Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 09:48 Guðmundur Ingi, Magnús, Ásta Berghildur og Sandra Brá tóku skóflustungur í gær. Stjórnarráðið Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á sunnudaginn. Gestastofan mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaftár. Auk ráðherrans tóku Ásta Berghildur Ólafsdóttir, formaður svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps og Magnús Þorfinnsson bóndi í Hæðargarði skóflustungur. Landið sem byggingin mun rísa á er gjöf til Vatnajökulsþjóðgarð frá Magnúsi í Hæðargarði. Greint er frá skóflustungunni á vef Stjórnarráðsins. ,Þetta er stór áfangi í áframhaldandi uppbyggingu gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs,“ sagðir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. ,,Gestastofur eru eins og hlið inn í þjóðgarða. Gestastofan er líka innspýting og aðdráttarafl fyrir samfélagið í Skaftárhreppi og ég óska okkur öllum til hamingju með þennan áfanga.“ Gestastofan verður meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á vestursvæði hans með aðstöðu fyrir upplýsingagjöf, sýningarhald, verslun, kaffihús, skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu, geymslu og tæknirými í kjallara. Byggingin verður 620 m2 á einni hæð auk 145 m2 kjallara eða samtals 765 m2 að flatarmáli. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar hefur þegar verið boðinn út og er áætlað að framkvæmdum ljúki í ágúst. Unnið er að undirbúningi vegna jarðvegsvinnu og við bygginguna sjálfa sem gert er ráð fyrir að verði skilað í lok árs 2022. Athöfnin fór, eins og áður segir, fram sunnudaginn 7. júní á 12 ára afmæli þjóðgarðsins. Tónlistarfólkið Zbigniew Zuchowicz, Bríet Sunna Bjarkadóttir og Teresa Zuchowicz léku við athöfnina og í veislukaffi í umsjón Kvenfélags Kirkjubæjarhrepps sem boðið var til í félagsheimilinu Kirkjuhvoli að athöfn lokinni. Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á sunnudaginn. Gestastofan mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaftár. Auk ráðherrans tóku Ásta Berghildur Ólafsdóttir, formaður svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps og Magnús Þorfinnsson bóndi í Hæðargarði skóflustungur. Landið sem byggingin mun rísa á er gjöf til Vatnajökulsþjóðgarð frá Magnúsi í Hæðargarði. Greint er frá skóflustungunni á vef Stjórnarráðsins. ,Þetta er stór áfangi í áframhaldandi uppbyggingu gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs,“ sagðir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. ,,Gestastofur eru eins og hlið inn í þjóðgarða. Gestastofan er líka innspýting og aðdráttarafl fyrir samfélagið í Skaftárhreppi og ég óska okkur öllum til hamingju með þennan áfanga.“ Gestastofan verður meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á vestursvæði hans með aðstöðu fyrir upplýsingagjöf, sýningarhald, verslun, kaffihús, skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu, geymslu og tæknirými í kjallara. Byggingin verður 620 m2 á einni hæð auk 145 m2 kjallara eða samtals 765 m2 að flatarmáli. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar hefur þegar verið boðinn út og er áætlað að framkvæmdum ljúki í ágúst. Unnið er að undirbúningi vegna jarðvegsvinnu og við bygginguna sjálfa sem gert er ráð fyrir að verði skilað í lok árs 2022. Athöfnin fór, eins og áður segir, fram sunnudaginn 7. júní á 12 ára afmæli þjóðgarðsins. Tónlistarfólkið Zbigniew Zuchowicz, Bríet Sunna Bjarkadóttir og Teresa Zuchowicz léku við athöfnina og í veislukaffi í umsjón Kvenfélags Kirkjubæjarhrepps sem boðið var til í félagsheimilinu Kirkjuhvoli að athöfn lokinni.
Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira