en það gekk þó ágætlega verður að segjast. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen fiskaði víti á 69. mínútu eftir flotta skyndisókn hjá Fylki. Sólveig kaus að gefa ekki boltann og ætlaði að hlaða upp í skot þegar Ingunn Haraldsdóttir tók hana niður. Bryndís Anna Níelsdóttir steig á punktinn og kom Fylki í 2-0. KR voru ekki lengi að minnka muninn en Kristín Erna Sigurlásdóttir sem var nýkomin inná skoraði. Boltinn endaði hjá henni eftir misheppnað skot og það þurfti ekki að segja henni tvisvar að negla boltanum yfir línuna. Undir lok leiksins voru KR að sækja mikið en þær voru ekki að skapa miklu hættu. Skyndisóknirnar hjá Fylki voru töluvert hættulegri. Margrét Björg Ástvaldsdóttir drap leikinn endanlega með tæplega fimm mínútur eftir þegar hún skoraði úr skyndisókn. Af hverju vann Fylkir? Fylkisliðið var mjög þétt varnarlega og síðan voru þær baneitraðar í skyndisóknunum sínum. Hverjar stóðu upp úr? Sólveig Jóhannesdóttir Larsen var sprækust af Fylkisstelpunum sóknarlega í dag, hún fiskaði vítið og lagði síðan upp lokamarkið auk þess að vera nokkrum sinnum nálægt því að skora sjálf. Það voru margar aðrar sem áttu fína leiki í Fylkis liðinu, Bryndís Arna, Stefanía, María Eva og síðan má ekki gleyma Þórdísi Elvu sem skoraði draumamark á upphafsmínútu leiksins. Thelma Lóa Hermannsdóttir var lang hættulegust í KR liðinu en hún bjó oft til vandræði í Fylkisvörninni. Það vantaði oft bara pínu uppá en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi skora slatta í sumar. Hvað gekk illa? Það gekk ekki nógu vel hjá KR að skapa sér alvöru færi. Það vantaði einhverja sköpunargleði til að brjóta niður þessa góðu vörn hjá Fylki. Síðan voru bæði lið oft að missa boltann klaufalega í vörninni en ekkert af mörkunum kom eftir þannig klaufaskap. Hvað gerist næst? KR eru ansi óheppnar með leikjaprógram til að byrja tímabilið en þær fara í Kópavoginn næsta þriðjudagskvöld til að spila við Breiðablik. Fylkir fá nýliðana úr Þrótti Reykjavík í heimsókn næstkomandi þriðjudag en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhannes Karl: Þær eru mjög sterkar varnarlega „Það gerði þetta náttúrulega bara mjög erfitt á móti Fylki. Þær eru mjög sterkar varnarlega og við þurftum þá að ýta okkur framar til að pressa og sækja. Það tekur náttúrulega mikið úthald og mikla orku, ” sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um byrjunina á leiknum en Fylkir komust yfir á fyrstu mínútunni. KR voru oft að komast í ágætar stöður í fyrri hálfleik en það vantaði oft uppá lykilsendinguna. „Við erum ekki að ná að skapa nóg. Eins og ég sagði þá liggur Fylkir þétt tilbaka. Þær gátu spilað löngum boltum upp og þurftu ekki að fara út úr sínu skipulagi það gerir hlutina erfiða.” „Ég er alls ekki sammála því. Thelma er einn af fljótari leikmönnum deildarinnar. Kvenna fótbolti er ekki alveg það einfaldur og barnalegur í dag að þú getir bara hlaupið hratt og skorað. Fylkir er bara með þétt og skipulagt lið sem að varðist vel,” sagði Jóhannes Karl þegar undirritaður vildi meina að það hefði kannski þurft smá meiri hraða fram á við hjá KR í skyndisóknunum. KR byrjuðu tímabilið á móti Íslandsmeisturum Vals og eiga síðan Breiðablik í næsta leik. Jóhannes er þó ekki sammála því að KR séu með óheppilegt leikjaprógram í byrjun móts. „Ég veit ekki með óheppilegt leikjaprógram. Fylkir er leikur sem við eigum að vinna ef við ætlum okkur að vera í einhverri baráttu í efri hlutanum. Miðað við okkar markmið þá ætluðum við að vinna í dag. Það þarf að mæta öllum liðunum og síðan skoðum við það bara þegar að fyrri umferðin er búin hvar við stöndum.” Kjartan: Við réðum illa við boltann á grasinu „Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins en Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu. Sóknirnar hjá Fylki í leiknum voru mjög ákveðnar fram á við og þær voru ekkert mikið að halda boltanum bara til að halda honum. „Við ætluðum að sækja á þær með ákveðnum hætti og gerðum það svo sem. Það sem var kannski mesta brasið í þessum leik var að þetta fyrsti leikurinn okkar á grasi. Við erum ekkert á grasi og réðum bara illa