Fylkir hefur fengið til sín ungan miðvörð frá Stjörnunni nú þegar Íslandsmótið í fótbolta er í þann mund að hefjast.
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir er komin til Fylkis en hún er tvítug og hefur alls leikið 23 leiki með Stjörnunni og Haukum í efstu deild, þar af fjóra á síðustu leiktíð. Kolbrún Tinna hóf ferilinn með Fjölni í 1. deildinni.
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir í Fylki!
— Fylkir FC (@FylkirFC) June 11, 2020
Kolbrún er efnilegur miðvörður fædd 1999 sem á að baki 40 leiki með meistaraflokkum Stjörnunar, Hauka og Fjölnis.
Við bjóðum Kolbrúnu Tinnu hjartanlega velkomna í Árbæinn!
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA#FylkirStoltarAlltaf pic.twitter.com/A9eX07uiTt
Fyrsti leikur Fylkis, sem Vísir spáir 4. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar, er eftir tvo daga þegar liðið fær Selfoss í heimsókn kl. 17 á laugardag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.