Íslenska ríkið braut ekki á Carli vegna hatursorðræðudóms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 09:33 Mannréttindadómstóll Evrópu er staðsettur í Strasbourg. EPA/PATRICK SEEGER Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu. Málinu var vísað frá í morgun og í tilkynningu frá dómstólinum segir að niðurstaða dómsins hafi verið einróma. Segir í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins að ekki sé ástæða til þess að efast um dóm Hæstaréttar í máli Carls frá árinu 2017. Forsaga málsins er sú að Carl Jóhann lét tiltekin ummæli um samkynhneigð falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af Samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum. Málið fór fyrir öll dómstig hér á landi og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Undir þetta tekur Mannréttindadómstólinn og bætir við að ekkert í ályktun Hafnarfjarðarbæjar hafi gefið tilefni til þess að vekja upp jafn hörð viðbrögð og komu fram í athugasemd Carls. Málsmeðferð málsins hjá dómstólum hér á landi, sem hafi falið í sér vandlega íhugun á því hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi Carls eða réttindi minnihlutahópa, hafi verið sanngjörn og eðlileg. Var málinu því vísað frá Mannréttindadómstólinum og telst íslenska ríkið því ekki hafa brotið á mannréttindum Carls. Úrskurð Mannréttindadómstólsins má lesa hér. Dómsmál Hinsegin Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mannréttindi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu. Málinu var vísað frá í morgun og í tilkynningu frá dómstólinum segir að niðurstaða dómsins hafi verið einróma. Segir í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins að ekki sé ástæða til þess að efast um dóm Hæstaréttar í máli Carls frá árinu 2017. Forsaga málsins er sú að Carl Jóhann lét tiltekin ummæli um samkynhneigð falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af Samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum. Málið fór fyrir öll dómstig hér á landi og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Undir þetta tekur Mannréttindadómstólinn og bætir við að ekkert í ályktun Hafnarfjarðarbæjar hafi gefið tilefni til þess að vekja upp jafn hörð viðbrögð og komu fram í athugasemd Carls. Málsmeðferð málsins hjá dómstólum hér á landi, sem hafi falið í sér vandlega íhugun á því hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi Carls eða réttindi minnihlutahópa, hafi verið sanngjörn og eðlileg. Var málinu því vísað frá Mannréttindadómstólinum og telst íslenska ríkið því ekki hafa brotið á mannréttindum Carls. Úrskurð Mannréttindadómstólsins má lesa hér.
Dómsmál Hinsegin Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mannréttindi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira