Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 14:27 Ekki voru gefin út tilmæli um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins á Bretlandi fyrr en 23. mars, nokkru eftir að önnur ríki höfðu þegar gripið til slíkra aðgerða. Vísir/EPA Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. Bresk stjórnvöld gripu töluvert seinna til aðgerða eins og að gefa út fyrirmæli um að fólk héldi sig heima en önnur Evrópuríki. Það var ekki gert fyrr en 23. mars en á þeim tíma er áætlað að um 100.000 manns hafi smitast á dag. John Edmunds, vísindaráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist nú iðrast þess. „Ég vildi að við hefðum sett útgöngubann á fyrr. Ég held að þetta hafi kostað mörg mannslíf, því miður,“ sagði Edmunds í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Engu að síður heldur hann því fram að erfitt hefði verið fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða fyrr í ljósi gagnanna sem hún hafði í höndunum þá. Takmörkuð skimun átti sér þá stað. Næstflest dauðsföll í kórónuveirufaraldrinum í heiminum hafa orðið á Bretlandi, rúmlega 40.500 samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, brást við ummælum Edmunds, með þeim orðum að ríkisstjórnin hefði brugðist rétt við faraldrinum miðað við þær upplýsingar sem hún hafði á sínum tíma. Boris Johnson, forsætisráðherra, hyggst tilkynna um frekari tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi mánudaginn 15. júní á næstu dögum. Þá er búist við að verslanir sem voru ekki skilgreindar sem nauðsynlega fái grænt ljós á að opna og tilbeiðslustaðir fá að bjóða fólki upp á að fólk biðji í einrúmi. Í þessari viku verða sumir skólar opnaðir og tilmæli um hversu margt fólk frá sama heimili getur hitt verða rýmkuð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. Bresk stjórnvöld gripu töluvert seinna til aðgerða eins og að gefa út fyrirmæli um að fólk héldi sig heima en önnur Evrópuríki. Það var ekki gert fyrr en 23. mars en á þeim tíma er áætlað að um 100.000 manns hafi smitast á dag. John Edmunds, vísindaráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist nú iðrast þess. „Ég vildi að við hefðum sett útgöngubann á fyrr. Ég held að þetta hafi kostað mörg mannslíf, því miður,“ sagði Edmunds í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Engu að síður heldur hann því fram að erfitt hefði verið fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða fyrr í ljósi gagnanna sem hún hafði í höndunum þá. Takmörkuð skimun átti sér þá stað. Næstflest dauðsföll í kórónuveirufaraldrinum í heiminum hafa orðið á Bretlandi, rúmlega 40.500 samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, brást við ummælum Edmunds, með þeim orðum að ríkisstjórnin hefði brugðist rétt við faraldrinum miðað við þær upplýsingar sem hún hafði á sínum tíma. Boris Johnson, forsætisráðherra, hyggst tilkynna um frekari tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi mánudaginn 15. júní á næstu dögum. Þá er búist við að verslanir sem voru ekki skilgreindar sem nauðsynlega fái grænt ljós á að opna og tilbeiðslustaðir fá að bjóða fólki upp á að fólk biðji í einrúmi. Í þessari viku verða sumir skólar opnaðir og tilmæli um hversu margt fólk frá sama heimili getur hitt verða rýmkuð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira