Ferðabókafrömuður lofsamar ferðalög til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 11:09 Rick Steves virðist afar hrifinn af Íslandi ef marka má skrif hans. Vísir/Getty/Samsett „Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ Svona hljómar inngangur pistils sem rithöfundurinn Rick Steves, ferðafrömuður sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka og framleitt útvarps- og sjónvarpsþætti um ferðalög, birti í gær. Í pistlinum mælir hann með ferðalögum til Íslands og mærir íslenska náttúru eins og enginn sé morgundagurinn. „Ísland, með sitt kvikmyndalega landslag sem sýnir náttúruna í sínu hráasta formi, höfðar til ferðalanga sem vilja vera utandyra. Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir miðnætursólina og norðurljós, er þessi eyja jafn rómuð fyrir stórfenglega jökla sína og eldfjöll. Steves fjallar sérstaklega um ferð sína „inn í eldfjallið“ (e. Inside the Volcano) þar sem fólki býðst að ferðast með lyftu inn í Þríhnúkagíg. Hann lýsir ferðinni og því sem fyrir augu ber. „Hægt er að ferðast með lyftu í gegnum lítið op efst á eldfjallinu, og þaðan 122 metra niður í víðfeman salinn. Þar inni lýsa lampar upp pastelliti og vatn sem drýpur niður hellisloftið.“ Þá fjallar Steves einnig um Raufarhólshelli, þar sem hægt er að ferðast inn í „hraungöng“ (e. lava tunnel). Fjallar hann sérstaklega um hversu nálægt Reykjavík hellirinn er. Það segir hann þægilegt. Steves víkur einnig að Þórsmörk, og þá sérstaklega Valahnúk. Eins víkur hann að Eyjafjallajökli, og rifjar meðal annars upp eldgosið árið 2010 og hvernig það tók „evrópskar flugsamgöngur kyrkingartaki.“ Eins talar Steves vel um skipulagðar hestaferðir, sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið upp á, sem og hvalaskoðunarferðir. Hann segir bestu hvalaskoðunarferðirnar gerðar út frá Húsavík. Steves talar meðal annars vel um hvalaskoðun.Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir alla sína hörku hefur Ísland einnig upp á þægindi að bjóða. Ofgnótt jarðhitalauga sem hituð eru af jarðvarma eyjunnar,“ skrifar Steves og segir böðin teygja sig yfir allan lúxusskalann. Allt frá „lúxusböðum“ á borð við Bláa lónið til lítilla bæjarlauga, sem heimamennirnir stunda mikið. Þar á Steves við almennar sundlaugar, sem Íslendingar myndu líklega seint kalla „jarðhitalaugar.“ Steves hefur áður fjallað um Ísland í skrifum sínum, en hann hefur meðal annars mælt með því við ferðamenn sem koma hingað til lands að sleppa Bláa Lóninu og fara frekar í sund. Hér má lesa pistil Steves í heild sinni. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ Svona hljómar inngangur pistils sem rithöfundurinn Rick Steves, ferðafrömuður sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka og framleitt útvarps- og sjónvarpsþætti um ferðalög, birti í gær. Í pistlinum mælir hann með ferðalögum til Íslands og mærir íslenska náttúru eins og enginn sé morgundagurinn. „Ísland, með sitt kvikmyndalega landslag sem sýnir náttúruna í sínu hráasta formi, höfðar til ferðalanga sem vilja vera utandyra. Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir miðnætursólina og norðurljós, er þessi eyja jafn rómuð fyrir stórfenglega jökla sína og eldfjöll. Steves fjallar sérstaklega um ferð sína „inn í eldfjallið“ (e. Inside the Volcano) þar sem fólki býðst að ferðast með lyftu inn í Þríhnúkagíg. Hann lýsir ferðinni og því sem fyrir augu ber. „Hægt er að ferðast með lyftu í gegnum lítið op efst á eldfjallinu, og þaðan 122 metra niður í víðfeman salinn. Þar inni lýsa lampar upp pastelliti og vatn sem drýpur niður hellisloftið.“ Þá fjallar Steves einnig um Raufarhólshelli, þar sem hægt er að ferðast inn í „hraungöng“ (e. lava tunnel). Fjallar hann sérstaklega um hversu nálægt Reykjavík hellirinn er. Það segir hann þægilegt. Steves víkur einnig að Þórsmörk, og þá sérstaklega Valahnúk. Eins víkur hann að Eyjafjallajökli, og rifjar meðal annars upp eldgosið árið 2010 og hvernig það tók „evrópskar flugsamgöngur kyrkingartaki.“ Eins talar Steves vel um skipulagðar hestaferðir, sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið upp á, sem og hvalaskoðunarferðir. Hann segir bestu hvalaskoðunarferðirnar gerðar út frá Húsavík. Steves talar meðal annars vel um hvalaskoðun.Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir alla sína hörku hefur Ísland einnig upp á þægindi að bjóða. Ofgnótt jarðhitalauga sem hituð eru af jarðvarma eyjunnar,“ skrifar Steves og segir böðin teygja sig yfir allan lúxusskalann. Allt frá „lúxusböðum“ á borð við Bláa lónið til lítilla bæjarlauga, sem heimamennirnir stunda mikið. Þar á Steves við almennar sundlaugar, sem Íslendingar myndu líklega seint kalla „jarðhitalaugar.“ Steves hefur áður fjallað um Ísland í skrifum sínum, en hann hefur meðal annars mælt með því við ferðamenn sem koma hingað til lands að sleppa Bláa Lóninu og fara frekar í sund. Hér má lesa pistil Steves í heild sinni.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent