Kári telur rétt og skynsamlegt að bjóða ferðamenn velkomna Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 13:14 Kári Stefánsson hefur staðið í ströngu vegna skimunarmála í tengslum við Covid-19. Hér má sjá hann þramma ábúðarfullan niður tröppur stjórnarráðsins en í humátt á eftir fylgir aðstoðarmaður hans, Þóra Kristín Ástgeirsdóttir. visir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur fráleitt annað en að opna landið fyrir ferðamönnum. Með tilteknum skilyrðum. Hann telur áhættuna ásættanlega. „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Kári í grein sem hann skrifar og birti á Vísi nú fyrir stundu. „Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans,“ segir niðurlagi greinarinnar en hann færir rök fyrir því að skynsamlegt og rétt sé að opna landið sem og að skima ferðamenn sem hafi á því vit að vilja koma til Íslands. Kári segir að prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann hafi gagnrýnt hugmyndir um opnun landsins en það hljóti svo að vera því þau eru þar með að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra, eins og Kári orðar það. „Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku.“ Kári tekur það sérstaklega fram að skimunarverkefnið, sem hefur verið umdeilt meðal þeirra sem vilja fara varlega, sé á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur fráleitt annað en að opna landið fyrir ferðamönnum. Með tilteknum skilyrðum. Hann telur áhættuna ásættanlega. „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Kári í grein sem hann skrifar og birti á Vísi nú fyrir stundu. „Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans,“ segir niðurlagi greinarinnar en hann færir rök fyrir því að skynsamlegt og rétt sé að opna landið sem og að skima ferðamenn sem hafi á því vit að vilja koma til Íslands. Kári segir að prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann hafi gagnrýnt hugmyndir um opnun landsins en það hljóti svo að vera því þau eru þar með að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra, eins og Kári orðar það. „Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku.“ Kári tekur það sérstaklega fram að skimunarverkefnið, sem hefur verið umdeilt meðal þeirra sem vilja fara varlega, sé á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sjá meira
Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15