Kári telur rétt og skynsamlegt að bjóða ferðamenn velkomna Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 13:14 Kári Stefánsson hefur staðið í ströngu vegna skimunarmála í tengslum við Covid-19. Hér má sjá hann þramma ábúðarfullan niður tröppur stjórnarráðsins en í humátt á eftir fylgir aðstoðarmaður hans, Þóra Kristín Ástgeirsdóttir. visir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur fráleitt annað en að opna landið fyrir ferðamönnum. Með tilteknum skilyrðum. Hann telur áhættuna ásættanlega. „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Kári í grein sem hann skrifar og birti á Vísi nú fyrir stundu. „Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans,“ segir niðurlagi greinarinnar en hann færir rök fyrir því að skynsamlegt og rétt sé að opna landið sem og að skima ferðamenn sem hafi á því vit að vilja koma til Íslands. Kári segir að prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann hafi gagnrýnt hugmyndir um opnun landsins en það hljóti svo að vera því þau eru þar með að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra, eins og Kári orðar það. „Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku.“ Kári tekur það sérstaklega fram að skimunarverkefnið, sem hefur verið umdeilt meðal þeirra sem vilja fara varlega, sé á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur fráleitt annað en að opna landið fyrir ferðamönnum. Með tilteknum skilyrðum. Hann telur áhættuna ásættanlega. „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Kári í grein sem hann skrifar og birti á Vísi nú fyrir stundu. „Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans,“ segir niðurlagi greinarinnar en hann færir rök fyrir því að skynsamlegt og rétt sé að opna landið sem og að skima ferðamenn sem hafi á því vit að vilja koma til Íslands. Kári segir að prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann hafi gagnrýnt hugmyndir um opnun landsins en það hljóti svo að vera því þau eru þar með að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra, eins og Kári orðar það. „Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku.“ Kári tekur það sérstaklega fram að skimunarverkefnið, sem hefur verið umdeilt meðal þeirra sem vilja fara varlega, sé á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15