Lögregluþjónninn sem skaut Brooks ákærður fyrir morð Sylvía Hall skrifar 17. júní 2020 21:23 Rayshard Brooks sofnaði í röðinni í bílalúgu á veitingastaðnum Wendy's. Lögreglan var kölluð til með þeim afleiðingum að Brooks var skotinn til bana. EPA/ JOHN AMIS/ STEWART TRIAL ATTORNEYS HANDOUT Garrett Rolfe, löregluþjónninn sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á föstudag, hefur verið ákærður fyrir morð. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn til bana eftir afskipti lögreglu. Fjörutíu mínútna myndbandsupptaka sýnir Brooks fylgja fyrirmælum lögreglu, samþykkja vopnaleit og veita þeim þær upplýsingar sem þeir báðu um. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar. Ef fundinn sekur gæti Rolfe átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna málsins að því er fram kemur á vef BBC. Þá hefur annar lögreglumaður verið ákærður í tengslum við málið en hann stóð á öxl Brooks þegar hann lá í jörðinni. Lögreglumaðurinn sem var einnig ákærður í málinu hefur boðist til þess að bera vitni við réttarhöldin. Saksóknarinn Paul Howard segist halda að það sé í fyrsta sinn sem lögregluþjónn býðst til þess að bera vitni gegn samstarfsmanni sínum. Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41 Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Garrett Rolfe, löregluþjónninn sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á föstudag, hefur verið ákærður fyrir morð. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn til bana eftir afskipti lögreglu. Fjörutíu mínútna myndbandsupptaka sýnir Brooks fylgja fyrirmælum lögreglu, samþykkja vopnaleit og veita þeim þær upplýsingar sem þeir báðu um. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar. Ef fundinn sekur gæti Rolfe átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna málsins að því er fram kemur á vef BBC. Þá hefur annar lögreglumaður verið ákærður í tengslum við málið en hann stóð á öxl Brooks þegar hann lá í jörðinni. Lögreglumaðurinn sem var einnig ákærður í málinu hefur boðist til þess að bera vitni við réttarhöldin. Saksóknarinn Paul Howard segist halda að það sé í fyrsta sinn sem lögregluþjónn býðst til þess að bera vitni gegn samstarfsmanni sínum.
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41 Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41
Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45