Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 07:30 David Luiz fékk beint rautt spjald í leik Arsenal og Man City í gær. EPA-EFE/PETER POWELL Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz átti vægast sagt hörmulega innkomu er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Var þetta fyrsti leikur liðanna eftir að allt var sett á ís vegna kórónufaraldursins. David Luiz, sem virðist á förum frá Arsenal í sumar eftir aðeins eitt ár hjá félaginu, hóf leikinn á bekkinn en kom inn á fyrir Pablo Mari eftir aðeins 24. mínútna leik. Var það önnur skipting Arsenal í leiknum vegna meiðsla. Staðan var markalaus þegar Luiz kom inn á en það átti eftir að breytast áður en fyrri hálfleikur var úti. Raheem Sterling kom heimamönnum í Manchester City yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir hörmuleg mistök Luiz. Eitthvað hafa mistökin setið í Brasilíumanninum en hann braut á Riyad Mahrez innan vítateigs í upphafi síðari hálfleiks. Vítaspyrna dæmd og Luiz fékk reisupassann. Er þetta fjórða vítaspyrnan sem Luiz fær dæmda á sig í búningi Arsenal. Það sem er ótrúlegt er að frá því hann snéri aftur í raðir Chelsea frá franska liðin Paris Saint-Germain – sumarið 2016 – þá hafði hann ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu fyrr en hann færði sig um set til Arsenal fyrir þetta tímabil. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Alls lék Luiz 79 leiki fyrir Chelsea án þess að gefa mótherjunum víti. Í þeim 26 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Arsenal hefur Luiz gefið fjögur víti. Ekki nóg með það heldur er þetta annað rauða spjaldið sem Luiz fær í treyju Arsenal. Tæknilega séð þýðir þetta að hann hefur fengið rautt spjald á 13 leikja fresti frá því hann gekk í raðir félagsins. Að sama skapi liðu 160 leikir á milli rauðra spjalda hjá Luiz þegar hann var í Chelsea. David Luiz with a red card once every 160 PL games with Chelsea, once every 13 games with Arsenal. Gave a penalty away once every 53 games for Chelsea, once every 6.5 games for Arsenal.— Duncan Alexander (@oilysailor) June 17, 2020 Staðan var þar með orðin 2-0 City í vil og Arsenal manni færri. Fór það svo að leiknum lauk með 3-0 sigri City sem heldur þar með öðru sæti úrvalsdeildarinnar, aðeins 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 9. sæti, tuttugu stigum á eftir City. Mögulega var þetta síðasti leikur Luiz fyrir Arsenal. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz átti vægast sagt hörmulega innkomu er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Var þetta fyrsti leikur liðanna eftir að allt var sett á ís vegna kórónufaraldursins. David Luiz, sem virðist á förum frá Arsenal í sumar eftir aðeins eitt ár hjá félaginu, hóf leikinn á bekkinn en kom inn á fyrir Pablo Mari eftir aðeins 24. mínútna leik. Var það önnur skipting Arsenal í leiknum vegna meiðsla. Staðan var markalaus þegar Luiz kom inn á en það átti eftir að breytast áður en fyrri hálfleikur var úti. Raheem Sterling kom heimamönnum í Manchester City yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir hörmuleg mistök Luiz. Eitthvað hafa mistökin setið í Brasilíumanninum en hann braut á Riyad Mahrez innan vítateigs í upphafi síðari hálfleiks. Vítaspyrna dæmd og Luiz fékk reisupassann. Er þetta fjórða vítaspyrnan sem Luiz fær dæmda á sig í búningi Arsenal. Það sem er ótrúlegt er að frá því hann snéri aftur í raðir Chelsea frá franska liðin Paris Saint-Germain – sumarið 2016 – þá hafði hann ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu fyrr en hann færði sig um set til Arsenal fyrir þetta tímabil. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Alls lék Luiz 79 leiki fyrir Chelsea án þess að gefa mótherjunum víti. Í þeim 26 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Arsenal hefur Luiz gefið fjögur víti. Ekki nóg með það heldur er þetta annað rauða spjaldið sem Luiz fær í treyju Arsenal. Tæknilega séð þýðir þetta að hann hefur fengið rautt spjald á 13 leikja fresti frá því hann gekk í raðir félagsins. Að sama skapi liðu 160 leikir á milli rauðra spjalda hjá Luiz þegar hann var í Chelsea. David Luiz with a red card once every 160 PL games with Chelsea, once every 13 games with Arsenal. Gave a penalty away once every 53 games for Chelsea, once every 6.5 games for Arsenal.— Duncan Alexander (@oilysailor) June 17, 2020 Staðan var þar með orðin 2-0 City í vil og Arsenal manni færri. Fór það svo að leiknum lauk með 3-0 sigri City sem heldur þar með öðru sæti úrvalsdeildarinnar, aðeins 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 9. sæti, tuttugu stigum á eftir City. Mögulega var þetta síðasti leikur Luiz fyrir Arsenal.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15
Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00