Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 11:44 Maðurinn er sagður hafa slasast alvarlega við fallið, sem lögreglan sagði fyrst hafa gerst eftir að hann hrasaði. Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. Myndband af atvikinu, sem tekið var af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar WBFO, sýnir manninn ganga að röð lögregluþjóna í óeirðabúningum og þjóðvarðliða. Einn lögregluþjónn ýtti manninum afturábak með kylfu og annar með annarri hendinni. Maðurinn féll aftur fyrir sig og skall höfuð hans í gangstéttina. Blóð lak frá höfði mannsins. Í fyrstu sagði lögreglan að maðurinn hafi „hrasað og dottið“ en það breyttist eftir að áðurnefnt myndband var birt. Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði í nótt að maðurinn væri alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér segir hann atvikið alvarlegt og að hann hafi fyrirskipað að það yrði rannsakað. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sló á svipaða strengi og Brown og sagði framferði lögregluþjónanna óréttlætanlegt og skammarlegt. This incident is wholly unjustified and utterly disgraceful.I've spoken with Buffalo @MayorByronBrown and we agree that the officers involved should be immediately suspended pending a formal investigation.Police Officers must enforce — NOT ABUSE — the law. https://t.co/EYIbTlXnPt— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 5, 2020 Upprunalega sagði lögreglan, samkvæmt frétt WBFO, að maðurinn hefði hrasað og dottið. Það kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni lögreglunnar skömmu eftir atvikið. Í henni stóð að maður hafi verið handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Í átökum við þann mótmælenda hafði annar maður slasast þegar hann hrasaði og datt. Nokkrum mínútum síðar birti WBFO myndband af atvikinu á Twitter og við það breyttist tónninn í yfirmönnum lögreglunnar hratt. Hér má sjá annað sjónarhorn. Mótmæli og óreirðir undanfarna daga hafa snúist um dauða George Floyd, sem handtekinn var fyrir að framvísa fölsuðum seðli í Minneapolis í síðustu viku. Hann dó þegar lögregluþjón hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Sá lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir sem voru einnig viðstaddir hafa sömuleiðis verið ákærðir. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. Myndband af atvikinu, sem tekið var af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar WBFO, sýnir manninn ganga að röð lögregluþjóna í óeirðabúningum og þjóðvarðliða. Einn lögregluþjónn ýtti manninum afturábak með kylfu og annar með annarri hendinni. Maðurinn féll aftur fyrir sig og skall höfuð hans í gangstéttina. Blóð lak frá höfði mannsins. Í fyrstu sagði lögreglan að maðurinn hafi „hrasað og dottið“ en það breyttist eftir að áðurnefnt myndband var birt. Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði í nótt að maðurinn væri alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér segir hann atvikið alvarlegt og að hann hafi fyrirskipað að það yrði rannsakað. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sló á svipaða strengi og Brown og sagði framferði lögregluþjónanna óréttlætanlegt og skammarlegt. This incident is wholly unjustified and utterly disgraceful.I've spoken with Buffalo @MayorByronBrown and we agree that the officers involved should be immediately suspended pending a formal investigation.Police Officers must enforce — NOT ABUSE — the law. https://t.co/EYIbTlXnPt— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 5, 2020 Upprunalega sagði lögreglan, samkvæmt frétt WBFO, að maðurinn hefði hrasað og dottið. Það kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni lögreglunnar skömmu eftir atvikið. Í henni stóð að maður hafi verið handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Í átökum við þann mótmælenda hafði annar maður slasast þegar hann hrasaði og datt. Nokkrum mínútum síðar birti WBFO myndband af atvikinu á Twitter og við það breyttist tónninn í yfirmönnum lögreglunnar hratt. Hér má sjá annað sjónarhorn. Mótmæli og óreirðir undanfarna daga hafa snúist um dauða George Floyd, sem handtekinn var fyrir að framvísa fölsuðum seðli í Minneapolis í síðustu viku. Hann dó þegar lögregluþjón hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Sá lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir sem voru einnig viðstaddir hafa sömuleiðis verið ákærðir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
„Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08