„Við erum vanir því að vera á toppnum svo það kemur mér ekki á óvart að liðið sé á þessum stað“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2020 08:00 Fylkismenn eru klárir í úrslitaleikinn um helgina. vísir/s2s Fylkir og FH eigast við í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO á sunnudaginn en að því tilefni voru Fylkismenn heimsóttir í sérstökum upphitunarþætti fyrir leikinn. FH voru heimsóttir á dögunum þar sem Viðar Halldórsson, formaður FH, sagði að það væri sama uppi á teningnum hjá FH í rafíþróttadeildunum eins og í öðrum deildum; það væri vilji til þess að vinna allt. Kollegi Viðars í Árbænum, Björn Gíslason, formaður Fylkis sagði að það væri gaman að fylgjast með ungu liði Fylkis sem afgreiddi KR í framlengdum undanúrslitaleik á dögunum. „Við erum vanir því að vera á toppnum svo það kemur mér ekki á óvart að liðið sé á þessum stað. Liðið er ungt og við erum eins og fleiri lið með þessa deild. Hún er mjög vaxandi og á ekki eftir að gera neitt annað en eflast,“ sagði Björn. Gunnar Ágúst Thoroddsen, fyrirliði Fylkis, segir að liðið þurfi að koma með allt öðruvísi leikplan inn í úrslitaleikinn á sunnudaginn. „FH og Dusty eru með allt öðruvísi „maps“ og þetta verður meiri taktík gegn FH. Þeir eru meiri taktíkal lið en Dusty,“ sagði Gunnar. Útsending frá úrslitaleiknum hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 eSport á sunnudag. Klippa: Rafíþróttadeild Fylkis heimsótt Rafíþróttir Fylkir FH Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti
Fylkir og FH eigast við í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO á sunnudaginn en að því tilefni voru Fylkismenn heimsóttir í sérstökum upphitunarþætti fyrir leikinn. FH voru heimsóttir á dögunum þar sem Viðar Halldórsson, formaður FH, sagði að það væri sama uppi á teningnum hjá FH í rafíþróttadeildunum eins og í öðrum deildum; það væri vilji til þess að vinna allt. Kollegi Viðars í Árbænum, Björn Gíslason, formaður Fylkis sagði að það væri gaman að fylgjast með ungu liði Fylkis sem afgreiddi KR í framlengdum undanúrslitaleik á dögunum. „Við erum vanir því að vera á toppnum svo það kemur mér ekki á óvart að liðið sé á þessum stað. Liðið er ungt og við erum eins og fleiri lið með þessa deild. Hún er mjög vaxandi og á ekki eftir að gera neitt annað en eflast,“ sagði Björn. Gunnar Ágúst Thoroddsen, fyrirliði Fylkis, segir að liðið þurfi að koma með allt öðruvísi leikplan inn í úrslitaleikinn á sunnudaginn. „FH og Dusty eru með allt öðruvísi „maps“ og þetta verður meiri taktík gegn FH. Þeir eru meiri taktíkal lið en Dusty,“ sagði Gunnar. Útsending frá úrslitaleiknum hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 eSport á sunnudag. Klippa: Rafíþróttadeild Fylkis heimsótt
Rafíþróttir Fylkir FH Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti