Ferðabókafrömuður lofsamar ferðalög til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 11:09 Rick Steves virðist afar hrifinn af Íslandi ef marka má skrif hans. Vísir/Getty/Samsett „Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ Svona hljómar inngangur pistils sem rithöfundurinn Rick Steves, ferðafrömuður sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka og framleitt útvarps- og sjónvarpsþætti um ferðalög, birti í gær. Í pistlinum mælir hann með ferðalögum til Íslands og mærir íslenska náttúru eins og enginn sé morgundagurinn. „Ísland, með sitt kvikmyndalega landslag sem sýnir náttúruna í sínu hráasta formi, höfðar til ferðalanga sem vilja vera utandyra. Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir miðnætursólina og norðurljós, er þessi eyja jafn rómuð fyrir stórfenglega jökla sína og eldfjöll. Steves fjallar sérstaklega um ferð sína „inn í eldfjallið“ (e. Inside the Volcano) þar sem fólki býðst að ferðast með lyftu inn í Þríhnúkagíg. Hann lýsir ferðinni og því sem fyrir augu ber. „Hægt er að ferðast með lyftu í gegnum lítið op efst á eldfjallinu, og þaðan 122 metra niður í víðfeman salinn. Þar inni lýsa lampar upp pastelliti og vatn sem drýpur niður hellisloftið.“ Þá fjallar Steves einnig um Raufarhólshelli, þar sem hægt er að ferðast inn í „hraungöng“ (e. lava tunnel). Fjallar hann sérstaklega um hversu nálægt Reykjavík hellirinn er. Það segir hann þægilegt. Steves víkur einnig að Þórsmörk, og þá sérstaklega Valahnúk. Eins víkur hann að Eyjafjallajökli, og rifjar meðal annars upp eldgosið árið 2010 og hvernig það tók „evrópskar flugsamgöngur kyrkingartaki.“ Eins talar Steves vel um skipulagðar hestaferðir, sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið upp á, sem og hvalaskoðunarferðir. Hann segir bestu hvalaskoðunarferðirnar gerðar út frá Húsavík. Steves talar meðal annars vel um hvalaskoðun.Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir alla sína hörku hefur Ísland einnig upp á þægindi að bjóða. Ofgnótt jarðhitalauga sem hituð eru af jarðvarma eyjunnar,“ skrifar Steves og segir böðin teygja sig yfir allan lúxusskalann. Allt frá „lúxusböðum“ á borð við Bláa lónið til lítilla bæjarlauga, sem heimamennirnir stunda mikið. Þar á Steves við almennar sundlaugar, sem Íslendingar myndu líklega seint kalla „jarðhitalaugar.“ Steves hefur áður fjallað um Ísland í skrifum sínum, en hann hefur meðal annars mælt með því við ferðamenn sem koma hingað til lands að sleppa Bláa Lóninu og fara frekar í sund. Hér má lesa pistil Steves í heild sinni. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
„Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ Svona hljómar inngangur pistils sem rithöfundurinn Rick Steves, ferðafrömuður sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka og framleitt útvarps- og sjónvarpsþætti um ferðalög, birti í gær. Í pistlinum mælir hann með ferðalögum til Íslands og mærir íslenska náttúru eins og enginn sé morgundagurinn. „Ísland, með sitt kvikmyndalega landslag sem sýnir náttúruna í sínu hráasta formi, höfðar til ferðalanga sem vilja vera utandyra. Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir miðnætursólina og norðurljós, er þessi eyja jafn rómuð fyrir stórfenglega jökla sína og eldfjöll. Steves fjallar sérstaklega um ferð sína „inn í eldfjallið“ (e. Inside the Volcano) þar sem fólki býðst að ferðast með lyftu inn í Þríhnúkagíg. Hann lýsir ferðinni og því sem fyrir augu ber. „Hægt er að ferðast með lyftu í gegnum lítið op efst á eldfjallinu, og þaðan 122 metra niður í víðfeman salinn. Þar inni lýsa lampar upp pastelliti og vatn sem drýpur niður hellisloftið.“ Þá fjallar Steves einnig um Raufarhólshelli, þar sem hægt er að ferðast inn í „hraungöng“ (e. lava tunnel). Fjallar hann sérstaklega um hversu nálægt Reykjavík hellirinn er. Það segir hann þægilegt. Steves víkur einnig að Þórsmörk, og þá sérstaklega Valahnúk. Eins víkur hann að Eyjafjallajökli, og rifjar meðal annars upp eldgosið árið 2010 og hvernig það tók „evrópskar flugsamgöngur kyrkingartaki.“ Eins talar Steves vel um skipulagðar hestaferðir, sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið upp á, sem og hvalaskoðunarferðir. Hann segir bestu hvalaskoðunarferðirnar gerðar út frá Húsavík. Steves talar meðal annars vel um hvalaskoðun.Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir alla sína hörku hefur Ísland einnig upp á þægindi að bjóða. Ofgnótt jarðhitalauga sem hituð eru af jarðvarma eyjunnar,“ skrifar Steves og segir böðin teygja sig yfir allan lúxusskalann. Allt frá „lúxusböðum“ á borð við Bláa lónið til lítilla bæjarlauga, sem heimamennirnir stunda mikið. Þar á Steves við almennar sundlaugar, sem Íslendingar myndu líklega seint kalla „jarðhitalaugar.“ Steves hefur áður fjallað um Ísland í skrifum sínum, en hann hefur meðal annars mælt með því við ferðamenn sem koma hingað til lands að sleppa Bláa Lóninu og fara frekar í sund. Hér má lesa pistil Steves í heild sinni.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira