Gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 12:15 Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það sem við erum að sjá í þessari rannsókn er að ung fólk á Íslandi eða unglingar eru að sofa of lítið og þetta er auðvitað það sama og við höfum séð síðustu ár en það er verði að spyrja mun ítarlegra um svefninn núna og erum því með fleiri upplýsingar og við erum að tengja þetta við ýmsa þætti þar á meðal skjátíma, koffínneyslu, andlega og líkamlega heilsu. Þar kemur fram að þeir sem sofa of lítið er líka sá hópur sem metur andlega og líkamlega heilsu sína verri of neytir meiri orkudrykkja og er að verja meiri tíma í skjá,“ sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsónum hjá Betri svefn. Hún segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða. „Umræðan hefur verið mikil um svefn og það er vitundavakning sem maður finnur fyrir og fólk er almenn að verða meðvitað um að svefninn skiptir máli. Við höfum kannski ekki farið í nægilega markvissar aðgerðir og ég held að það sé það sem fyrst og fremst þurfi að gera. Það þarf að efla fræðslu og við þurfum að koma fræðslu um svefn í námskrá og byrja strax í fyrsta bekk. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að síast inn og eins og ég segi við höfum kannski ekki gripið til nógu markvissra aðgerða hvað þetta varðar,“ sagði Erla. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. Einnig hafi orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna og ungmenna. „Við höfum séð gögn frá landlæknisembættinu þar sem þau taka gögn frá lyfjaskrá þar sem er sýnt að það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna. Þá erum við að tala um börn mikið yngri alveg niður í 4 ára. Það er bara mörg hundruð prósenta aukning á þessari notkun ef við horfum bara á síðasta áratug. Það er auðvitað mikið áhyggjuefnið því ef börn eru að glíma við svefnvanda þá eiga svefnlyf að vera algjört neyðarúrræði og notuð í takmarkaðan tíma á meðan verið er að rétta af og í rauninni á að vera búið að reyna að gera allt annað fyrst,“ sagði Erla. Sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn. Heilsa Svefn Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það sem við erum að sjá í þessari rannsókn er að ung fólk á Íslandi eða unglingar eru að sofa of lítið og þetta er auðvitað það sama og við höfum séð síðustu ár en það er verði að spyrja mun ítarlegra um svefninn núna og erum því með fleiri upplýsingar og við erum að tengja þetta við ýmsa þætti þar á meðal skjátíma, koffínneyslu, andlega og líkamlega heilsu. Þar kemur fram að þeir sem sofa of lítið er líka sá hópur sem metur andlega og líkamlega heilsu sína verri of neytir meiri orkudrykkja og er að verja meiri tíma í skjá,“ sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsónum hjá Betri svefn. Hún segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða. „Umræðan hefur verið mikil um svefn og það er vitundavakning sem maður finnur fyrir og fólk er almenn að verða meðvitað um að svefninn skiptir máli. Við höfum kannski ekki farið í nægilega markvissar aðgerðir og ég held að það sé það sem fyrst og fremst þurfi að gera. Það þarf að efla fræðslu og við þurfum að koma fræðslu um svefn í námskrá og byrja strax í fyrsta bekk. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að síast inn og eins og ég segi við höfum kannski ekki gripið til nógu markvissra aðgerða hvað þetta varðar,“ sagði Erla. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. Einnig hafi orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna og ungmenna. „Við höfum séð gögn frá landlæknisembættinu þar sem þau taka gögn frá lyfjaskrá þar sem er sýnt að það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna. Þá erum við að tala um börn mikið yngri alveg niður í 4 ára. Það er bara mörg hundruð prósenta aukning á þessari notkun ef við horfum bara á síðasta áratug. Það er auðvitað mikið áhyggjuefnið því ef börn eru að glíma við svefnvanda þá eiga svefnlyf að vera algjört neyðarúrræði og notuð í takmarkaðan tíma á meðan verið er að rétta af og í rauninni á að vera búið að reyna að gera allt annað fyrst,“ sagði Erla. Sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn.
Heilsa Svefn Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira