Þriggja mánaða golfsvelti lýkur á fimmtudaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2020 15:00 Efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, þreytir frumraun sína á Charles Schwab Challenge mótinu. getty/Mike Ehrmann Eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins hefst keppni á PGA-mótaröðinni í golfi aftur á fimmtudaginn. Þá hefst Charles Schwab Challenge mótið í Forth Worth, Texas. Mótið átti að fara fram í lok maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna hans verða engir áhorfendur á mótinu. Ekki hefur verið keppt síðan keppni á Players Championship var hætt eftir einn dag um miðjan mars. Fimm efstu menn heimslistans í golfi verða með á Charles Schwab Challenge. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 sem það gerist. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans, keppir á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Sömu sögu er að segja af Justin Thomas sem er í 4. sæti heimslistans. Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda að þessu sinni. Sautján af 20 efstu mönnum á stigalista PGA-mótaraðarinnar verða með á Charles Schwab Challenge, þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kevin Na sem vann mótið í fyrra. Hann lék þá á þrettán höggum undir pari og var fjórum höggum á undan landa sínum, Tony Finau. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins hefst keppni á PGA-mótaröðinni í golfi aftur á fimmtudaginn. Þá hefst Charles Schwab Challenge mótið í Forth Worth, Texas. Mótið átti að fara fram í lok maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna hans verða engir áhorfendur á mótinu. Ekki hefur verið keppt síðan keppni á Players Championship var hætt eftir einn dag um miðjan mars. Fimm efstu menn heimslistans í golfi verða með á Charles Schwab Challenge. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 sem það gerist. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans, keppir á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Sömu sögu er að segja af Justin Thomas sem er í 4. sæti heimslistans. Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda að þessu sinni. Sautján af 20 efstu mönnum á stigalista PGA-mótaraðarinnar verða með á Charles Schwab Challenge, þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kevin Na sem vann mótið í fyrra. Hann lék þá á þrettán höggum undir pari og var fjórum höggum á undan landa sínum, Tony Finau. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira