Diego Costa þarf að borga stóra sekt en sleppur við fangelsisvist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 13:24 Diego Costa spilar nú með Atletico Madrid eins og hann gerði þegar hann braut spænsku skattalögin árið 2014. Getty/DeFodi Spænski knattspyrnumaðurinn Diego Costa þarf að borga stóra sekt vegna skattarskuldar en hann hafði játað sekt sína og fékk að vita refsinguna í dag. Hinn 31 árs gamli Diego Costa játaði að hafa svikið spænska skattinn um meira en milljón evra. Hann þarf að greiða meira en 543 þúsund evrur í sekt eða meira en 80 milljónir íslenskra króna. Hann gaf ekki upp tekjur upp á 5,15 milljónir evra sem hann fékk í tengslum við félagsskipti hans til Chelsea árið 2014. Að auki gaf hann ekki upp eina milljón evra sem hann fékk í eigin vasa vegna ímyndarréttar. Breaking: Diego Costa has been fined 543,208 and handed a six-month prison sentence for tax fraud, although under Spanish law he will not serve jail time: https://t.co/HvsLGchy9D pic.twitter.com/dn4E4s8htD— ESPN FC (@ESPNFC) June 4, 2020 Diego Costa fékk sex mánaða dóm en þarf samt ekki að fara í fangelsi eftir að hafa samþykkt að greiða aukalega 36.500 evrur í viðbót við upphaflegu sektina. Talsmaður Atletico sagði við Reuters að Diego Costa hafði áður náð samkomulagi við saksóknara um sektina og að leikmaðurinn hafi þegar greitt sektina og það með vöxtum. Málið er því úr sögunni og Diego Costa getur einbeitt sér að því að klára leiktíðina með Atletico Madrid. Atletico Madrid footballer Diego Costa fined for tax fraud but avoids prisonhttps://t.co/l6LdCsBZye— BBC News (World) (@BBCWorld) June 4, 2020 Diego Costa er þar með kominn í hóp með mörgum heimsþekktum knattspyrnumönnum sem hafa verið sektaðir vegna brota á skattalögum á Spáni. Í þeim hópi eru menn eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Breytingar á spænskum skattalögum frá 2010 hafa verið kallaðar Beckham-lögin en leikmennirnir hafa allir gerst brotlegir við þau. Áður fyrr sluppu knattspyrnumenn við að greiða skatt af ákveðnum hlutum tengdum ímynd sinni. Spænski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Spænski knattspyrnumaðurinn Diego Costa þarf að borga stóra sekt vegna skattarskuldar en hann hafði játað sekt sína og fékk að vita refsinguna í dag. Hinn 31 árs gamli Diego Costa játaði að hafa svikið spænska skattinn um meira en milljón evra. Hann þarf að greiða meira en 543 þúsund evrur í sekt eða meira en 80 milljónir íslenskra króna. Hann gaf ekki upp tekjur upp á 5,15 milljónir evra sem hann fékk í tengslum við félagsskipti hans til Chelsea árið 2014. Að auki gaf hann ekki upp eina milljón evra sem hann fékk í eigin vasa vegna ímyndarréttar. Breaking: Diego Costa has been fined 543,208 and handed a six-month prison sentence for tax fraud, although under Spanish law he will not serve jail time: https://t.co/HvsLGchy9D pic.twitter.com/dn4E4s8htD— ESPN FC (@ESPNFC) June 4, 2020 Diego Costa fékk sex mánaða dóm en þarf samt ekki að fara í fangelsi eftir að hafa samþykkt að greiða aukalega 36.500 evrur í viðbót við upphaflegu sektina. Talsmaður Atletico sagði við Reuters að Diego Costa hafði áður náð samkomulagi við saksóknara um sektina og að leikmaðurinn hafi þegar greitt sektina og það með vöxtum. Málið er því úr sögunni og Diego Costa getur einbeitt sér að því að klára leiktíðina með Atletico Madrid. Atletico Madrid footballer Diego Costa fined for tax fraud but avoids prisonhttps://t.co/l6LdCsBZye— BBC News (World) (@BBCWorld) June 4, 2020 Diego Costa er þar með kominn í hóp með mörgum heimsþekktum knattspyrnumönnum sem hafa verið sektaðir vegna brota á skattalögum á Spáni. Í þeim hópi eru menn eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Breytingar á spænskum skattalögum frá 2010 hafa verið kallaðar Beckham-lögin en leikmennirnir hafa allir gerst brotlegir við þau. Áður fyrr sluppu knattspyrnumenn við að greiða skatt af ákveðnum hlutum tengdum ímynd sinni.
Spænski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira