Margrét Lilja Guðmundsdóttir, háskólakennari við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, mun fjalla um nýjustu niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2020 út frá áhættu og verndandi þáttum í lífi ungmenna í fyrirlestri sem hefst klukkan 12.
Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í spilaranum að neðan.
Í tilkynningu segir að þessi greining og starf sveitarfélaga á Íslandi með niðurstöðurnar hafi verið lykillinn að jákvæðri þróun í vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi síðustu 20 ár.
Hefur hún þróast úr því að vera með þeirri hæstu á meðal evrópskra þjóða í það að vera ein lægsta neysla ungmenna í Evrópu og þó víða væri leitað.
Komið verður inná nýjustu tölur í þróun rafrettunotkunar ungmenna, samveru ungmenna og foreldra, áfengisneyslu, tómstundastarf og fleira.