Kjartan: Cecilía er besti markvörður deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2020 19:58 Cecilía Rán Rúnarsdóttir er einn besti ungi markvörður sem hefur komið fram á Íslandi lengi. vísir/bára Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með sigurinn á Selfossi, 1-0, í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag. Fylkiskonur voru afar óstyrkar í fyrri hálfleik en léku betur í þeim seinni. Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði eina mark leiksins á 54. mínútu. „Þetta voru frábær þrjú stig. Spennustigið var ansi hátt og við vorum ólíkar okkur í fyrri hálfleik. Ætli það skrifist ekki á mig,“ sagði Kjartan við Vísi eftir leik. En hvað breyttist hjá Fylki í seinni hálfleik? „Við reyndum að róa okkur aðeins niður, spila meira og vinna betur saman,“ svaraði þjálfarinn. Selfoss fékk dauðafæri eftir sjö mínútur þegar Tiffany McCarty slapp í gegn en fyrir utan það hélt Fylkisvörnin vel. „Þegar spennustigið er hátt leggur maður kannski áherslu á að vera þéttur fyrir og gefa fá færi á sér. En Selfoss er með firnasterkt lið og á pottþétt eftir að blanda sér í titilbaráttuna. Við ætluðum að vinna þær og það tókst.“ Hin sextán ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti afbragðs leik í marki Fylkis og var sérstaklega örugg í teignum en hún hirti hverja fyrirgjöfina á fætur annarri. Kjartan segir að það veiti Fylkisvörninni mikið öryggi. „Alveg klárt. Þetta er eins og vera með góðan framherja sem þarf bara að spila á hann og hann snýr sér við og skorar. Það er gott að hafa Cecilía á hinum endanum og ég ætla að fullyrða að hún sé besti markvörðurinn í deildinni,“ sagði Kjartan að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Selfoss 1-0 | Fylkiskonur skelltu Selfyssingum niður á jörðina Eva Rut Ásþórsdóttir tryggði Fylki óvæntan sigur á Selfossi í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. 13. júní 2020 19:30 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með sigurinn á Selfossi, 1-0, í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag. Fylkiskonur voru afar óstyrkar í fyrri hálfleik en léku betur í þeim seinni. Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði eina mark leiksins á 54. mínútu. „Þetta voru frábær þrjú stig. Spennustigið var ansi hátt og við vorum ólíkar okkur í fyrri hálfleik. Ætli það skrifist ekki á mig,“ sagði Kjartan við Vísi eftir leik. En hvað breyttist hjá Fylki í seinni hálfleik? „Við reyndum að róa okkur aðeins niður, spila meira og vinna betur saman,“ svaraði þjálfarinn. Selfoss fékk dauðafæri eftir sjö mínútur þegar Tiffany McCarty slapp í gegn en fyrir utan það hélt Fylkisvörnin vel. „Þegar spennustigið er hátt leggur maður kannski áherslu á að vera þéttur fyrir og gefa fá færi á sér. En Selfoss er með firnasterkt lið og á pottþétt eftir að blanda sér í titilbaráttuna. Við ætluðum að vinna þær og það tókst.“ Hin sextán ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti afbragðs leik í marki Fylkis og var sérstaklega örugg í teignum en hún hirti hverja fyrirgjöfina á fætur annarri. Kjartan segir að það veiti Fylkisvörninni mikið öryggi. „Alveg klárt. Þetta er eins og vera með góðan framherja sem þarf bara að spila á hann og hann snýr sér við og skorar. Það er gott að hafa Cecilía á hinum endanum og ég ætla að fullyrða að hún sé besti markvörðurinn í deildinni,“ sagði Kjartan að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Selfoss 1-0 | Fylkiskonur skelltu Selfyssingum niður á jörðina Eva Rut Ásþórsdóttir tryggði Fylki óvæntan sigur á Selfossi í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. 13. júní 2020 19:30 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - Selfoss 1-0 | Fylkiskonur skelltu Selfyssingum niður á jörðina Eva Rut Ásþórsdóttir tryggði Fylki óvæntan sigur á Selfossi í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. 13. júní 2020 19:30