við boltann.” Fylkir spilar vanalega á gervigrasi eins og helmingurinn af liðunum í Pepsi Max deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur Fylkis á grasi í sumar og það fór ekki vel í þær. „Við réðum illa við boltann á grasinu. Mér fannst bæði lið vera svona í sömu stöðu hvað það varðar. Þó að KR-ingar hafi kannski verið í aðeins skárri stöðu hvað það varðaði.” Það hægðist dálítið á tempóinu undir lok leiksins og það sást á báðum liðum að það var þreyta. Fylkir náðu þó að nýta sín færi undir lok leiksins. „Það dróg af báðum liðum. Við vorum að missa einfalda bolta í gegnum okkur og þær líka. Við náðum sem betur fer bara að klára þennan leik.” Fylkir fær nýliðana úr Þrótti í næsta leik en ef þær vinna þann leik verða þær með 9 stig eftir 3 leiki. Kjartan ætlar samt ekki að vera of kokhraustur fyrir þeim leik. „Ég er nú aðeins búinn að horfa á Þrótt og þær líta bara mjög vel út. Það verður alveg erfiður leikur. Voru Valur ekki bara að vinna þær 2-1? Það verður líka brekka þar, við þurfum allavega að gíra okkur vel upp í þann leik. Það er stutt á milli leikja og ég gæti alveg trúað að þessi leikur myndi sitja aðeins í okkur. Gras og þreyta frá síðasta leik. Nú þurfum við að endurheimta orkuna vel fyrir næsta leik.” Pepsi Max-deild kvenna KR Fylkir
Fylkiskonur unnu í kvöld 3-1 sigur á KR í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Leikurinn var spennandi allan tímann en Margrét Björg Ástvaldsdóttir lokaði leiknum þegar hún skoraði þriðja mark Fylkis en þá voru KR að gera sig líklegar til að jafna. Leikurinn var rétt svo byrjaður þegar Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Fylki yfir með þrumufleyg utan af velli. Fylkir byrjuðu leikinn betur og voru að halda boltanum vel fyrsta korterið. KR byrjuðu að pressa meira þegar leið á leikinn og það riðlaði sóknarleik Fylkis. Ingunn Haraldsdóttir kom boltanum í netið á 27. mínútu fyrir KR en var rangstæð. KR áttu þarna flottan kafla út fyrri hálfleikinn þar sem þær voru að sækja á fullu. KR voru betra liðið síðasta hálftímann í fyrri hálfleik en Fylkisliðið hætti að ná að tengja saman sendingar eins og þær voru að gera vel í upphafi leiks. Fylkir fékk tvö ansi góð færi í fyrri hálfleik eftir að Hulda Hrund stal boltanum af KR vörninni. Full mikið kæruleysi hjá KR vörninni og þær bara heppnar að Hulda hafi ekki komið boltanum í netið. Fylkir vildu síðan fá víti í uppbótartíma þegar Stefanía Ragnarsdóttir féll niður í teignum en Gunnar Oddur dómari leiksins var ósammála og leikurinn hélt áfram. KR voru mjög nálægt því að jafna á 55. mínútu þegar boltinn kom að Thelmu Lóu Hermannsdóttur fyrir framan mark Fylkis. Hún ekki boltann nægilega vel en á þessum tímapunkt í leiknum voru KR að sækja meira. Fylkir var almennt að treysta mikið á skyndisóknir í seinni hálfleik en það gekk þó ágætlega verður að segjast. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen fiskaði víti á 69. mínútu eftir flotta skyndisókn hjá Fylki. Sólveig kaus að gefa ekki boltann og ætlaði að hlaða upp í skot þegar Ingunn Haraldsdóttir tók hana niður. Bryndís Anna Níelsdóttir steig á punktinn og kom Fylki í 2-0. KR voru ekki lengi að minnka muninn en Kristín Erna Sigurlásdóttir sem var nýkomin inná skoraði. Boltinn endaði hjá henni eftir misheppnað skot og það þurfti ekki að segja henni tvisvar að negla boltanum yfir línuna. Undir lok leiksins voru KR að sækja mikið en þær voru ekki að skapa miklu hættu. Skyndisóknirnar hjá Fylki voru töluvert hættulegri. Margrét Björg Ástvaldsdóttir drap leikinn endanlega með tæplega fimm mínútur eftir þegar hún skoraði úr skyndisókn. Af hverju vann Fylkir? Fylkisliðið var mjög þétt varnarlega og síðan voru þær baneitraðar í skyndisóknunum sínum. Hverjar stóðu upp úr? Sólveig Jóhannesdóttir Larsen var sprækust af Fylkisstelpunum sóknarlega í dag, hún fiskaði vítið og lagði síðan upp lokamarkið auk þess að vera nokkrum sinnum nálægt því að skora sjálf. Það voru margar aðrar sem áttu fína leiki í Fylkis liðinu, Bryndís Arna, Stefanía, María Eva og síðan má ekki gleyma Þórdísi Elvu sem skoraði draumamark á upphafsmínútu leiksins. Thelma