Ormar sem éta plast Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júní 2020 10:00 Ormar nýtast ekki bara sem beita í veiði heldur geta þeir líka borðað plast. Tilraunir fyrir endurvinnslu fara fram um allan heim og mikil nýsköpun í gangi á því sviði. Það sama á við um að endurnýta efni eða eyða því. Nýlega var birt grein í American Chemical Society þar sem sagt er frá nokkuð nýstárlegri tilraun. Hún felur það í sér að til að eyða plasti, fá ormar plastið sem fæðu. Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar, Jiaojie Li og Dae-wan Kim, fór tilraunin þannig fram að 50 ofurormum, þ.e. tegund skilgreind á ensku sem ,,superworms,“ hafi verið komið fyrir í búri. Ofurormarnir eru í raun bjöllulirfur og segir í umfjöllun FastCompany að þessi tegund sé nokkuð vinsæl í gæludýrabúðum vestra. Í búrið hjá ormunum voru sett tvö grömm af pólýstýren plasti og gekk tilraunin út á að athuga hvort ormarnir myndu leita í plastið sem fæðu. Og viti menn: 21 degi síðar höfðu ormarnir étið um 70% af plastmagninu. En hvaðan kom hugmyndin? Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar vaknaði hugmyndin af því hvernig melting umræddra orma fer fram en þar spila mikið hlutverk sérstakar bakteríur sem búa í þörmum bjöllulirfanna og ensím sem þessi tiltekna baktería framleiðir. Þá var vitað fyrirfram að aðrar tegundir, á ensku skilgreindar sem ,,mealworms“ og ,,waxworms,“ borða plast. Munurinn á þessum maðkategundum er hins vegar sá að samkvæmt þessari tilraun, geta ofurormarnir góðu borðað meira magn af plasti og melt það hraðar. Segir í umfjöllun um tilraunina að ofurormarnir nái að borða átta sinnum meira magn af plasti til samanburði við aðrar tegundir sem borða plast. En hvernig fer plastið með heilsu ormanna? Svo virðist sem plastið hafi engin áhrif á líf og heilsu ormanna því 90% þeirra lifðu af þótt eina fæðan þeirra hafi verið plast í 21 dag. Þess skal getið að markmið tilraunarinnar er ekki það að til framtíðar muni ofurormar borða allt heimsins plast til að eyða því fyrir hönd neytenda. Tilraun vísindamannanna gangi út á að einangra þau efni í meltingarfærum ormanna, sem ná að eyða plastinu en með því er mögulega komin forsenda til frekari rannsókna á því hvernig hægt er að eyða plasti með sambærilegum efnum. Nýsköpun Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Tilraunir fyrir endurvinnslu fara fram um allan heim og mikil nýsköpun í gangi á því sviði. Það sama á við um að endurnýta efni eða eyða því. Nýlega var birt grein í American Chemical Society þar sem sagt er frá nokkuð nýstárlegri tilraun. Hún felur það í sér að til að eyða plasti, fá ormar plastið sem fæðu. Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar, Jiaojie Li og Dae-wan Kim, fór tilraunin þannig fram að 50 ofurormum, þ.e. tegund skilgreind á ensku sem ,,superworms,“ hafi verið komið fyrir í búri. Ofurormarnir eru í raun bjöllulirfur og segir í umfjöllun FastCompany að þessi tegund sé nokkuð vinsæl í gæludýrabúðum vestra. Í búrið hjá ormunum voru sett tvö grömm af pólýstýren plasti og gekk tilraunin út á að athuga hvort ormarnir myndu leita í plastið sem fæðu. Og viti menn: 21 degi síðar höfðu ormarnir étið um 70% af plastmagninu. En hvaðan kom hugmyndin? Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar vaknaði hugmyndin af því hvernig melting umræddra orma fer fram en þar spila mikið hlutverk sérstakar bakteríur sem búa í þörmum bjöllulirfanna og ensím sem þessi tiltekna baktería framleiðir. Þá var vitað fyrirfram að aðrar tegundir, á ensku skilgreindar sem ,,mealworms“ og ,,waxworms,“ borða plast. Munurinn á þessum maðkategundum er hins vegar sá að samkvæmt þessari tilraun, geta ofurormarnir góðu borðað meira magn af plasti og melt það hraðar. Segir í umfjöllun um tilraunina að ofurormarnir nái að borða átta sinnum meira magn af plasti til samanburði við aðrar tegundir sem borða plast. En hvernig fer plastið með heilsu ormanna? Svo virðist sem plastið hafi engin áhrif á líf og heilsu ormanna því 90% þeirra lifðu af þótt eina fæðan þeirra hafi verið plast í 21 dag. Þess skal getið að markmið tilraunarinnar er ekki það að til framtíðar muni ofurormar borða allt heimsins plast til að eyða því fyrir hönd neytenda. Tilraun vísindamannanna gangi út á að einangra þau efni í meltingarfærum ormanna, sem ná að eyða plastinu en með því er mögulega komin forsenda til frekari rannsókna á því hvernig hægt er að eyða plasti með sambærilegum efnum.
Nýsköpun Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira