Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 09:48 Guðmundur Ingi, Magnús, Ásta Berghildur og Sandra Brá tóku skóflustungur í gær. Stjórnarráðið Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á sunnudaginn. Gestastofan mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaftár. Auk ráðherrans tóku Ásta Berghildur Ólafsdóttir, formaður svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps og Magnús Þorfinnsson bóndi í Hæðargarði skóflustungur. Landið sem byggingin mun rísa á er gjöf til Vatnajökulsþjóðgarð frá Magnúsi í Hæðargarði. Greint er frá skóflustungunni á vef Stjórnarráðsins. ,Þetta er stór áfangi í áframhaldandi uppbyggingu gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs,“ sagðir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. ,,Gestastofur eru eins og hlið inn í þjóðgarða. Gestastofan er líka innspýting og aðdráttarafl fyrir samfélagið í Skaftárhreppi og ég óska okkur öllum til hamingju með þennan áfanga.“ Gestastofan verður meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á vestursvæði hans með aðstöðu fyrir upplýsingagjöf, sýningarhald, verslun, kaffihús, skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu, geymslu og tæknirými í kjallara. Byggingin verður 620 m2 á einni hæð auk 145 m2 kjallara eða samtals 765 m2 að flatarmáli. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar hefur þegar verið boðinn út og er áætlað að framkvæmdum ljúki í ágúst. Unnið er að undirbúningi vegna jarðvegsvinnu og við bygginguna sjálfa sem gert er ráð fyrir að verði skilað í lok árs 2022. Athöfnin fór, eins og áður segir, fram sunnudaginn 7. júní á 12 ára afmæli þjóðgarðsins. Tónlistarfólkið Zbigniew Zuchowicz, Bríet Sunna Bjarkadóttir og Teresa Zuchowicz léku við athöfnina og í veislukaffi í umsjón Kvenfélags Kirkjubæjarhrepps sem boðið var til í félagsheimilinu Kirkjuhvoli að athöfn lokinni. Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á sunnudaginn. Gestastofan mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaftár. Auk ráðherrans tóku Ásta Berghildur Ólafsdóttir, formaður svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps og Magnús Þorfinnsson bóndi í Hæðargarði skóflustungur. Landið sem byggingin mun rísa á er gjöf til Vatnajökulsþjóðgarð frá Magnúsi í Hæðargarði. Greint er frá skóflustungunni á vef Stjórnarráðsins. ,Þetta er stór áfangi í áframhaldandi uppbyggingu gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs,“ sagðir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. ,,Gestastofur eru eins og hlið inn í þjóðgarða. Gestastofan er líka innspýting og aðdráttarafl fyrir samfélagið í Skaftárhreppi og ég óska okkur öllum til hamingju með þennan áfanga.“ Gestastofan verður meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á vestursvæði hans með aðstöðu fyrir upplýsingagjöf, sýningarhald, verslun, kaffihús, skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu, geymslu og tæknirými í kjallara. Byggingin verður 620 m2 á einni hæð auk 145 m2 kjallara eða samtals 765 m2 að flatarmáli. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar hefur þegar verið boðinn út og er áætlað að framkvæmdum ljúki í ágúst. Unnið er að undirbúningi vegna jarðvegsvinnu og við bygginguna sjálfa sem gert er ráð fyrir að verði skilað í lok árs 2022. Athöfnin fór, eins og áður segir, fram sunnudaginn 7. júní á 12 ára afmæli þjóðgarðsins. Tónlistarfólkið Zbigniew Zuchowicz, Bríet Sunna Bjarkadóttir og Teresa Zuchowicz léku við athöfnina og í veislukaffi í umsjón Kvenfélags Kirkjubæjarhrepps sem boðið var til í félagsheimilinu Kirkjuhvoli að athöfn lokinni.
Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent