Senda heilbrigðisstarfsfólk til Færeyja til að sjá um skimun Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2020 15:02 Víðir Reynisson kynnti áformin á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Næsta mánudag mun hópur heilbrigðisstarfsmanna úr Reykjavík og frá Egilsstöðum halda til Færeyja með Landhelgisgæslunni. Heilbrigðisstarfsmennirnir munu í kjölfarið sigla heim til Íslands með Norrænu og taka sýni úr farþegum á leiðinni til landsins. Frá þessu greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi dómsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum í dag. Verkefnið er ætlað til að prófa fyrirkomulag vegna sumaráætlunar Norrænu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það eru áætlaðir um það bil 200 farþegar sem koma með Norrænu næstkomandi þriðjudag, 600 koma í næstu ferð og 800 í þarnæstu ferð. Þetta er stórt verkefni en það sem gerist með Norrænu er að um næstu mánaðamót kemur ný sumaráætlun Norrænu í gagnið og þá mun ferjan aðeins stoppa á Seyðisfirði í rúmar tvær klukkustundir,“ sagði Víðir í máli sínu á fundinum. Víðir sagði að upphaflega hafi verið áætlað að nýta þann tíma sem Norrænu liggur við bryggju á Seyðisfirði, yfirleitt í einn og hálfan sólarhring, til þess að skima farþega og hleypa þeim frá borði. Það fyrirkomulag sem ákveðið hafði verið sé ómögulegt með nýrri áætlun og skemmri tíma ferjunnar við höfn á Íslandi. Víðir sagði að því hafi þurft að leita leiða til að leysa vandann sem upp var kominn. „Austfirðingar stungu upp á því að við myndum senda hóp aðila til Færeyja sem myndu sigla með ferjunni til Íslands. Þetta fannst mönnum pínu skrýtið fyrst en við vildum skoða þetta betur,“ sagði Víðir og bætti við að svo vildi til að Landhelgisgæslan yrði á ferðinni og var því hægt að framkvæma hugmyndina. Því verði haldið með hóp heilbrigðisstarfsfólks til Egilsstaða, þar sem fleiri verða sóttir, á mánudaginn áður en haldið verður lengra í austurátt. Víðir segir þetta geta verið lausn sem hentar til þess að geta afgreitt málið á góðum tíma. Lausnin sem nú er til skoðunar sé dæmi um gott samstarf milli ýmissa aðila. „Samstarf með Landhelgisgæslunni, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í Reykjavík, tölvufyrirtækin, starfsmenn Landlæknis, starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri sem koma að því að leysa mál sem höfðu vafist fyrir mörgum í langan tíma,“ sagði Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Næsta mánudag mun hópur heilbrigðisstarfsmanna úr Reykjavík og frá Egilsstöðum halda til Færeyja með Landhelgisgæslunni. Heilbrigðisstarfsmennirnir munu í kjölfarið sigla heim til Íslands með Norrænu og taka sýni úr farþegum á leiðinni til landsins. Frá þessu greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi dómsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum í dag. Verkefnið er ætlað til að prófa fyrirkomulag vegna sumaráætlunar Norrænu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það eru áætlaðir um það bil 200 farþegar sem koma með Norrænu næstkomandi þriðjudag, 600 koma í næstu ferð og 800 í þarnæstu ferð. Þetta er stórt verkefni en það sem gerist með Norrænu er að um næstu mánaðamót kemur ný sumaráætlun Norrænu í gagnið og þá mun ferjan aðeins stoppa á Seyðisfirði í rúmar tvær klukkustundir,“ sagði Víðir í máli sínu á fundinum. Víðir sagði að upphaflega hafi verið áætlað að nýta þann tíma sem Norrænu liggur við bryggju á Seyðisfirði, yfirleitt í einn og hálfan sólarhring, til þess að skima farþega og hleypa þeim frá borði. Það fyrirkomulag sem ákveðið hafði verið sé ómögulegt með nýrri áætlun og skemmri tíma ferjunnar við höfn á Íslandi. Víðir sagði að því hafi þurft að leita leiða til að leysa vandann sem upp var kominn. „Austfirðingar stungu upp á því að við myndum senda hóp aðila til Færeyja sem myndu sigla með ferjunni til Íslands. Þetta fannst mönnum pínu skrýtið fyrst en við vildum skoða þetta betur,“ sagði Víðir og bætti við að svo vildi til að Landhelgisgæslan yrði á ferðinni og var því hægt að framkvæma hugmyndina. Því verði haldið með hóp heilbrigðisstarfsfólks til Egilsstaða, þar sem fleiri verða sóttir, á mánudaginn áður en haldið verður lengra í austurátt. Víðir segir þetta geta verið lausn sem hentar til þess að geta afgreitt málið á góðum tíma. Lausnin sem nú er til skoðunar sé dæmi um gott samstarf milli ýmissa aðila. „Samstarf með Landhelgisgæslunni, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í Reykjavík, tölvufyrirtækin, starfsmenn Landlæknis, starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri sem koma að því að leysa mál sem höfðu vafist fyrir mörgum í langan tíma,“ sagði Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira