Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 12:25 Ásmundur Einar var einn þeirra sem kynnti úrræðið á fundi í dag. Aðsend Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Hlutdeildarlánunum er ætlað að brúa bilið á milli lána og kaupverðs, þau eru að skoskri fyrirmynd og munu hafa reynst vel þar í landi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti úrræðið á fundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun klukkan 10:30 í morgun. „Það er virkilega ánægjulegt að hlutdeildarlánin séu orðin að veruleika en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í húsnæðismálum. Við erum með þessari aðgerð að grípa inn í og rétta hlut tekjulágra einstaklinga á húsnæðismarkaðnum og þessi lán munu gera fólki kleift að búa við aukið öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum, óháð því hvar það býr á landinu,“ sagði Ásmundur Einar af þessu tilefni. Ríkið mun lána tekjulágum fyrstu kaupendum ákveðið hlutfall af verði íbúðarhúsnæðis sem þeir hafa augastað á. Lánin bera hvorki vesti né afborganir á lánstímanum en bera þó vexti hækki tekjur lántaka um ákveðin tekjumörk. Lánið skal endurgreitt þegar íbúðin er seld en hafi hún ekki verið seld innan 25 ára skal endurgreiða ríkinu lánið. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Kaupandi mun leggja til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% lán hjá lánastofnun á 1. veðrétti og 20% hjá ríkinu sem fer á 2. veðrétt. Ef lántakendur uppfylla ákveðin skilyrði geta hlutdeildarlán farið upp í allt að 30% af verði fasteignar. Fasteignalán lánastofnunar lækkar þá á móti niður í allt að 65% af kaupverði. Meginreglan verður, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, að lántakandi þurfi að standast greiðslumat fyrir láni sem nemur 75% kaupverðs en heimilt verður að veita hærri hlutdeildarlán til umsækjenda sé hann undir tilteknum tekjumörkum. Miðað verður við 7.560.000 árstekjur einstaklings og 10.560.000 í árstekjur hjóna og sambúðarfólks. Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Hlutdeildarlánunum er ætlað að brúa bilið á milli lána og kaupverðs, þau eru að skoskri fyrirmynd og munu hafa reynst vel þar í landi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti úrræðið á fundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun klukkan 10:30 í morgun. „Það er virkilega ánægjulegt að hlutdeildarlánin séu orðin að veruleika en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í húsnæðismálum. Við erum með þessari aðgerð að grípa inn í og rétta hlut tekjulágra einstaklinga á húsnæðismarkaðnum og þessi lán munu gera fólki kleift að búa við aukið öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum, óháð því hvar það býr á landinu,“ sagði Ásmundur Einar af þessu tilefni. Ríkið mun lána tekjulágum fyrstu kaupendum ákveðið hlutfall af verði íbúðarhúsnæðis sem þeir hafa augastað á. Lánin bera hvorki vesti né afborganir á lánstímanum en bera þó vexti hækki tekjur lántaka um ákveðin tekjumörk. Lánið skal endurgreitt þegar íbúðin er seld en hafi hún ekki verið seld innan 25 ára skal endurgreiða ríkinu lánið. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Kaupandi mun leggja til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% lán hjá lánastofnun á 1. veðrétti og 20% hjá ríkinu sem fer á 2. veðrétt. Ef lántakendur uppfylla ákveðin skilyrði geta hlutdeildarlán farið upp í allt að 30% af verði fasteignar. Fasteignalán lánastofnunar lækkar þá á móti niður í allt að 65% af kaupverði. Meginreglan verður, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, að lántakandi þurfi að standast greiðslumat fyrir láni sem nemur 75% kaupverðs en heimilt verður að veita hærri hlutdeildarlán til umsækjenda sé hann undir tilteknum tekjumörkum. Miðað verður við 7.560.000 árstekjur einstaklings og 10.560.000 í árstekjur hjóna og sambúðarfólks.
Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði.
Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira