Handbolti

Valsmenn tóku á móti deildarmeistarabikarnum í jakkafötum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Valsmanna, lyfti bikarnum en myndin er af fésbókarsíðu Handknattleikssambands Íslands.
Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Valsmanna, lyfti bikarnum en myndin er af fésbókarsíðu Handknattleikssambands Íslands. Mynd/Fésbókin

Valsmenn urðu deildarmeistarar í Olís deild karla í handbolta fyrir tæpum tveimur mánuðum þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldarins.

Valsmenn urðu deildarmeistarar með ákvörðun stjórnar HSÍ 6. apríl en fengu ekki bikarinn og verðlaunapeningana afhenta fyrr en á síðasta laugardag.

Síðasti leikur Valsliðsins var 11. mars og fengu Hlíðarendapiltar því bikarinn afhentan áttatíu dögum eftir síðasta leikinn.  Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við lokahóf Valsmanna.

Handknattleikssambandið sagði frá verðlaunaafhendingunni á fésbókarsíðu sinni en hún fór fram í Origo höllinni á Hlíðarenda.

Leikmenn Vals tóki við deildarmeistarabikarnum í jakkafötum en það var fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson sem lyfti bikarnum eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×