Í dag var greint frá því að búningar ensku úrvalsdeildarinnar verða ekki merktar með nöfnum í fyrstu tólf leikjunum eftir að deildin snýr aftur. Hafa öll lið deildarinnar samþykkt að vera með slagorðið „Black Lives Matter“ eða „Svört líf skipta máli“ í staðinn á treyjunum og sýna þar með stuðning í verki við réttindabaráttu svartra um heim allan.
Premier League players' names will be replaced on the back of their shirts with 'Black Lives Matter' for the first 12 matches of the restarted season.
— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2020
Full story https://t.co/GrVJA0XDAb #bbcfootball #EPL pic.twitter.com/ag942Q6eGa
Troy Deeney, fyririði Watford, og Wes Morgan, leikmaður Leicester City, spiluðu stóran þátt í þessari ákvörðun en liðin voru einróma í þessari ákvörðun. Þá munu starfslið allra liða deildarinnar bera merki með sömu áletrun sem og merki sem þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir framgöngu sína í kórónufaraldrinum.
Þá verður engum leikmanni refsað fyrir að „taka hné“ fyrir eða á meðan leik stendur.
Enska úrvalsdeildin snýr aftur þann 17. júní og verður leikið þétt þangað til henni lýkur tæpum sex vikum síðar.