Í dag verður vestlæg eða breytileg átt, 3-8 metrar á sekúndu og skúrir. Léttskýjað verður austantil en rigning norðvestanlands. Þurrt verður að mestu í kvöld. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Þá verður hiti um 8 til 13 stig, en 13 til 18 stig á Norðaustur- og Austurlandi að deginum.
Veðurhorfur næstu daga, samkvæmt veðurstofu Íslands:
Miðvikudagur:
Breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum, en skýjað og sums staðar þokuloft austantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðanlands en svalast á Austfjörðum.
Fimmtudagur:
Suðvestan 5-13 m/s og dálítil væta, en þurrt á austanverðu landinu. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Föstudagur og laugardagur:
Suðlæg og skýjað með köflum, en bjartviðri norðanlands. Hiti 10 til 22 stig að deginum, hlýjast á Norðausturlandi.
Sunnudagur og mánudagur:
Suðaustanátt, dálítil rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðantil. Hlýtt í veðri.