Man Utd og Tottenham töpuðu bæði í undirbúningi sínum fyrir komandi leik liðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 10:45 Úr leik liðanna í desember sem Man Utd vann 2-1 þökk sé tvennu frá Marcus Rashford. EPA-EFE/Lynne Cameron Manchester United og Tottenham Hotspur mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins þann 19. júní næstkomandi í opinbera leik beggja liða eftir að öllu var skellt í lás á Englandi sökum kórónufaraldursins. Bæði lið léku æfingaleiki í gær og máttu þola nokkuð óvænt töp þó svo að leikirnir hafi farið fram með breyttu sniði. Tottenham fékk botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich City, í heimsókn og var leiknum skipt upp í fjóra 30 mínútna leikhluta. Fjórmenningarnir Harry Kane, Moussa Sissoko, Heung-Min Son og Steven Bergwijn – sem voru allir meiddir þegar deildin var sett á ís – léku með liðinu í gær. Tottenham komst yfir í fyrsta leikhluta þökk sé marki Erik Lamela eftir sendingu Bergwijn en Norwich skoraði tvívegi sá síðustu tíu mínútum fjórða leikhluta. Josip Drmic jafnaði metin og Mario Vrancic skoraði svo úr aukaspyrnu undir lok leiks. Preparations continue at Tottenham Hotspur Stadium.#THFC #COYS pic.twitter.com/q1UNFPUbhP— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2020 Á Old Trafford, heimavelli Man Utd, var West Bromich Albion í heimsókn en liðið leiðir B-deildina sem stendur og stefnir allt í að liðið verði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Í stað fjögurra leikhluta voru spilaðir tveir 60 mínútna leikir. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, stillti upp mjög jöfnum liðum og því erfitt að lesa í hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu er liðið heimsækir Tottenham eftir sex daga. West Brom vann fyrri leikinn 2-1 en Man Utd þann seinni 3-1 þökk sé tveimur mörkum frá Andreas Pereira og einu frá Tahith Chong. Það helsta úr leiknum má sjá á vefsíðu Man Utd. Finish, @AndrinhoPereira More footage from Old Trafford #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2020 Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar þau mætast í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru sem stendur í 5. sæti með 45 stig, þremur minna en Chelsea sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. José Mourinho og hans menn eru í 8. sæti deildarinnar með 41 stig og því sjö stigum á eftir Chelsea að svo stöddu. Það gæti þó farið svo að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeildinni ef bann Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi en félagið á að hafa brotið fjárhagsreglugerð sambandsins. Enn er óvíst hvenær endanleg niðurstaða kemst í það mál. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Manchester United og Tottenham Hotspur mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins þann 19. júní næstkomandi í opinbera leik beggja liða eftir að öllu var skellt í lás á Englandi sökum kórónufaraldursins. Bæði lið léku æfingaleiki í gær og máttu þola nokkuð óvænt töp þó svo að leikirnir hafi farið fram með breyttu sniði. Tottenham fékk botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich City, í heimsókn og var leiknum skipt upp í fjóra 30 mínútna leikhluta. Fjórmenningarnir Harry Kane, Moussa Sissoko, Heung-Min Son og Steven Bergwijn – sem voru allir meiddir þegar deildin var sett á ís – léku með liðinu í gær. Tottenham komst yfir í fyrsta leikhluta þökk sé marki Erik Lamela eftir sendingu Bergwijn en Norwich skoraði tvívegi sá síðustu tíu mínútum fjórða leikhluta. Josip Drmic jafnaði metin og Mario Vrancic skoraði svo úr aukaspyrnu undir lok leiks. Preparations continue at Tottenham Hotspur Stadium.#THFC #COYS pic.twitter.com/q1UNFPUbhP— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2020 Á Old Trafford, heimavelli Man Utd, var West Bromich Albion í heimsókn en liðið leiðir B-deildina sem stendur og stefnir allt í að liðið verði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Í stað fjögurra leikhluta voru spilaðir tveir 60 mínútna leikir. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, stillti upp mjög jöfnum liðum og því erfitt að lesa í hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu er liðið heimsækir Tottenham eftir sex daga. West Brom vann fyrri leikinn 2-1 en Man Utd þann seinni 3-1 þökk sé tveimur mörkum frá Andreas Pereira og einu frá Tahith Chong. Það helsta úr leiknum má sjá á vefsíðu Man Utd. Finish, @AndrinhoPereira More footage from Old Trafford #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2020 Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar þau mætast í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru sem stendur í 5. sæti með 45 stig, þremur minna en Chelsea sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. José Mourinho og hans menn eru í 8. sæti deildarinnar með 41 stig og því sjö stigum á eftir Chelsea að svo stöddu. Það gæti þó farið svo að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeildinni ef bann Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi en félagið á að hafa brotið fjárhagsreglugerð sambandsins. Enn er óvíst hvenær endanleg niðurstaða kemst í það mál.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira