Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun sem Útvarp Saga efndi til í kjölfar kappræðna sem Stöð 2 bauð uppá í gær milli forsetaframbjóðendanna Guðmundar Franklín Jónssonar og Guðna Th. Jóhannssonar, telur að þar hafi Guðmundur Franklín staðið sig betur.
Spurningin var einfaldlega: Hvor stóð sig betur í kappræðunum á Stöð 2? Niðurstaðan liggur nú fyrir, afgerandi en þeir sem segja Guðmundur Franklín eru 64,6% en þeir sem segja Guðni Th. Jóhannesson eru 35,5%.
Þetta gæti komið þeim á óvart sem tjáðu sig um þennan sama þátt á Twitter en þar fær Guðmundur Franklín heldur nöturlega útreið. Og samkvæmt skoðanakönnun sem kynnt var í þætti Stöðvar 2 hefur Guðni mikla yfirburði þegar litið er til fylgis.
Vart ætti að þurfa að nefna að netkannanir sem þessar þykja ekki mjög áreiðanlegar þó þær kunni með fyrirvörum að mæla baramóterinn innan tiltekinna hópa. En vert er að gera sér grein fyrir einmitt því en og hafa fyrirvara á að slíkar kannanir mæli stöðu mála almennt og yfirleitt. Þannig kom það flatt upp á Sturlu Jónsson vörubílsstjóra og stuðningsmenn hans þegar talið var uppúr kössunum þá er Sturla bauð sig fram til forseta, en þeir höfðu einkum litið til sambærilegra kannana og hér er fjallað um.