Lóa Hermannsdóttir var lang hættulegust í KR liðinu en hún bjó oft til vandræði í Fylkisvörninni. Það vantaði oft bara pínu uppá en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi skora slatta í sumar. Hvað gekk illa? Það gekk ekki nógu vel hjá KR að skapa sér alvöru færi. Það vantaði einhverja sköpunargleði til að brjóta niður þessa góðu vörn hjá Fylki. Síðan voru bæði lið oft að missa boltann klaufalega í vörninni en ekkert af mörkunum kom eftir þannig klaufaskap. Hvað gerist næst? KR eru ansi óheppnar með leikjaprógram til að byrja tímabilið en þær fara í Kópavoginn næsta þriðjudagskvöld til að spila við Breiðablik. Fylkir fá nýliðana úr Þrótti Reykjavík í heimsókn næstkomandi þriðjudag en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhannes Karl: Þær eru mjög sterkar varnarlega „Það gerði þetta náttúrulega bara mjög erfitt á móti Fylki. Þær eru mjög sterkar varnarlega og við þurftum þá að ýta okkur framar til að pressa og sækja. Það tekur náttúrulega mikið úthald og mikla orku, ” sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um byrjunina á leiknum en Fylkir komust yfir á fyrstu mínútunni. KR voru oft að komast í ágætar stöður í fyrri hálfleik en það vantaði oft uppá lykilsendinguna. „Við erum ekki að ná að skapa nóg. Eins og ég sagði þá liggur Fylkir þétt tilbaka. Þær gátu spilað löngum boltum upp og þurftu ekki að fara út úr sínu skipulagi það gerir hlutina erfiða.” „Ég er alls ekki sammála því. Thelma er einn af fljótari leikmönnum deildarinnar. Kvenna fótbolti er ekki alveg það einfaldur og barnalegur í dag að þú getir bara hlaupið hratt og skorað. Fylkir er bara með þétt og skipulagt lið sem að varðist vel,” sagði Jóhannes Karl þegar undirritaður vildi meina að það hefði kannski þurft smá meiri hraða fram á við hjá KR í skyndisóknunum. KR byrjuðu tímabilið á móti Íslandsmeisturum Vals og eiga síðan Breiðablik í næsta leik. Jóhannes er þó ekki sammála því að KR séu með óheppilegt leikjaprógram í byrjun móts. „Ég veit ekki með óheppilegt leikjaprógram. Fylkir er leikur sem við eigum að vinna ef við ætlum okkur að vera í einhverri baráttu í efri hlutanum. Miðað við okkar markmið þá ætluðum við að vinna í dag. Það þarf að mæta öllum liðunum og síðan skoðum við það bara þegar að fyrri umferðin er búin hvar við stöndum.” Kjartan: Við réðum illa við boltann á grasinu „Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins en Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu. Sóknirnar hjá Fylki í leiknum voru mjög ákveðnar fram á við og þær voru ekkert mikið að halda boltanum bara til að halda honum. „Við ætluðum að sækja á þær með ákveðnum hætti og gerðum það svo sem. Það sem var kannski mesta brasið í þessum leik var að þetta fyrsti leikurinn okkar á grasi. Við erum ekkert á grasi og réðum bara illa við boltann.” Fylkir spilar vanalega á gervigrasi eins og helmingurinn af liðunum í Pepsi Max deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur Fylkis á grasi í sumar og það fór ekki vel í þær. „Við réðum illa við boltann á grasinu. Mér fannst bæði lið vera svona í sömu stöðu hvað það varðar. Þó að KR-ingar hafi kannski verið í aðeins skárri stöðu hvað það varðaði.” Það hægðist dálítið á tempóinu undir lok leiksins og það sást á báðum liðum að það var þreyta. Fylkir náðu þó að nýta sín færi undir lok leiksins. „Það dróg af báðum liðum. Við vorum að missa einfalda bolta í gegnum okkur og þær líka. Við náðum sem betur fer bara að klára þennan leik.” Fylkir fær nýliðana úr Þrótti í næsta leik en ef þær vinna þann leik verða þær með 9 stig eftir 3 leiki. Kjartan ætlar samt ekki að vera of kokhraustur fyrir þeim leik. „Ég er nú aðeins búinn að horfa á Þrótt og þær líta bara mjög vel út. Það verður alveg erfiður leikur. Voru Valur ekki bara að vinna þær 2-1? Það verður líka brekka þar, við þurfum allavega að gíra okkur vel upp í þann leik. Það er stutt á milli leikja og ég gæti alveg trúað að þessi leikur myndi sitja aðeins í okkur. Gras og þreyta frá síðasta leik. Nú þurfum við að endurheimta orkuna vel fyrir næsta leik.”
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti