Innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 10:47 Heimavellir sérhæfir sig í útleigu íbúða. Vísir/VIlhelm Hið norska félag Fredensborg ICE ehf hefur eignast 99,45 prósent hlutafjár í Heimavöllum eftir uppgjör á yfirtökutilboði félagsins til hluthafa félagsins fór fram. 242 hluthafar tóku tilboðinu og mun Fredensborg nýta heimild til þess að innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum. Greint var frá því í mars síðastliðnum að Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hafi keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Í framhaldi af kaupunum gerði félagið öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á genginu 1,5 á hlut. Í tilkynningu til kauphallar segir að alls hafi 242 hluthafar sem áttu samtals 2.735.828.198 hluti í Heimavöllum, eða sem nemur 24,32 prósent hlutafjár í félaginu, tekið tilboðinu. Eignarhlutur Fredensborg ICE ehf. nam 73,93 prósent fyrir tilboðið en mun nema 98,25% af heildarhlutafé við uppgjör viðskipta eða 99,45% þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum, að því er fram kemur í tilkynningunnni. Hluthafar sem tóku tilboðinu fá greitt með reiðufé og fer greiðsla fram eigi síðar en þann 22. júní næstkomandi í samræmi við skilmála tilboðsins. Eftir uppgjörið hefur Fredensborg ICe eignast meira en 9/10 hlutafjár og atkvæðisréttar í Heimavöllum. Í tilkynningunni segir að félagið hafi, ásamt stjórn Heimavalla, ákveðið að beita innlausnarrétti samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Mun hluthöfum Heimavalla hf., sem innlausnin tekur til, verða send tilkynning um innlausnina á næstu dögum. Innlausnarverðið er 1,5 kr. fyrir hvern hlut í Heimavöllum hf. og greitt verður fyrir hlutina með reiðufé. Er um að ræða sama verð og Fredensborg ICE ehf. bauð hluthöfum Heimavalla hf. í yfirtökutilboði sem lauk 15. júní, að því er segir í tilkynningunni. Fredensborg ICE hefur í hyggju að afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Húsnæðismál Markaðir Noregur Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hið norska félag Fredensborg ICE ehf hefur eignast 99,45 prósent hlutafjár í Heimavöllum eftir uppgjör á yfirtökutilboði félagsins til hluthafa félagsins fór fram. 242 hluthafar tóku tilboðinu og mun Fredensborg nýta heimild til þess að innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum. Greint var frá því í mars síðastliðnum að Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hafi keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Í framhaldi af kaupunum gerði félagið öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á genginu 1,5 á hlut. Í tilkynningu til kauphallar segir að alls hafi 242 hluthafar sem áttu samtals 2.735.828.198 hluti í Heimavöllum, eða sem nemur 24,32 prósent hlutafjár í félaginu, tekið tilboðinu. Eignarhlutur Fredensborg ICE ehf. nam 73,93 prósent fyrir tilboðið en mun nema 98,25% af heildarhlutafé við uppgjör viðskipta eða 99,45% þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum, að því er fram kemur í tilkynningunnni. Hluthafar sem tóku tilboðinu fá greitt með reiðufé og fer greiðsla fram eigi síðar en þann 22. júní næstkomandi í samræmi við skilmála tilboðsins. Eftir uppgjörið hefur Fredensborg ICe eignast meira en 9/10 hlutafjár og atkvæðisréttar í Heimavöllum. Í tilkynningunni segir að félagið hafi, ásamt stjórn Heimavalla, ákveðið að beita innlausnarrétti samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Mun hluthöfum Heimavalla hf., sem innlausnin tekur til, verða send tilkynning um innlausnina á næstu dögum. Innlausnarverðið er 1,5 kr. fyrir hvern hlut í Heimavöllum hf. og greitt verður fyrir hlutina með reiðufé. Er um að ræða sama verð og Fredensborg ICE ehf. bauð hluthöfum Heimavalla hf. í yfirtökutilboði sem lauk 15. júní, að því er segir í tilkynningunni. Fredensborg ICE hefur í hyggju að afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland.
Húsnæðismál Markaðir Noregur Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira